Icelandair vill semja við alla á næstu tíu dögum Stefán Ó. Jónsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 21. júlí 2020 06:42 Flugvél Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Gunnarsson Icelandair stefnir að því að klára samninga við fimmtán lánardrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann nú fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð. Þetta segir Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs félagsins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún segir horft til þess að semja við lánardrottna um lækkun afborgana en að auki sé rætt við stjórnvöld um skilmála lánalínu til þrautavara, ef fyrirhugað hlutafjárútboð dugir ekki til að bjarga félaginu. Eva segir að lánardrottnarnir sem Icelandair hafi átt í viðræðum við séu fimmtán talsins en um er að ræða leigusala, færsluhirða, lánveitendur og mótaðila vegna olíuvarna, að því er segir í blaðinu. Icelandair hefur náð samkomulagi við flugstéttir og flugvirkja um kjaraskerðingu, sem félagið sagðist vilja landa fyrir hlutafjárútboðið. Nýr kjarasamningur Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands var óvænt undirritaður aðfaranótt sunnudags, kynntur flugfreyjum í gær og félagsmenn greiða atkvæði um hann síðar í vikunni. Hlutabréfaverð í Icelandair hækkaði um næstum 9 prósent í Kauphöllinni í gær eftir að samningurinn við flugfreyjur lá fyrir. Virði félagsins er þó vart svipur hjá sjón, en hlutabréfaverð Icelandair í dag er einn áttundi af því sem það var fyrir tveimur árum síðan og einn tuttugasti af genginu í apríl 2016. Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vinna fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. 20. júlí 2020 18:54 Telur „engar líkur“ á að Icelandair fari í þrot Norskur flugrekstrarsérfræðingur telur að íslenska ríkið muni þurfa að eignast hlut í Icelandair. 20. júlí 2020 21:09 Segir verkalýðsforingja reyna að knésetja Icelandair Þorsteinn Víglundsson segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. 20. júlí 2020 20:29 Mest lesið Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Icelandair stefnir að því að klára samninga við fimmtán lánardrottna, stjórnvöld og Boeing flugvélaframleiðandann nú fyrir lok mánaðar áður en farið verður í hlutafjárútboð. Þetta segir Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs félagsins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hún segir horft til þess að semja við lánardrottna um lækkun afborgana en að auki sé rætt við stjórnvöld um skilmála lánalínu til þrautavara, ef fyrirhugað hlutafjárútboð dugir ekki til að bjarga félaginu. Eva segir að lánardrottnarnir sem Icelandair hafi átt í viðræðum við séu fimmtán talsins en um er að ræða leigusala, færsluhirða, lánveitendur og mótaðila vegna olíuvarna, að því er segir í blaðinu. Icelandair hefur náð samkomulagi við flugstéttir og flugvirkja um kjaraskerðingu, sem félagið sagðist vilja landa fyrir hlutafjárútboðið. Nýr kjarasamningur Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands var óvænt undirritaður aðfaranótt sunnudags, kynntur flugfreyjum í gær og félagsmenn greiða atkvæði um hann síðar í vikunni. Hlutabréfaverð í Icelandair hækkaði um næstum 9 prósent í Kauphöllinni í gær eftir að samningurinn við flugfreyjur lá fyrir. Virði félagsins er þó vart svipur hjá sjón, en hlutabréfaverð Icelandair í dag er einn áttundi af því sem það var fyrir tveimur árum síðan og einn tuttugasti af genginu í apríl 2016.
Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vinna fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. 20. júlí 2020 18:54 Telur „engar líkur“ á að Icelandair fari í þrot Norskur flugrekstrarsérfræðingur telur að íslenska ríkið muni þurfa að eignast hlut í Icelandair. 20. júlí 2020 21:09 Segir verkalýðsforingja reyna að knésetja Icelandair Þorsteinn Víglundsson segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. 20. júlí 2020 20:29 Mest lesið Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Vinna fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. 20. júlí 2020 18:54
Telur „engar líkur“ á að Icelandair fari í þrot Norskur flugrekstrarsérfræðingur telur að íslenska ríkið muni þurfa að eignast hlut í Icelandair. 20. júlí 2020 21:09
Segir verkalýðsforingja reyna að knésetja Icelandair Þorsteinn Víglundsson segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. 20. júlí 2020 20:29
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun