Sterkari undirstöður komi í veg fyrir langtímavandræði Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júlí 2020 12:44 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. stöð 2 Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. Þrátt fyrir ágalla í upphafi er það hans mat að stjórnvöldum hafi tekist að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Íslendingar njóti þess að jafnframt að hafa haft dýpri vasa en mörg þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. Því sé þó ekki að neita að atvinnulífið hafi fengið harðan skell að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, ekki síst vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðaþjónustuna. Nú sé hins vegar aðeins farið að birta til í þeim efnum, „eins langt og það nær,“ segir Jón Bjarki og vísar þar til þess að ferðamenn séu farnir að koma aftur til landsins - en þó ennþá í minna mæli en fyrir faraldurinn. Ferðaviljinn sé að farinn að glæðast aftur meðal þjóða sem hefur gengið vel í baráttunni við veiruna og nefnir Jón Bjarki Þýskaland í því samhengi. Ekki þurfa „mikla breytingu í stemmningunni“ hjá 80 milljóna manna þjóð svo að það hefði teljandi áhrif á ferðamannageirann á Íslandi. Aðspurður hvað honum þyki um efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar segir Jón Bjarki það hafa verið mikilvægt hversu hratt var ráðist í þær - „því skellurinn kom svo snöggt.“ Því sé þó ekki að neita að ýmsir ágallar hafi verið á aðgerðunum; gagnrýni á hlutabótaleiðina, stuðning við uppsagnir starfsfólks og brúarlán hefur verið fyrirferðamest. Jón Bjarki segir að slíkt hökt við upphaf aðgerða sé ekki bundið við Ísland. Fleiri þjóðir hafi rekið sig á ágalla þegar þær þurftu að grípa til stórra aðgerða á skömmum tíma. Íslenskum stjórnvöldum hafi þó heilt yfir tekist ágætlega að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Njóti ávaxta hlutabótaleiðarinnar Hann nefnir sérstaklega hlutabótaleiðina og segir landsmenn njóta ávaxta af henni núna. Heimilin séu „flest hver ekki farin að finna að miklu marki fyrir tekjuskerðingu“ því úrræðið hafi brúað bilið hjá þeim sem hefðu annars misst vinnuna og tekjur. Fleiri fyrirtæki hefðu jafnframt þurft að loka hefði hlutabótarleiðarinnar ekki notið við að mati Jóns Bjarka, með tilheyrandi uppsögnum. Hann segir að sem „betur fer“ hafi stjórnvöld verið með töluvert dýpri vasa við upphaf faraldursins en mörg lönd í kringum okkur. Það sé dýrt að ráðast í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir - og „hér er verið að auka ríkisskuldir umtalsvert en sem betur fer í magni eða upphæðum sem eru viðráðanlegar,“ segir Jón Bjarki. Þar að auki geti hið opinbera nú fjármagnað sig með lánsfé á áður óþekktum kjörum. Sterkari undirstöður hafi gert Íslendingum kleift að verja mannauð og fjármununum í yfirstandandi þrengingar - „án þess að steypa okkur í veruleg langtímavandræði.“ Viðtal Bítisins við Jón Bjarka má heyra í heild hér að ofan. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að kostnaður af efnahagsaðgerðum íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirunnar sé ekki til þess fallinn að baka þjóðarbúinu langtímavandræði. Þrátt fyrir ágalla í upphafi er það hans mat að stjórnvöldum hafi tekist að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Íslendingar njóti þess að jafnframt að hafa haft dýpri vasa en mörg þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. Því sé þó ekki að neita að atvinnulífið hafi fengið harðan skell að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, ekki síst vegna áhrifa kórónuveirunnar á ferðaþjónustuna. Nú sé hins vegar aðeins farið að birta til í þeim efnum, „eins langt og það nær,“ segir Jón Bjarki og vísar þar til þess að ferðamenn séu farnir að koma aftur til landsins - en þó ennþá í minna mæli en fyrir faraldurinn. Ferðaviljinn sé að farinn að glæðast aftur meðal þjóða sem hefur gengið vel í baráttunni við veiruna og nefnir Jón Bjarki Þýskaland í því samhengi. Ekki þurfa „mikla breytingu í stemmningunni“ hjá 80 milljóna manna þjóð svo að það hefði teljandi áhrif á ferðamannageirann á Íslandi. Aðspurður hvað honum þyki um efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna veirunnar segir Jón Bjarki það hafa verið mikilvægt hversu hratt var ráðist í þær - „því skellurinn kom svo snöggt.“ Því sé þó ekki að neita að ýmsir ágallar hafi verið á aðgerðunum; gagnrýni á hlutabótaleiðina, stuðning við uppsagnir starfsfólks og brúarlán hefur verið fyrirferðamest. Jón Bjarki segir að slíkt hökt við upphaf aðgerða sé ekki bundið við Ísland. Fleiri þjóðir hafi rekið sig á ágalla þegar þær þurftu að grípa til stórra aðgerða á skömmum tíma. Íslenskum stjórnvöldum hafi þó heilt yfir tekist ágætlega að feta meðalveginn milli þess að grípa til myndarlegra aðgerða og að sóa peningum fyrirhyggjulítið. Njóti ávaxta hlutabótaleiðarinnar Hann nefnir sérstaklega hlutabótaleiðina og segir landsmenn njóta ávaxta af henni núna. Heimilin séu „flest hver ekki farin að finna að miklu marki fyrir tekjuskerðingu“ því úrræðið hafi brúað bilið hjá þeim sem hefðu annars misst vinnuna og tekjur. Fleiri fyrirtæki hefðu jafnframt þurft að loka hefði hlutabótarleiðarinnar ekki notið við að mati Jóns Bjarka, með tilheyrandi uppsögnum. Hann segir að sem „betur fer“ hafi stjórnvöld verið með töluvert dýpri vasa við upphaf faraldursins en mörg lönd í kringum okkur. Það sé dýrt að ráðast í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir - og „hér er verið að auka ríkisskuldir umtalsvert en sem betur fer í magni eða upphæðum sem eru viðráðanlegar,“ segir Jón Bjarki. Þar að auki geti hið opinbera nú fjármagnað sig með lánsfé á áður óþekktum kjörum. Sterkari undirstöður hafi gert Íslendingum kleift að verja mannauð og fjármununum í yfirstandandi þrengingar - „án þess að steypa okkur í veruleg langtímavandræði.“ Viðtal Bítisins við Jón Bjarka má heyra í heild hér að ofan.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Sjá meira