Landsliðsmarkvörðurinn ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2020 23:00 Guðbjörg hefur varið mark Íslands undanfarin ár. Vísir Guðbjörg Gunnarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, mætti í settið hjá Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum Pepsi Max Markanna í dag. Guðbjörg tók tvo gesti með sér en hún tók börnin sín – tvíburana William og Oliviu - með sér. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér neðst í fréttinni. Guðbjörg, eða einfaldlega Gugga eins og hún er nær alltaf kölluð, leikur með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni. Hún er hægt og rólega að auka æfingaálagið. „Ég er ekki byrjuð að æfa á fullu með liðinu. Ég er komin á markmannsæfingar með markmannsþjálfaranum og hann er að hjálpa mér að trappa mig svolítið upp. Svo er ég með einn sjúkraþjálfara, af þeim sem liðið er með, sem er búinn að vera mennta sig í því hvernig maður kemur til baka eftir barnsburð,“ sagði Gugga um endurkomu sína í boltann. Pepsi Max Mörkin í kvöld klukkan 20:00 á @St2Sport pic.twitter.com/nuVAyyVf2a— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) July 23, 2020 „Það er frekar óvanalegt í Svíþjóð að koma til baka eftir að eignast barn. Það er örfáir leikmenn sem hafa fætt börn og eru að spila. Yfirleitt eignast maður barn og hættir bara. Ég er mjög þakklát fyrir þann sjúkraþjálfara sem er að reyna koma mér í gang.“ Helena spurði Guðbjörgu hvort það væri mikill munur á að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli. „Ég hugsaði að þetta væri bara eins og einhver meiðsli. Ég tek þetta þannig. Þar veistu samt nákvæmlega hvað þú ert að fara út í. Ég hef nú lent í nokkrum meiðslum en þá veit ég nákvæmlega hvað ég get gert og hvað ég get ekki gert. Þetta er hins vegar frekar nýtt. Maður þarf að hlusta á líkamann. Má ég bara ýta mér á ystu mörk, ég veit það ekki alveg.“ Gugga er samningsbundin Djurgården þangað til í lok árs og er óvíst hvað tekur við í kjölfarið. Hún hefur verið í atvinnumennsku síðan árið 2008. „Það er meira raunhæft að ég spili á næsta ári en nú erum við til dæmis með tvo góða markmenn og það er ekki raunhæft að ég labbi inn í liðið þegar ég er orðin frísk. Ég vill vera komin á mitt getustig þegar ég byrja að spila. Þú vilt ekki vera inn á vellinum og vera ekki í standi. Ég er líkamlega komin í nokkuð gott stand þó ég segi sjálf frá en það vantar auðvitað upp á tímasetningu og fótavinnu. Það kemur bara þegar maður byrjar að spila.“ Að lokum var Gugga spurð í landsliðið en hún hefur varið mark Íslands undanfarin ár. Alls á hún 64 landsleiki að baki. „Fyrst var ég mjög mikið að hugsa út í það. Sérstaklega því við erum með Svíum í riðli. Mér finnst hrikalegt að missa af því. Síðast þegar við mættum þeim í keppnisleik var á EM 2013 þegar þær stútuðu okkur og það situr enn í mér. Klippa: Guðbjörg ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-mörkin Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, mætti í settið hjá Helenu Ólafsdóttur og sérfræðingum Pepsi Max Markanna í dag. Guðbjörg tók tvo gesti með sér en hún tók börnin sín – tvíburana William og Oliviu - með sér. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér neðst í fréttinni. Guðbjörg, eða einfaldlega Gugga eins og hún er nær alltaf kölluð, leikur með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni. Hún er hægt og rólega að auka æfingaálagið. „Ég er ekki byrjuð að æfa á fullu með liðinu. Ég er komin á markmannsæfingar með markmannsþjálfaranum og hann er að hjálpa mér að trappa mig svolítið upp. Svo er ég með einn sjúkraþjálfara, af þeim sem liðið er með, sem er búinn að vera mennta sig í því hvernig maður kemur til baka eftir barnsburð,“ sagði Gugga um endurkomu sína í boltann. Pepsi Max Mörkin í kvöld klukkan 20:00 á @St2Sport pic.twitter.com/nuVAyyVf2a— Bára K. Rúnarsdóttir (@bararunars) July 23, 2020 „Það er frekar óvanalegt í Svíþjóð að koma til baka eftir að eignast barn. Það er örfáir leikmenn sem hafa fætt börn og eru að spila. Yfirleitt eignast maður barn og hættir bara. Ég er mjög þakklát fyrir þann sjúkraþjálfara sem er að reyna koma mér í gang.“ Helena spurði Guðbjörgu hvort það væri mikill munur á að koma til baka eftir barnsburð eða erfið meiðsli. „Ég hugsaði að þetta væri bara eins og einhver meiðsli. Ég tek þetta þannig. Þar veistu samt nákvæmlega hvað þú ert að fara út í. Ég hef nú lent í nokkrum meiðslum en þá veit ég nákvæmlega hvað ég get gert og hvað ég get ekki gert. Þetta er hins vegar frekar nýtt. Maður þarf að hlusta á líkamann. Má ég bara ýta mér á ystu mörk, ég veit það ekki alveg.“ Gugga er samningsbundin Djurgården þangað til í lok árs og er óvíst hvað tekur við í kjölfarið. Hún hefur verið í atvinnumennsku síðan árið 2008. „Það er meira raunhæft að ég spili á næsta ári en nú erum við til dæmis með tvo góða markmenn og það er ekki raunhæft að ég labbi inn í liðið þegar ég er orðin frísk. Ég vill vera komin á mitt getustig þegar ég byrja að spila. Þú vilt ekki vera inn á vellinum og vera ekki í standi. Ég er líkamlega komin í nokkuð gott stand þó ég segi sjálf frá en það vantar auðvitað upp á tímasetningu og fótavinnu. Það kemur bara þegar maður byrjar að spila.“ Að lokum var Gugga spurð í landsliðið en hún hefur varið mark Íslands undanfarin ár. Alls á hún 64 landsleiki að baki. „Fyrst var ég mjög mikið að hugsa út í það. Sérstaklega því við erum með Svíum í riðli. Mér finnst hrikalegt að missa af því. Síðast þegar við mættum þeim í keppnisleik var á EM 2013 þegar þær stútuðu okkur og það situr enn í mér. Klippa: Guðbjörg ætlaði að tækla óléttuna eins og meiðsli
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-mörkin Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki