Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2020 23:00 Guðbjörg hefur varið mark Íslands undanfarin ár. Vísir Guðbjörg Gunnarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, mætti í settið hjá Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum Pepsi Max Markanna í dag. Guðbjörg tók tvo gesti með sér en hún tók börnin sín – tvíburana William og Oliviu - með sér. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér neðst í fréttinni. Guðbjörg, eða einfaldlega Gugga eins og hún er nær alltaf kölluð, leikur með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni. Hún er hægt og rólega að auka æfingaálagið. „Ég er ekki byrjuð að æfa á fullu með liðinu. Ég er komin á markmannsæfingar með markmannsþjálfaranum og hann er að hjálpa mér að trappa mig svolítið upp. Svo er ég með einn sjúkraþjálfara, af þeim sem liðið er með, sem er búinn að vera mennta sig í því hvernig maður kemur til baka eftir barnsburð,“ sagði Gugga um endurkomu sína í boltann. Pepsi Max Mörkin í kvöld klukkan 20:00 á @St2Sport pic.twitter.com/nuVAyyVf2a— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) July 23, 2020 „Það er frekar óvanalegt í Svíþjóð að koma til baka eftir að eignast barn. Það er örfáir leikmenn sem hafa fætt börn og eru að spila. Yfirleitt eignast maður barn og hættir bara. Ég er mjög þakklát fyrir þann sjúkraþjálfara sem er að reyna koma mér í gang.“ Helena spurði Guðbjörgu hvort það væri mikill munur á að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli. „Ég hugsaði að þetta væri bara eins og einhver meiðsli. Ég tek þetta þannig. Þar veistu samt nákvæmlega hvað þú ert að fara út í. Ég hef nú lent í nokkrum meiðslum en þá veit ég nákvæmlega hvað ég get gert og hvað ég get ekki gert. Þetta er hins vegar frekar nýtt. Maður þarf að hlusta á líkamann. Má ég bara ýta mér á ystu mörk, ég veit það ekki alveg.“ Gugga er samningsbundin Djurgården þangað til í lok árs og er óvíst hvað tekur við í kjölfarið. Hún hefur verið í atvinnumennsku síðan árið 2008. „Það er meira raunhæft að ég spili á næsta ári en nú erum við til dæmis með tvo góða markmenn og það er ekki raunhæft að ég labbi inn í liðið þegar ég er orðin frísk. Ég vill vera komin á mitt getustig þegar ég byrja að spila. Þú vilt ekki vera inn á vellinum og vera ekki í standi. Ég er líkamlega komin í nokkuð gott stand þó ég segi sjálf frá en það vantar auðvitað upp á tímasetningu og fótavinnu. Það kemur bara þegar maður byrjar að spila.“ Að lokum var Gugga spurð í landsliðið en hún hefur varið mark Íslands undanfarin ár. Alls á hún 64 landsleiki að baki. „Fyrst var ég mjög mikið að hugsa út í það. Sérstaklega því við erum með Svíum í riðli. Mér finnst hrikalegt að missa af því. Síðast þegar við mættum þeim í keppnisleik var á EM 2013 þegar þær stútuðu okkur og það situr enn í mér. Klippa: Guðbjörg ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-mörkin Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, mætti í settið hjá Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum Pepsi Max Markanna í dag. Guðbjörg tók tvo gesti með sér en hún tók börnin sín – tvíburana William og Oliviu - með sér. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér neðst í fréttinni. Guðbjörg, eða einfaldlega Gugga eins og hún er nær alltaf kölluð, leikur með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni. Hún er hægt og rólega að auka æfingaálagið. „Ég er ekki byrjuð að æfa á fullu með liðinu. Ég er komin á markmannsæfingar með markmannsþjálfaranum og hann er að hjálpa mér að trappa mig svolítið upp. Svo er ég með einn sjúkraþjálfara, af þeim sem liðið er með, sem er búinn að vera mennta sig í því hvernig maður kemur til baka eftir barnsburð,“ sagði Gugga um endurkomu sína í boltann. Pepsi Max Mörkin í kvöld klukkan 20:00 á @St2Sport pic.twitter.com/nuVAyyVf2a— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) July 23, 2020 „Það er frekar óvanalegt í Svíþjóð að koma til baka eftir að eignast barn. Það er örfáir leikmenn sem hafa fætt börn og eru að spila. Yfirleitt eignast maður barn og hættir bara. Ég er mjög þakklát fyrir þann sjúkraþjálfara sem er að reyna koma mér í gang.“ Helena spurði Guðbjörgu hvort það væri mikill munur á að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli. „Ég hugsaði að þetta væri bara eins og einhver meiðsli. Ég tek þetta þannig. Þar veistu samt nákvæmlega hvað þú ert að fara út í. Ég hef nú lent í nokkrum meiðslum en þá veit ég nákvæmlega hvað ég get gert og hvað ég get ekki gert. Þetta er hins vegar frekar nýtt. Maður þarf að hlusta á líkamann. Má ég bara ýta mér á ystu mörk, ég veit það ekki alveg.“ Gugga er samningsbundin Djurgården þangað til í lok árs og er óvíst hvað tekur við í kjölfarið. Hún hefur verið í atvinnumennsku síðan árið 2008. „Það er meira raunhæft að ég spili á næsta ári en nú erum við til dæmis með tvo góða markmenn og það er ekki raunhæft að ég labbi inn í liðið þegar ég er orðin frísk. Ég vill vera komin á mitt getustig þegar ég byrja að spila. Þú vilt ekki vera inn á vellinum og vera ekki í standi. Ég er líkamlega komin í nokkuð gott stand þó ég segi sjálf frá en það vantar auðvitað upp á tímasetningu og fótavinnu. Það kemur bara þegar maður byrjar að spila.“ Að lokum var Gugga spurð í landsliðið en hún hefur varið mark Íslands undanfarin ár. Alls á hún 64 landsleiki að baki. „Fyrst var ég mjög mikið að hugsa út í það. Sérstaklega því við erum með Svíum í riðli. Mér finnst hrikalegt að missa af því. Síðast þegar við mættum þeim í keppnisleik var á EM 2013 þegar þær stútuðu okkur og það situr enn í mér. Klippa: Guðbjörg ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-mörkin Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti