Dr. Gunni biðst afsökunar á fjórtán ára grein um íslensk krummaskuð Jakob Bjarnar skrifar 24. júlí 2020 10:00 Mennirnir á bak við hinn óvirðulega featsure sem birtist í Fréttablaðinu árið 2006. Jón Kaldal ritstjóri segir að mikið annríki hafi verið við símsvörun í kjölfar birtingar greinarinnar og Dr. Gunni biðst afsökunar. Upphlaupið sem hefur orðið vegna ummæla sem leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir í leikhópnum Lotta lét falla um Kópasker og Raufarhöfn, sem mætt var af mikilli hörku með svæsnum hótunum, hefur verið til tals á samfélagsmiðlum. Jón Kaldal, fyrrverandi ritstjóri á Fréttablaðinu, rifjar upp að varhugavert getur reynst að strjúka landsbyggðafólki öfugt. „Í nóvember 2006 fékk Dr. Gunni hóp álitsgjafa til að velja „Mestu krummaskuð Íslands“ fyrir grein í Fréttablaðinu,“ segir Jón á Twittersíðu sinni og birtir skjáskot af greininni. Í nóvember 2006 fékk @drgunni hóp álitsgjafa til að velja Mestu krummaskuð Íslands fyrir grein í Fréttablaðinu. Birtingardaginn bárust margar innhringingar á ritstjórnina og erindið var ekki að þakka fyrir efnistökin. Á listanum eru meðal annars Garðabær og Raufarhöfn. pic.twitter.com/DI9UbU9ayM— Jón Kaldal (@jonkaldal) July 22, 2020 Jón segir að þann dag hafi margar innhringingar borist á ritstjórnina. „Og erindið var ekki að þakka fyrir efnistökin,“ segir Jón og bendir á að á lista hafi komist meðal annars Garðabær og Raufarhöfn. Annríki á blaðinu við símsvörðun Dr. Gunni – Gunnar Lárus Hjálmarsson – sem þá var blaðamaður á Fréttablaðinu var fljótur til og lýsir því yfir afdráttarlaust að honum þyki þetta miður. Hann vill greinilega ekki eiga reiði landsbyggðarfólks yfir höfði sér. „Mjög brútal grein, sorry!“ segir hann í athugasemd við Twitterfærslu Jóns. Greinin lagðist fremur illa í margan landsbyggðarmanninn og þá sem vildu taka þá þykkju upp fyrir hönd dreifbýlisfólks. En munurinn er sá að þá voru Íslendingar enn ekki komnir upp á bragðið með að lýsa yfir vanþóknun sinni opinberlega á samfélagsmiðlum. „Einn annríkasti dagur sem ég man eftir við símsvörun á Fréttablaðsárunum. Greinin stendur merkilega vel enn fyrir sínu,“ segir Jón. Í inngangi gerir höfundur hvað hann gerir til að opna augu lesenda fyrir því að hér sé um græskulaust gaman að ræða. „Stundum er sagt að í landinu búi tvær þjóðir: Reykjavíkurpakk sem borðar snakk og stolt en kveinandi landsbyggðarlið. Í könnun í Fréttablaðinu nýlega kom fram að Akureyri þyki fallegasti bær landsins. Nú snúum við dæminu við. Spyrjum nokkrar cappuccino-sötrandi miðbæjarrottur hvert sé mesta krummaskuð landsins.“ En allt kom fyrir ekki, margir tóku þessu uppátæki óstinnt upp. Munurinn er sá að þá var engum samfélagsmiðlum til að dreifa. Fábreytni og doði Dr. Gunni rekur það hvað einkenni hið íslenska krummaskuð; fámenni, fábreytni og doði, jafnvel vondir straumar, skrifar Dr. Gunni og vísar til álitsgjafa sinna sem voru alls tuttugu talsins. Atkvæðin dreifðust mjög en „sigurvegari“ reyndist Reyðarfjörður. En öðru sætinu deildu Bolungarvík, Eyrarbakki, Garðabær, Grenivík, Höfn í Hornafirði, Keflavík og Vestmannaeyjar og … Raufarhöfn. Álitsgjafarnir voru úr ýmsum áttum en aðallega þó úr 101. Óvíst er að þeir myndu voga sér að tala jafn fjálglega nú um þorp á Íslandi og þau gerðu árið 2006. En Gunni hefur svellkaldur eftir einum álitsgjafanum: „Þarna er hótelið eins og frystihús. Mig minnir að það sé gluggalaust. Kemst seint á póstkort.“ Alls voru 23 staðir nefndir og þeim lýst heldur óvirðulega. Álitsgjafarnir voru svo af ýmsu tagi en flesta má líkast til kenna við póstnúmerið 101, eins og reyndar greinarhöfundur tók skilmerkilega fram í inngangsorðum. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ætlar að kæra hótanir um ofbeldi og nauðgun til lögreglu Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni er hótað ofbeldi og jafnvel lífláti. 22. júlí 2020 09:05 „Fari þessi leikhópur til andskotans“ Leikhópnum Lottu tókst að móðga landsbyggðarfólk svo mjög að nú er hvatt til sniðgöngu. Sveitarstjórinn vill lempa mál. 20. júlí 2020 11:23 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Upphlaupið sem hefur orðið vegna ummæla sem leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir í leikhópnum Lotta lét falla um Kópasker og Raufarhöfn, sem mætt var af mikilli hörku með svæsnum hótunum, hefur verið til tals á samfélagsmiðlum. Jón Kaldal, fyrrverandi ritstjóri á Fréttablaðinu, rifjar upp að varhugavert getur reynst að strjúka landsbyggðafólki öfugt. „Í nóvember 2006 fékk Dr. Gunni hóp álitsgjafa til að velja „Mestu krummaskuð Íslands“ fyrir grein í Fréttablaðinu,“ segir Jón á Twittersíðu sinni og birtir skjáskot af greininni. Í nóvember 2006 fékk @drgunni hóp álitsgjafa til að velja Mestu krummaskuð Íslands fyrir grein í Fréttablaðinu. Birtingardaginn bárust margar innhringingar á ritstjórnina og erindið var ekki að þakka fyrir efnistökin. Á listanum eru meðal annars Garðabær og Raufarhöfn. pic.twitter.com/DI9UbU9ayM— Jón Kaldal (@jonkaldal) July 22, 2020 Jón segir að þann dag hafi margar innhringingar borist á ritstjórnina. „Og erindið var ekki að þakka fyrir efnistökin,“ segir Jón og bendir á að á lista hafi komist meðal annars Garðabær og Raufarhöfn. Annríki á blaðinu við símsvörðun Dr. Gunni – Gunnar Lárus Hjálmarsson – sem þá var blaðamaður á Fréttablaðinu var fljótur til og lýsir því yfir afdráttarlaust að honum þyki þetta miður. Hann vill greinilega ekki eiga reiði landsbyggðarfólks yfir höfði sér. „Mjög brútal grein, sorry!“ segir hann í athugasemd við Twitterfærslu Jóns. Greinin lagðist fremur illa í margan landsbyggðarmanninn og þá sem vildu taka þá þykkju upp fyrir hönd dreifbýlisfólks. En munurinn er sá að þá voru Íslendingar enn ekki komnir upp á bragðið með að lýsa yfir vanþóknun sinni opinberlega á samfélagsmiðlum. „Einn annríkasti dagur sem ég man eftir við símsvörun á Fréttablaðsárunum. Greinin stendur merkilega vel enn fyrir sínu,“ segir Jón. Í inngangi gerir höfundur hvað hann gerir til að opna augu lesenda fyrir því að hér sé um græskulaust gaman að ræða. „Stundum er sagt að í landinu búi tvær þjóðir: Reykjavíkurpakk sem borðar snakk og stolt en kveinandi landsbyggðarlið. Í könnun í Fréttablaðinu nýlega kom fram að Akureyri þyki fallegasti bær landsins. Nú snúum við dæminu við. Spyrjum nokkrar cappuccino-sötrandi miðbæjarrottur hvert sé mesta krummaskuð landsins.“ En allt kom fyrir ekki, margir tóku þessu uppátæki óstinnt upp. Munurinn er sá að þá var engum samfélagsmiðlum til að dreifa. Fábreytni og doði Dr. Gunni rekur það hvað einkenni hið íslenska krummaskuð; fámenni, fábreytni og doði, jafnvel vondir straumar, skrifar Dr. Gunni og vísar til álitsgjafa sinna sem voru alls tuttugu talsins. Atkvæðin dreifðust mjög en „sigurvegari“ reyndist Reyðarfjörður. En öðru sætinu deildu Bolungarvík, Eyrarbakki, Garðabær, Grenivík, Höfn í Hornafirði, Keflavík og Vestmannaeyjar og … Raufarhöfn. Álitsgjafarnir voru úr ýmsum áttum en aðallega þó úr 101. Óvíst er að þeir myndu voga sér að tala jafn fjálglega nú um þorp á Íslandi og þau gerðu árið 2006. En Gunni hefur svellkaldur eftir einum álitsgjafanum: „Þarna er hótelið eins og frystihús. Mig minnir að það sé gluggalaust. Kemst seint á póstkort.“ Alls voru 23 staðir nefndir og þeim lýst heldur óvirðulega. Álitsgjafarnir voru svo af ýmsu tagi en flesta má líkast til kenna við póstnúmerið 101, eins og reyndar greinarhöfundur tók skilmerkilega fram í inngangsorðum.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ætlar að kæra hótanir um ofbeldi og nauðgun til lögreglu Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni er hótað ofbeldi og jafnvel lífláti. 22. júlí 2020 09:05 „Fari þessi leikhópur til andskotans“ Leikhópnum Lottu tókst að móðga landsbyggðarfólk svo mjög að nú er hvatt til sniðgöngu. Sveitarstjórinn vill lempa mál. 20. júlí 2020 11:23 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Ætlar að kæra hótanir um ofbeldi og nauðgun til lögreglu Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir hefur fengið skilaboð á samfélagsmiðlum þar sem henni er hótað ofbeldi og jafnvel lífláti. 22. júlí 2020 09:05
„Fari þessi leikhópur til andskotans“ Leikhópnum Lottu tókst að móðga landsbyggðarfólk svo mjög að nú er hvatt til sniðgöngu. Sveitarstjórinn vill lempa mál. 20. júlí 2020 11:23
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent