„Fordæmalaus stigmögnun“ í deilu Bandaríkjanna og Kína Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júlí 2020 19:00 Kínversk stjórnvöld eru foxill eftir að Bandaríkjamenn skipuðu þeim að loka ræðisskrifstofu í borginni Houston. Bandaríska utanríkisráðuneytið greindi frá þessari ákvörðun og sagði nauðsynlega til að fyrirbyggja njósnir hugverkastuld. Í gær hafði dómsmálaráðuneytið sakað Kínverja um að standa að tölvuárásum á tilraunastofur sem þróa nú bóluefni við kórónuveirunni. Tveir kínverskir ríkisborgarar voru ákærðir í málinu, sagðir hafa notið aðstoðar fulltrúa hins opinbera. „Við búumst við því að Kommúnistaflokkur Kína hagi sér á ákveðinn hátt. Þegar flokksmenn gera það ekki grípum við til aðgerða til verndar Bandaríkjamönnum, þjóðaröryggi, hagkerfis okkar og störfum,“ sagði Mike Pompeo, bandaríski utanríkisráðherrann. Ræðisskrifstofa Kínverja í Houston er ein af fimm sem þeir reka í landinu, til viðbótar við sendiráðið í Washington. Ekki liggur fyrir hvers vegna athygli Bandaríkjastjórnar beinist nú að Houston. „Að undanförnu hafa Bandaríkjamenn ítrekað skellt skuldinni á Kína, smánað ríkið og ráðist á okkar kerfi að ástæðulausu. Þannig skapa Bandaríkin mikil vandræði fyrir kínverska diplómata og ræðismenn,“ sagði Wang Wenbin, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Bandaríkjamenn hefðu í þokkabót áreitt kínverska námsmenn í landinu. Þá væri ákvörðunin um að loka ræðisskrifstofunni fordæmalaus stigmögnun í deilu ríkjanna. Slökkvilið var kallað að ræðisskrifstofunni í nótt vegna eldsvoða. Fólk náðist á myndband á lóðinni fyrir utan við að henda pappírum í logandi tunnur. Óljóst er hvaða pappíra var verið að brenna, hver brenndu þá og hvers vegna. Kína Bandaríkin Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Kínversk stjórnvöld eru foxill eftir að Bandaríkjamenn skipuðu þeim að loka ræðisskrifstofu í borginni Houston. Bandaríska utanríkisráðuneytið greindi frá þessari ákvörðun og sagði nauðsynlega til að fyrirbyggja njósnir hugverkastuld. Í gær hafði dómsmálaráðuneytið sakað Kínverja um að standa að tölvuárásum á tilraunastofur sem þróa nú bóluefni við kórónuveirunni. Tveir kínverskir ríkisborgarar voru ákærðir í málinu, sagðir hafa notið aðstoðar fulltrúa hins opinbera. „Við búumst við því að Kommúnistaflokkur Kína hagi sér á ákveðinn hátt. Þegar flokksmenn gera það ekki grípum við til aðgerða til verndar Bandaríkjamönnum, þjóðaröryggi, hagkerfis okkar og störfum,“ sagði Mike Pompeo, bandaríski utanríkisráðherrann. Ræðisskrifstofa Kínverja í Houston er ein af fimm sem þeir reka í landinu, til viðbótar við sendiráðið í Washington. Ekki liggur fyrir hvers vegna athygli Bandaríkjastjórnar beinist nú að Houston. „Að undanförnu hafa Bandaríkjamenn ítrekað skellt skuldinni á Kína, smánað ríkið og ráðist á okkar kerfi að ástæðulausu. Þannig skapa Bandaríkin mikil vandræði fyrir kínverska diplómata og ræðismenn,“ sagði Wang Wenbin, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Bandaríkjamenn hefðu í þokkabót áreitt kínverska námsmenn í landinu. Þá væri ákvörðunin um að loka ræðisskrifstofunni fordæmalaus stigmögnun í deilu ríkjanna. Slökkvilið var kallað að ræðisskrifstofunni í nótt vegna eldsvoða. Fólk náðist á myndband á lóðinni fyrir utan við að henda pappírum í logandi tunnur. Óljóst er hvaða pappíra var verið að brenna, hver brenndu þá og hvers vegna.
Kína Bandaríkin Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira