Kaupmáttur launa aldrei hærri Andri Eysteinsson skrifar 23. júlí 2020 19:56 Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri en kemur líklega til með að dragast saman á næstunni að mati hagfræðings. Stjórnendur fyrirtækja gætu séð hag í því að segja upp kjarasamningum þar sem margar forsendur séu brostnar. Vinnuveitendur hafi þó sýnt að þeir vilji halda friðinn á vinnumarkaði. Verðbólga milli aprílmánaða 2019 og 2020 var 2,2% og hækkun launavísitölu 6,7% á sama tímabili. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir að þetta geri það að verkum að kaupmáttaraukning hefur aldrei mælst hærri en í apríl. „Kaupmáttur hefur aldrei verið meiri heldur en þessa dagana. Hann tók stökk upp á við í apríl, bæði vegna kjarasamninga opinberra starfsmanna og almennra launahækkana á markaðnum vegna kjarasamninga. Þá tók kaupmátturinn gott stökk upp á við og hefur hangið þar síðan, segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. „Hann á auðvitað eftir að lækka þegar líður á árið þar sem við eigum ekki von á miklum launabreytingum fyrr en eftir áramót.“ Margar stéttir hafa undirritað kjarasamninga undanfarna mánuði og allt að ár aftur í tímann og kemur til endurskoðunar flestra þeirra í september. „Þetta eru samningar sem eru orðnir rúmlega árs gamlir. Það er eins og gerist oft, endurskoðun sem þarf að klárast fyrir ákveðinn tíma. Hún þarf að klárast fyrir lok september. Þá kemur í ljóst hvort þetta haldi áfram eða verði sagt upp,“ sagði Ari. Hann segir að minnkandi eftirspurn vegna kórónuveirufaraldursins geti hins vegar haft áhrif á afstöðu atvinnurekenda til kjarasamningana. „Upp að janúar á næsta ári þegar að breytingarnar verða álíka miklar og var í apríl á þessu ári. Einhverjir munu koma til með að hugsa í þá áttina, það er ekkert hægt að útiloka það. Yfirleitt er það nú þannig að atvinnurekendur á Íslandi gefa yfirleitt mikið fyrir að hafa frið á markaðnum,“ sagði Ari Skúlason hagfræðingur. Markaðir Efnahagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira
Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri en kemur líklega til með að dragast saman á næstunni að mati hagfræðings. Stjórnendur fyrirtækja gætu séð hag í því að segja upp kjarasamningum þar sem margar forsendur séu brostnar. Vinnuveitendur hafi þó sýnt að þeir vilji halda friðinn á vinnumarkaði. Verðbólga milli aprílmánaða 2019 og 2020 var 2,2% og hækkun launavísitölu 6,7% á sama tímabili. Aðalhagfræðingur Landsbankans segir að þetta geri það að verkum að kaupmáttaraukning hefur aldrei mælst hærri en í apríl. „Kaupmáttur hefur aldrei verið meiri heldur en þessa dagana. Hann tók stökk upp á við í apríl, bæði vegna kjarasamninga opinberra starfsmanna og almennra launahækkana á markaðnum vegna kjarasamninga. Þá tók kaupmátturinn gott stökk upp á við og hefur hangið þar síðan, segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. „Hann á auðvitað eftir að lækka þegar líður á árið þar sem við eigum ekki von á miklum launabreytingum fyrr en eftir áramót.“ Margar stéttir hafa undirritað kjarasamninga undanfarna mánuði og allt að ár aftur í tímann og kemur til endurskoðunar flestra þeirra í september. „Þetta eru samningar sem eru orðnir rúmlega árs gamlir. Það er eins og gerist oft, endurskoðun sem þarf að klárast fyrir ákveðinn tíma. Hún þarf að klárast fyrir lok september. Þá kemur í ljóst hvort þetta haldi áfram eða verði sagt upp,“ sagði Ari. Hann segir að minnkandi eftirspurn vegna kórónuveirufaraldursins geti hins vegar haft áhrif á afstöðu atvinnurekenda til kjarasamningana. „Upp að janúar á næsta ári þegar að breytingarnar verða álíka miklar og var í apríl á þessu ári. Einhverjir munu koma til með að hugsa í þá áttina, það er ekkert hægt að útiloka það. Yfirleitt er það nú þannig að atvinnurekendur á Íslandi gefa yfirleitt mikið fyrir að hafa frið á markaðnum,“ sagði Ari Skúlason hagfræðingur.
Markaðir Efnahagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Sjá meira