Ekki vitað hver upprunalegur smitberi er Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júlí 2020 12:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Tvö innanlandssmit greindust á landinu í gær í tveimur aðgreindum málum. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist síðan 2. júlí og er möguleiki á hópsýkingu. Unnið er að smitrakningu. Báðir einstaklingar sem greindust í gær eru með einkenni og komnir í einangrun. Í öðru málinu hafa nokkrir verið settir í fjórtán daga sóttkví en á þriðja tug í hinu málinu. Þar hafði einstaklingur tekið þátt í frjálsíþróttamóti í Hafnafirði um síðustu helgi og stendur smitrakning enn yfir. Einstaklingarnir þrjátíu teljast í hááhættu. Yfir 200 keppendur voru skráðir á mótið samkvæmt Frey Ólafssyni, formanni Frjálsíþróttasambands Íslands. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist hér á landi síðan þann 2. júlí, en smitin tvö tengjast ekki. „Það hafa ekki verið að greinast innanlandssmit, síðasta smitið greindist hér 2. júli og var það í tengslum við einstakling sem var að koma erlendis frá. Við getum ekki rakið þessi smit til smita erlendis frá þannig sú vinna er í gangi,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Ekki er vitað hver upprunarlegur smitberi er. „En eru ekki allar líkur á því að smitið komi erlendis frá í ljósi þess að innanlandssmit hefur ekki grenist í svo langan tíma?“ „Jú mér finnst það mjög líklegt og það sýnir bara það að smit erlendis frá getur komið þó við séum að lágmarka áhættuna með þeim aðgerðum sem eru í gangi,“ sagði Þórólfur. Um hugsanlega hópsýkingu er að ræða. „Já það er alltaf möguleiki á því og ég held að við þurfum að vera undir það búin. Það kæmi mér ekki á óvart ef við fengum litlar hópsýkingar en ég tel mjög ólíklegt að við fáum einhverjar stærri hópsýkingar eða faraldur hér innanlands. Ef við vinnum þetta svona þá held ég að við ættum að geta kæft þetta í byrjun.“ Þórólfur biðlar til fólks að passa upp á einstaklingsbundnar sýkingarvarnir. „Ég vil biðja fólk að passa sig gríðarlega vel. Ef fólk er að veikjast. Hafa þá samband við heilbrigðiskerfið, halda sig heima. Vera ekki innan um aðra,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Frjálsíþróttakeppandi með veiruna - Meistaramótið fer fram um helgina Á þriðja tug einstaklinga eru komnir í sóttkví eftir að þátttakandi á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 15-22 ára, um síðustu helgi greindist með kórónuveiruna. 24. júlí 2020 11:28 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Tvö innanlandssmit greindust á landinu í gær í tveimur aðgreindum málum. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist síðan 2. júlí og er möguleiki á hópsýkingu. Unnið er að smitrakningu. Báðir einstaklingar sem greindust í gær eru með einkenni og komnir í einangrun. Í öðru málinu hafa nokkrir verið settir í fjórtán daga sóttkví en á þriðja tug í hinu málinu. Þar hafði einstaklingur tekið þátt í frjálsíþróttamóti í Hafnafirði um síðustu helgi og stendur smitrakning enn yfir. Einstaklingarnir þrjátíu teljast í hááhættu. Yfir 200 keppendur voru skráðir á mótið samkvæmt Frey Ólafssyni, formanni Frjálsíþróttasambands Íslands. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist hér á landi síðan þann 2. júlí, en smitin tvö tengjast ekki. „Það hafa ekki verið að greinast innanlandssmit, síðasta smitið greindist hér 2. júli og var það í tengslum við einstakling sem var að koma erlendis frá. Við getum ekki rakið þessi smit til smita erlendis frá þannig sú vinna er í gangi,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Ekki er vitað hver upprunarlegur smitberi er. „En eru ekki allar líkur á því að smitið komi erlendis frá í ljósi þess að innanlandssmit hefur ekki grenist í svo langan tíma?“ „Jú mér finnst það mjög líklegt og það sýnir bara það að smit erlendis frá getur komið þó við séum að lágmarka áhættuna með þeim aðgerðum sem eru í gangi,“ sagði Þórólfur. Um hugsanlega hópsýkingu er að ræða. „Já það er alltaf möguleiki á því og ég held að við þurfum að vera undir það búin. Það kæmi mér ekki á óvart ef við fengum litlar hópsýkingar en ég tel mjög ólíklegt að við fáum einhverjar stærri hópsýkingar eða faraldur hér innanlands. Ef við vinnum þetta svona þá held ég að við ættum að geta kæft þetta í byrjun.“ Þórólfur biðlar til fólks að passa upp á einstaklingsbundnar sýkingarvarnir. „Ég vil biðja fólk að passa sig gríðarlega vel. Ef fólk er að veikjast. Hafa þá samband við heilbrigðiskerfið, halda sig heima. Vera ekki innan um aðra,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Frjálsíþróttakeppandi með veiruna - Meistaramótið fer fram um helgina Á þriðja tug einstaklinga eru komnir í sóttkví eftir að þátttakandi á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 15-22 ára, um síðustu helgi greindist með kórónuveiruna. 24. júlí 2020 11:28 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04
Frjálsíþróttakeppandi með veiruna - Meistaramótið fer fram um helgina Á þriðja tug einstaklinga eru komnir í sóttkví eftir að þátttakandi á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 15-22 ára, um síðustu helgi greindist með kórónuveiruna. 24. júlí 2020 11:28