Telur „engar líkur“ á að Icelandair fari í þrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2020 21:09 Icelandair hefur, líkt og önnur flugfélög, verið í erfiðri stöðu undanfarið. Vísir/Vilhelm Hans Jørgen Elnæs, norskur sérfræðingur um flugrekstur, telur engar líkur á að Icelandair fari í þrot, þrátt fyrir þrönga stöðu á flugmarkaði sökum kórónuveirufaraldursins sem geisar nú um heiminn. Þetta kemur fram í viðtali Túrista.is við Elnæs. Í viðtalinu segir hann jákvætt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi undirritað nýja kjarasamninga. Þó hafi deilur félaganna valdið skaða innan félagsins, og telur að það muni taka tíma fyrir öll sár að gróa. Þá segist Elnæs, sem hefur oft verið fenginn til að tjá sig um flugrekstur í norrænum fjölmiðlum, ekki telja að Icelandair verði gjaldþrota, þrátt fyrir að flugrekstur víða um heim reynist nú erfiður vegna kórónuveirufaraldursins. Hann telji að ríkisstjórn Íslands muni gera allt sem þurfi til þess að styðja við bakið á fyrirtækinu, og vísar hann sérstaklega til mikilvægis fyrirtækisins fyrir Ísland. Þá bendir hann á að Icelandair sé þekkt vörumerki með gott orðspor og segist hann handviss um að ráðamenn hér á landi séu meðvitaðir um það. „Eyríki í miðju Atlantshafi getur heldur ekki tekið áhættuna hvað samgöngur varðar. Að setja allt sitt traust á erlend flugfélög sem Ísland hefur þá enga stjórn yfir er ekki skynsamlegt og ennþá eru áformin varðandi Play óljós,“ hefur Túristi eftir Elnæs. Ríkið eignist hlut í félaginu Hann segir þó að það stóra þjóðhagslega hlutverk sem félagið spilar gæti veikt samningsstöðu þess gagnvart kröfuhöfum sínum, birgjum, Boeing og fleiri aðilum, þar sem þeir hafi væntanlega ekki heldur trú á að félagið fari í þrot. Þá geri smæð flugfélagsins því erfiðara að endursemja um skuldbindingar sínar, þar sem Boeing, svo dæmi sé tekið, eigi í samningaviðræðum við mun stærri viðskiptavini en Icelandair. Þá segist Elnæs telja að íslenska ríkið komi á endanum til með að þurfa að kaupa sig inn í Icelandair og eignast meira en helming í félaginu. Ríkið þurfi þá að sitja á hlut sínum í fimm til sjö ár, eða þar til ljóst verði að félagið komist út úr þeim óróleika sem nú ríkir á flugmarkaði. Þannig yrðu bæði innanlands- og millilandaflugsamgöngur tryggðar. Hann segir þá að tryggja verði að félagið verði áfram undir stjórn Íslendinga, þegar ríkið kæmi til með að láta hlut sinn í félaginu. Þá segist Elnæs ekki telja að lán frá ríkinu væri rétta leiðin til þess að styrkja stöðu Icelandair. Með slíkum aðgerðum væri verið að bæta á skyldir félagsins á óvissutímum. Hér má nálgast viðtal Túrista við Elnæs. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira
Hans Jørgen Elnæs, norskur sérfræðingur um flugrekstur, telur engar líkur á að Icelandair fari í þrot, þrátt fyrir þrönga stöðu á flugmarkaði sökum kórónuveirufaraldursins sem geisar nú um heiminn. Þetta kemur fram í viðtali Túrista.is við Elnæs. Í viðtalinu segir hann jákvætt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi undirritað nýja kjarasamninga. Þó hafi deilur félaganna valdið skaða innan félagsins, og telur að það muni taka tíma fyrir öll sár að gróa. Þá segist Elnæs, sem hefur oft verið fenginn til að tjá sig um flugrekstur í norrænum fjölmiðlum, ekki telja að Icelandair verði gjaldþrota, þrátt fyrir að flugrekstur víða um heim reynist nú erfiður vegna kórónuveirufaraldursins. Hann telji að ríkisstjórn Íslands muni gera allt sem þurfi til þess að styðja við bakið á fyrirtækinu, og vísar hann sérstaklega til mikilvægis fyrirtækisins fyrir Ísland. Þá bendir hann á að Icelandair sé þekkt vörumerki með gott orðspor og segist hann handviss um að ráðamenn hér á landi séu meðvitaðir um það. „Eyríki í miðju Atlantshafi getur heldur ekki tekið áhættuna hvað samgöngur varðar. Að setja allt sitt traust á erlend flugfélög sem Ísland hefur þá enga stjórn yfir er ekki skynsamlegt og ennþá eru áformin varðandi Play óljós,“ hefur Túristi eftir Elnæs. Ríkið eignist hlut í félaginu Hann segir þó að það stóra þjóðhagslega hlutverk sem félagið spilar gæti veikt samningsstöðu þess gagnvart kröfuhöfum sínum, birgjum, Boeing og fleiri aðilum, þar sem þeir hafi væntanlega ekki heldur trú á að félagið fari í þrot. Þá geri smæð flugfélagsins því erfiðara að endursemja um skuldbindingar sínar, þar sem Boeing, svo dæmi sé tekið, eigi í samningaviðræðum við mun stærri viðskiptavini en Icelandair. Þá segist Elnæs telja að íslenska ríkið komi á endanum til með að þurfa að kaupa sig inn í Icelandair og eignast meira en helming í félaginu. Ríkið þurfi þá að sitja á hlut sínum í fimm til sjö ár, eða þar til ljóst verði að félagið komist út úr þeim óróleika sem nú ríkir á flugmarkaði. Þannig yrðu bæði innanlands- og millilandaflugsamgöngur tryggðar. Hann segir þá að tryggja verði að félagið verði áfram undir stjórn Íslendinga, þegar ríkið kæmi til með að láta hlut sinn í félaginu. Þá segist Elnæs ekki telja að lán frá ríkinu væri rétta leiðin til þess að styrkja stöðu Icelandair. Með slíkum aðgerðum væri verið að bæta á skyldir félagsins á óvissutímum. Hér má nálgast viðtal Túrista við Elnæs.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Sjá meira