Ekki vitað hver upprunalegur smitberi er Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júlí 2020 12:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Tvö innanlandssmit greindust á landinu í gær í tveimur aðgreindum málum. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist síðan 2. júlí og er möguleiki á hópsýkingu. Unnið er að smitrakningu. Báðir einstaklingar sem greindust í gær eru með einkenni og komnir í einangrun. Í öðru málinu hafa nokkrir verið settir í fjórtán daga sóttkví en á þriðja tug í hinu málinu. Þar hafði einstaklingur tekið þátt í frjálsíþróttamóti í Hafnafirði um síðustu helgi og stendur smitrakning enn yfir. Einstaklingarnir þrjátíu teljast í hááhættu. Yfir 200 keppendur voru skráðir á mótið samkvæmt Frey Ólafssyni, formanni Frjálsíþróttasambands Íslands. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist hér á landi síðan þann 2. júlí, en smitin tvö tengjast ekki. „Það hafa ekki verið að greinast innanlandssmit, síðasta smitið greindist hér 2. júli og var það í tengslum við einstakling sem var að koma erlendis frá. Við getum ekki rakið þessi smit til smita erlendis frá þannig sú vinna er í gangi,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Ekki er vitað hver upprunarlegur smitberi er. „En eru ekki allar líkur á því að smitið komi erlendis frá í ljósi þess að innanlandssmit hefur ekki grenist í svo langan tíma?“ „Jú mér finnst það mjög líklegt og það sýnir bara það að smit erlendis frá getur komið þó við séum að lágmarka áhættuna með þeim aðgerðum sem eru í gangi,“ sagði Þórólfur. Um hugsanlega hópsýkingu er að ræða. „Já það er alltaf möguleiki á því og ég held að við þurfum að vera undir það búin. Það kæmi mér ekki á óvart ef við fengum litlar hópsýkingar en ég tel mjög ólíklegt að við fáum einhverjar stærri hópsýkingar eða faraldur hér innanlands. Ef við vinnum þetta svona þá held ég að við ættum að geta kæft þetta í byrjun.“ Þórólfur biðlar til fólks að passa upp á einstaklingsbundnar sýkingarvarnir. „Ég vil biðja fólk að passa sig gríðarlega vel. Ef fólk er að veikjast. Hafa þá samband við heilbrigðiskerfið, halda sig heima. Vera ekki innan um aðra,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Frjálsíþróttakeppandi með veiruna - Meistaramótið fer fram um helgina Á þriðja tug einstaklinga eru komnir í sóttkví eftir að þátttakandi á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 15-22 ára, um síðustu helgi greindist með kórónuveiruna. 24. júlí 2020 11:28 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Tvö innanlandssmit greindust á landinu í gær í tveimur aðgreindum málum. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist síðan 2. júlí og er möguleiki á hópsýkingu. Unnið er að smitrakningu. Báðir einstaklingar sem greindust í gær eru með einkenni og komnir í einangrun. Í öðru málinu hafa nokkrir verið settir í fjórtán daga sóttkví en á þriðja tug í hinu málinu. Þar hafði einstaklingur tekið þátt í frjálsíþróttamóti í Hafnafirði um síðustu helgi og stendur smitrakning enn yfir. Einstaklingarnir þrjátíu teljast í hááhættu. Yfir 200 keppendur voru skráðir á mótið samkvæmt Frey Ólafssyni, formanni Frjálsíþróttasambands Íslands. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist hér á landi síðan þann 2. júlí, en smitin tvö tengjast ekki. „Það hafa ekki verið að greinast innanlandssmit, síðasta smitið greindist hér 2. júli og var það í tengslum við einstakling sem var að koma erlendis frá. Við getum ekki rakið þessi smit til smita erlendis frá þannig sú vinna er í gangi,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Ekki er vitað hver upprunarlegur smitberi er. „En eru ekki allar líkur á því að smitið komi erlendis frá í ljósi þess að innanlandssmit hefur ekki grenist í svo langan tíma?“ „Jú mér finnst það mjög líklegt og það sýnir bara það að smit erlendis frá getur komið þó við séum að lágmarka áhættuna með þeim aðgerðum sem eru í gangi,“ sagði Þórólfur. Um hugsanlega hópsýkingu er að ræða. „Já það er alltaf möguleiki á því og ég held að við þurfum að vera undir það búin. Það kæmi mér ekki á óvart ef við fengum litlar hópsýkingar en ég tel mjög ólíklegt að við fáum einhverjar stærri hópsýkingar eða faraldur hér innanlands. Ef við vinnum þetta svona þá held ég að við ættum að geta kæft þetta í byrjun.“ Þórólfur biðlar til fólks að passa upp á einstaklingsbundnar sýkingarvarnir. „Ég vil biðja fólk að passa sig gríðarlega vel. Ef fólk er að veikjast. Hafa þá samband við heilbrigðiskerfið, halda sig heima. Vera ekki innan um aðra,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Frjálsíþróttakeppandi með veiruna - Meistaramótið fer fram um helgina Á þriðja tug einstaklinga eru komnir í sóttkví eftir að þátttakandi á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 15-22 ára, um síðustu helgi greindist með kórónuveiruna. 24. júlí 2020 11:28 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04
Frjálsíþróttakeppandi með veiruna - Meistaramótið fer fram um helgina Á þriðja tug einstaklinga eru komnir í sóttkví eftir að þátttakandi á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 15-22 ára, um síðustu helgi greindist með kórónuveiruna. 24. júlí 2020 11:28