Ráðleggingar nútímans svipaðar sóttvörnum fyrri tíma Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. júlí 2020 20:09 Frá fimmtándu öld hafa sex skæðar farsóttir geisað hér á landi en í þeirri verstu er talið að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Íslendingar byrjuðu þó ekki að stunda sóttvarnir fyrr en í byrjun tuttugustu aldar þegar þeim var sagt að hætta að mynnast við, eða kyssast á munninn. Til eru heimildir um áhrif farsótta hér á landi frá árinu 1402, þegar svarti dauði reið fyrst yfir og svo aftur á seinni hluta 15. aldar. Samtals er talið að allt að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Bólusótt gekk svo yfir landið í byrjun 18. aldar og mislingar á þeirri 19. Berklar voru skæðir og féllu um 150 manns árlega hér á landi þar til bóluefni fannst og þá féllu um 500 manns þegar spænka veikin kom til landsins fyrir hartnær hundrað árum. Sérfræðingur á Þjóðminjasafninu segir að oft hafi farsóttir komið eftir miklar náttúruhamfarir. Þó nokkrar farsóttir hafa gengið yfir þjóðina.Stöð 2 „Þegar það er skortur á næringu þá virðist vera að ónæmiskerfi fólks sé veikara fyrir. Þá fellur það frekar úr þessum farsóttum,“ segir Karólína Ósk Þórsdóttir, sérfræðingur hjá Þjóðminjasafninu. Sóttvarnir voru lítt þekktar. „Hérna höfum við lítið rúnakefli,“ segir Karólína og bendir fréttamanni á safnmun. „Á því er rist með rúnastafrófi latnesk töfraþula.“ Á keflinu stendur Sator Apora Tenet opera Rotas sem er merkingaleysa en það er sama hvort hún snýr fram eða aftur upp eða niður alltaf er hún eins. Það er svo farið að hugsa út í sóttvarnir þegar spænska veikin ríður yfir og fólk er beðið um að hætta að kyssast á munninn þegar það hittist. „Þá var brýnt fyrir fólki að hafa meira hreinlæti og fólki var sagt að hrækja ekki á gólf, eins og var algengt þá. Fólk var líka beðið um að minnka að kyssa hvort annað, þá var landlæg hefð að fólk kysstist þegar það hittist og það var kallað að mynnast við.“ Þá hafi líka verið farið fram á ferðatakmarkanir milli landsvæða eins og í dag og fleira sé líkt. „Halda meiri fjarlægð á milli fólks. Fyrirmælin sem við höfum fengið um að halda tveggja metra fjarlægð og að taka ekki í höndina á hvort öðru. Þetta er svona svipað og fyrirmælin sem fólk fékk þegar spænska veikin herjaði á Íslendinga,“ segir Karólína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Frá fimmtándu öld hafa sex skæðar farsóttir geisað hér á landi en í þeirri verstu er talið að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Íslendingar byrjuðu þó ekki að stunda sóttvarnir fyrr en í byrjun tuttugustu aldar þegar þeim var sagt að hætta að mynnast við, eða kyssast á munninn. Til eru heimildir um áhrif farsótta hér á landi frá árinu 1402, þegar svarti dauði reið fyrst yfir og svo aftur á seinni hluta 15. aldar. Samtals er talið að allt að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Bólusótt gekk svo yfir landið í byrjun 18. aldar og mislingar á þeirri 19. Berklar voru skæðir og féllu um 150 manns árlega hér á landi þar til bóluefni fannst og þá féllu um 500 manns þegar spænka veikin kom til landsins fyrir hartnær hundrað árum. Sérfræðingur á Þjóðminjasafninu segir að oft hafi farsóttir komið eftir miklar náttúruhamfarir. Þó nokkrar farsóttir hafa gengið yfir þjóðina.Stöð 2 „Þegar það er skortur á næringu þá virðist vera að ónæmiskerfi fólks sé veikara fyrir. Þá fellur það frekar úr þessum farsóttum,“ segir Karólína Ósk Þórsdóttir, sérfræðingur hjá Þjóðminjasafninu. Sóttvarnir voru lítt þekktar. „Hérna höfum við lítið rúnakefli,“ segir Karólína og bendir fréttamanni á safnmun. „Á því er rist með rúnastafrófi latnesk töfraþula.“ Á keflinu stendur Sator Apora Tenet opera Rotas sem er merkingaleysa en það er sama hvort hún snýr fram eða aftur upp eða niður alltaf er hún eins. Það er svo farið að hugsa út í sóttvarnir þegar spænska veikin ríður yfir og fólk er beðið um að hætta að kyssast á munninn þegar það hittist. „Þá var brýnt fyrir fólki að hafa meira hreinlæti og fólki var sagt að hrækja ekki á gólf, eins og var algengt þá. Fólk var líka beðið um að minnka að kyssa hvort annað, þá var landlæg hefð að fólk kysstist þegar það hittist og það var kallað að mynnast við.“ Þá hafi líka verið farið fram á ferðatakmarkanir milli landsvæða eins og í dag og fleira sé líkt. „Halda meiri fjarlægð á milli fólks. Fyrirmælin sem við höfum fengið um að halda tveggja metra fjarlægð og að taka ekki í höndina á hvort öðru. Þetta er svona svipað og fyrirmælin sem fólk fékk þegar spænska veikin herjaði á Íslendinga,“ segir Karólína
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira