Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2020 12:26 Trump og Wallace takast í hendur í sjónvarpskappræðum sem Wallace stýrði fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Wallace stýrir fréttaþætti á Fox News og er sonur Mike Wallace sem var lengi fréttamaður í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum. Vísir/Getty Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. Um klukkustundarlangt sjónvarpsviðtal Trump við Chris Wallace, fréttaþul Fox News, er eitt stærsta viðtal sem forsetinn hefur veitt í fleiri mánuði. Þrátt fyrir að Trump hafi farið með ýmis ósannindi sem hann endurtekur ítrekað í viðtalinu vakti frammistaða Wallace sérstaka eftirtekt því hann staldraði oft við og hrakti fullyrðingar forsetans. Trump brást ergilega við því á köflum. Trump laug því í viðtalinu að dánartíðni vegna nýs afbrigðis kórónuveiru í Bandaríkjunum væri sú lægsta í heiminum. Í raun er dánartíðnin sú áttunda versta miðað við fjölda staðfestra smita og sú þriðja versta á 100.000 íbúa, að sögn New York Times. Þegar Wallace sagði fullyrðingar Trump rangar bað forsetinn blaðafulltrúa sinn um að draga fram tölur sem áttu að styðja mál hans. Þegar viðtalið var sýnt á Fox gerði Wallace hlé til að útskýra fyrir áhorfendum að tölur frá Rússlandi og fleiri ríkjum þar sem ástandið er skárra en í Bandaríkjunum hafi ekki verið inni í gögnum Hvíta hússins. Fullyrti enn ranglega að skimun búi til smit Enn bar Trump fyrir sig að mikill fjöldi kórónuveirusmita í Bandaríkjunum sé aðeins afleiðing þess hversu mikil skimun fer fram. Wallace benti forsetanum á að þeim sem hafa greinst smitaðir hefur fjölgað mun meira en þeim sem eru skimaðir. Skimun hefur aukist um 37% en nýsmitum um 194%. „Mörg þessara tilfella eru ungt fólk sem batnar á einum degi. Þau fá nefrennsli og við skráum það sem skimun. Mörg þeirra, ekki gleyma, ég býst við eitthvað eins og 99,7%, er fólk sem batnar og í mörgum tilfellum batnar því mjög hratt,“ svaraði Trump þá. Ungt fólk á þrítugs- og fertugsaldri hefur síður lent á sjúkrahúsi en eldra fólk í faraldrinum. Margir hafa engu að síður veikst alvarlega og sumir látið lífið, að sögn Washington Post. Ýjaði forsetinn að því að ástæðan fyrir því að mun færri tilfelli greindust í Evrópu en í Bandaríkjunum væri sú að mögulega skimuðu Evrópuríki ekki fyrir veirunni eins og gert væri vestanhafs. Þegar Wallace gekk frekar á Trump um fjölgun smita í Bandaríkjunum brást forsetinn við með því að skella skuldinni á Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum seint í fyrra. Trump með Anthony Fauci. Hvíta húsið er sagt hafa ýtt Fauci að miklu leyti til hliðar þar sem hann hefur dregið upp dekkri mynd af hættunni af kórónuveirufaraldrinum en Trump hugnast.Vísir/EPA Efaðist um álit sérfræðinganna Wallace hermdi upp á Trump umdeilda yfirlýsingu hans frá upphafsdögum faraldursins um að veiran ætti á einhvern hátt eftir að „hverfa“ eins og dögg fyrir sólu. „Ég mun hafa rétt fyrir mér á endanum,“ sagði Trump sem ítrekaði þá skoðun sína að veiran ætti eftir að hverfa. „Hún mun hverfa og ég mun hafa rétt fyrir mér. Veistu hvers vegna? Vegna þess að ég hef haft rétt fyrir mér líklega oftar en nokkur annar,“ sagði Bandaríkjaforseti. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og helsti sóttvarnasérfræðingur ríkisstjórnar Trump, var enn skotspónn forsetans í viðtalinu. Fauci hefur undanfarið varað eindregnar við fjölgun nýrra smita og viðurkennt að viðbrögð bandarískra yfirvalda við faraldrinum hafi ekki verið nógu góð. Fyrir vikið hefur Hvíta húsið reynt að grafa undan trúverðugleika Fauci við fjölmiðla. Sakaði Trump lækninn um að vera „svolítinn hrakspámann“ og gagnrýndi hann fyrir að hafa verið andsnúinn ferðatakmörkunum á Kína í upphafi faraldursins og að hafa ekki mælt með almennri notkun á grímum. Fauci snerist hugur í báðum tilfellum þegar frekari gögn um eðli veirunnar lágu fyrir. Eins efaðist Trump um álit Roberts Redfield, forstjóra Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC), sem varaði við því nýlega að faraldurinn gæti versnað þegar flensutímabilið hefst í haust. „Ég veit það ekki og ég held að hann viti það ekki,“ sagði Trump. Gat ekki rökstutt ásökun á hendur Biden Þegar talið barst að forsetakosningunum í haust og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og væntanlegum mótframbjóðanda Trump fór forsetinn enn með staðlausa stafi. Wallace leyfði Trump þó ekki að ljúga um Biden mótbárulaust. Trump hélt því þannig ranglega fram að Biden vildi „taka lögregluna af fjárlögum“. Ein af kröfum mótmælenda sem hafa andæft lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í kjölfar dauða George Floyd í haldi lögreglu undanfarna mánuði hefur verið að skera niður fjárveitingar til lögreglu eða jafnvel leggja hana niður með öllu. Biden hefur ekki tekið undir slíkar kröfur þó að hann lýst skilningi og samúð með mótmælunum að öðru leyti. Wallace benti Trump á þá staðreynd og brást forsetinn enn við með að biðja aðstoðarmann um að koma með skjöl til að styðja mál sitt. „Virkilega? Það stendur leggja af, það stendur svipta fjárveitingum. Komum! Komið með stefnuskrána, takk fyrir,“ sagði Trump. Fletti Trump í gegnum stefnuskrá sem starfshópur Biden og Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans í forvali Demókrataflokksins, birti fyrr í þessum mánuði. Allt kom þó fyrir ekki og tókst Trump ekki að finna neitt sem studdi að Biden vildi svipta lögregluna fjárveitingum. Fox's Chris Wallace fact checks Trump and tells Trump that he's wrong to claim that Biden wants to defund the police. pic.twitter.com/arNNZb8K01— Kyle Griffin (@kylegriffin1) July 17, 2020 Skoðanakannanir benda til þess að Biden sé með afgerandi forskot á Trump á landsvísu. Staða Trump er skárri í lykilríkjum þar sem úrslit kosninganna munu að líkindum ráðast en horfur Biden eru einnig góðar þar. Trump gerði aftur á móti lítið úr því að staða hans væri veik í aðdraganda kosninganna og fullyrti að skoðanakannanirnar væru á einhvern hátt falskar. „Í fyrsta lagi þá er ég ekki að tapa vegna þess að þetta eru falskannanir. Þær voru falskar árið 2016 og nú eru þær jafnvel enn falskari. Kannanirnar voru miklu verri árið 2016,“ sagði Trump ranglega. Staða Trump gagnvart Biden nú er umtalsvert lakari en gegn Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans, árið 2016. Biden mælist með yfirburðafylgi yfir Trump í könnunum, stundum með tveggja stafa forskot á landsvísu. Enn eru þó um þrír og hálfur mánuður til kosninganna.Vísir/EPA Mynd af fíl á vitsmunaprófinu Trump og framboð hans til endurkjörs hafa reynt að sá efasemdum um andlegt ástand Biden og haldið því fram að fyrrverandi varaforsetinn, sem 77 ára gamall, þjáist af elliglöpum. Forsetinn, sem sjálfur er 74 ára gamall, hélt uppteknum hætti í Fox-viðtalinu. Þó að hann vildi ekki lýsa Biden sem elliærum fullyrti forsetinn að „Joe veit ekki að hann er á lífi“. Wallace benti Trump þá á að í skoðanakönnun Fox hafi fleiri borið traust til vitsmunalega burða Biden en hans. Vísaði forsetinn til prófs sem hann tók á dögunum og hann hefur stært sig af að hafa staðist með glæsibrag, læknum sínum að óvörum. Lýsti Trump prófinu sem afar erfiðu og skoraði á Biden að taka það líka. Wallace kom Trump þá á óvart með að segjast hafa tekið sama próf sem á að greina væg vitglöp. „Þetta er ekki erfiðasta prófið. Það var mynd í því þar sem sagði „hvað er þetta?“ og það var fíll,“ sagði Wallace um prófið. Forsetinn vísaði því á bug og sagði að um rangfærslur væri að ræða. Fyrstu spurningarnar væru auðveldar „en ég er viss um að þú gast ekki einu sinni svarað síðustu fimm spurningunum. Ég er viss um að þú gast það ekki. Þær verða mjög erfiðar síðustu fimm spurningarnar“ svaraði Trump. Samkvæmt Wallace gekk ein af síðustu spurningunum út á að telja niður frá hundrað með því að draga alltaf frá sjö. „Ég ábyrgist að Joe Biden gæti ekki svarað þessum spurningum og ég svaraði öllum 35 spurningum rétt,“ staðhæfði Trump. Trump var enn spurður út í fána Suðurríkjasambandsins sem margar stofnanir hafa bannað í kjölfar mótmæla gegn kerfislægri kynþáttahyggju. Lýsti hann stuðningi við tjáningarfrelsi þeirra sem veifa fánanum sem margir telja tákn kynþáttahyggju og þrælahalds. Lagði forsetinn fánann að jöfnu við slagorð svartra mótmælenda „Svört líf skipta máli“.Vísir/EPA Telur að úrslitum kosninganna verði „hagrætt“ Svör Trump varðandi hvort hann ætli sér að viðurkenna úrslit forsetakosninganna hafa vakið athygli. Forsetinn hefur um margra mánaða skeið haldið því fram að meiriháttar kosningasvik gætu farið fram í haust án þess að rökstyðja það frekar. Sérstaklega hefur Trump beint spjótum sínum að póstatkvæðum sem mörg ríki vilja nota í ríkari mæli til að draga úr áhættu á kórónuveirusmitum. Endurtók forsetinn kenningar sínar um að svik verði í tafli í haust. „Ég held að póstatkvæði eig eftir að hagræða úrslitum kosninganna. Ég geri það virkilega,“ sagði forsetinn sem hefur sjálfur greitt atkvæði með pósti. Varaði hann við að hann þyrfti að „sjá til“ hvort hann yndi niðurstöðunum. Framboð Biden brást við ummælunum með yfirlýsingu þar sem sagði að bandaríska þjóðin réði úrslitum kosninganna. „Bandaríkjastjórn er fullfær um að vísa óviðkomandi úr Hvíta húsinu,“ sagði í yfirlýsingunni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Trump gefur ekki upp hvort hann myndi taka tapi í kosningunum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar að staðfesta eða hafna því að hann muni taka tapi, komi til þess að hann vinni ekki bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember á þessu ári. 19. júlí 2020 20:21 Gagnrýna undirróður Hvíta hússins gegn sóttvarnasérfræðingi Lýðheilsusérfræðingar, vísindamenn og demókratar gagnrýna tilraunir Hvíta hússins til þess að grafa undan Anthony Fauci, helsta smitvarnasérfræðingi ríkisstjórnarinnar, í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. júlí 2020 12:05 Trump skiptir um kosningastjóra í skugga dvínandi vinsælda Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipta um kosningastjóra. Forsetinn hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og er sagður kenna fráfarandi kosningastjóranum um misheppnaðan kosningafund í Tulsa á dögunum. 16. júlí 2020 11:22 Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04 Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. Um klukkustundarlangt sjónvarpsviðtal Trump við Chris Wallace, fréttaþul Fox News, er eitt stærsta viðtal sem forsetinn hefur veitt í fleiri mánuði. Þrátt fyrir að Trump hafi farið með ýmis ósannindi sem hann endurtekur ítrekað í viðtalinu vakti frammistaða Wallace sérstaka eftirtekt því hann staldraði oft við og hrakti fullyrðingar forsetans. Trump brást ergilega við því á köflum. Trump laug því í viðtalinu að dánartíðni vegna nýs afbrigðis kórónuveiru í Bandaríkjunum væri sú lægsta í heiminum. Í raun er dánartíðnin sú áttunda versta miðað við fjölda staðfestra smita og sú þriðja versta á 100.000 íbúa, að sögn New York Times. Þegar Wallace sagði fullyrðingar Trump rangar bað forsetinn blaðafulltrúa sinn um að draga fram tölur sem áttu að styðja mál hans. Þegar viðtalið var sýnt á Fox gerði Wallace hlé til að útskýra fyrir áhorfendum að tölur frá Rússlandi og fleiri ríkjum þar sem ástandið er skárra en í Bandaríkjunum hafi ekki verið inni í gögnum Hvíta hússins. Fullyrti enn ranglega að skimun búi til smit Enn bar Trump fyrir sig að mikill fjöldi kórónuveirusmita í Bandaríkjunum sé aðeins afleiðing þess hversu mikil skimun fer fram. Wallace benti forsetanum á að þeim sem hafa greinst smitaðir hefur fjölgað mun meira en þeim sem eru skimaðir. Skimun hefur aukist um 37% en nýsmitum um 194%. „Mörg þessara tilfella eru ungt fólk sem batnar á einum degi. Þau fá nefrennsli og við skráum það sem skimun. Mörg þeirra, ekki gleyma, ég býst við eitthvað eins og 99,7%, er fólk sem batnar og í mörgum tilfellum batnar því mjög hratt,“ svaraði Trump þá. Ungt fólk á þrítugs- og fertugsaldri hefur síður lent á sjúkrahúsi en eldra fólk í faraldrinum. Margir hafa engu að síður veikst alvarlega og sumir látið lífið, að sögn Washington Post. Ýjaði forsetinn að því að ástæðan fyrir því að mun færri tilfelli greindust í Evrópu en í Bandaríkjunum væri sú að mögulega skimuðu Evrópuríki ekki fyrir veirunni eins og gert væri vestanhafs. Þegar Wallace gekk frekar á Trump um fjölgun smita í Bandaríkjunum brást forsetinn við með því að skella skuldinni á Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum seint í fyrra. Trump með Anthony Fauci. Hvíta húsið er sagt hafa ýtt Fauci að miklu leyti til hliðar þar sem hann hefur dregið upp dekkri mynd af hættunni af kórónuveirufaraldrinum en Trump hugnast.Vísir/EPA Efaðist um álit sérfræðinganna Wallace hermdi upp á Trump umdeilda yfirlýsingu hans frá upphafsdögum faraldursins um að veiran ætti á einhvern hátt eftir að „hverfa“ eins og dögg fyrir sólu. „Ég mun hafa rétt fyrir mér á endanum,“ sagði Trump sem ítrekaði þá skoðun sína að veiran ætti eftir að hverfa. „Hún mun hverfa og ég mun hafa rétt fyrir mér. Veistu hvers vegna? Vegna þess að ég hef haft rétt fyrir mér líklega oftar en nokkur annar,“ sagði Bandaríkjaforseti. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og helsti sóttvarnasérfræðingur ríkisstjórnar Trump, var enn skotspónn forsetans í viðtalinu. Fauci hefur undanfarið varað eindregnar við fjölgun nýrra smita og viðurkennt að viðbrögð bandarískra yfirvalda við faraldrinum hafi ekki verið nógu góð. Fyrir vikið hefur Hvíta húsið reynt að grafa undan trúverðugleika Fauci við fjölmiðla. Sakaði Trump lækninn um að vera „svolítinn hrakspámann“ og gagnrýndi hann fyrir að hafa verið andsnúinn ferðatakmörkunum á Kína í upphafi faraldursins og að hafa ekki mælt með almennri notkun á grímum. Fauci snerist hugur í báðum tilfellum þegar frekari gögn um eðli veirunnar lágu fyrir. Eins efaðist Trump um álit Roberts Redfield, forstjóra Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC), sem varaði við því nýlega að faraldurinn gæti versnað þegar flensutímabilið hefst í haust. „Ég veit það ekki og ég held að hann viti það ekki,“ sagði Trump. Gat ekki rökstutt ásökun á hendur Biden Þegar talið barst að forsetakosningunum í haust og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og væntanlegum mótframbjóðanda Trump fór forsetinn enn með staðlausa stafi. Wallace leyfði Trump þó ekki að ljúga um Biden mótbárulaust. Trump hélt því þannig ranglega fram að Biden vildi „taka lögregluna af fjárlögum“. Ein af kröfum mótmælenda sem hafa andæft lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í kjölfar dauða George Floyd í haldi lögreglu undanfarna mánuði hefur verið að skera niður fjárveitingar til lögreglu eða jafnvel leggja hana niður með öllu. Biden hefur ekki tekið undir slíkar kröfur þó að hann lýst skilningi og samúð með mótmælunum að öðru leyti. Wallace benti Trump á þá staðreynd og brást forsetinn enn við með að biðja aðstoðarmann um að koma með skjöl til að styðja mál sitt. „Virkilega? Það stendur leggja af, það stendur svipta fjárveitingum. Komum! Komið með stefnuskrána, takk fyrir,“ sagði Trump. Fletti Trump í gegnum stefnuskrá sem starfshópur Biden og Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans í forvali Demókrataflokksins, birti fyrr í þessum mánuði. Allt kom þó fyrir ekki og tókst Trump ekki að finna neitt sem studdi að Biden vildi svipta lögregluna fjárveitingum. Fox's Chris Wallace fact checks Trump and tells Trump that he's wrong to claim that Biden wants to defund the police. pic.twitter.com/arNNZb8K01— Kyle Griffin (@kylegriffin1) July 17, 2020 Skoðanakannanir benda til þess að Biden sé með afgerandi forskot á Trump á landsvísu. Staða Trump er skárri í lykilríkjum þar sem úrslit kosninganna munu að líkindum ráðast en horfur Biden eru einnig góðar þar. Trump gerði aftur á móti lítið úr því að staða hans væri veik í aðdraganda kosninganna og fullyrti að skoðanakannanirnar væru á einhvern hátt falskar. „Í fyrsta lagi þá er ég ekki að tapa vegna þess að þetta eru falskannanir. Þær voru falskar árið 2016 og nú eru þær jafnvel enn falskari. Kannanirnar voru miklu verri árið 2016,“ sagði Trump ranglega. Staða Trump gagnvart Biden nú er umtalsvert lakari en gegn Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans, árið 2016. Biden mælist með yfirburðafylgi yfir Trump í könnunum, stundum með tveggja stafa forskot á landsvísu. Enn eru þó um þrír og hálfur mánuður til kosninganna.Vísir/EPA Mynd af fíl á vitsmunaprófinu Trump og framboð hans til endurkjörs hafa reynt að sá efasemdum um andlegt ástand Biden og haldið því fram að fyrrverandi varaforsetinn, sem 77 ára gamall, þjáist af elliglöpum. Forsetinn, sem sjálfur er 74 ára gamall, hélt uppteknum hætti í Fox-viðtalinu. Þó að hann vildi ekki lýsa Biden sem elliærum fullyrti forsetinn að „Joe veit ekki að hann er á lífi“. Wallace benti Trump þá á að í skoðanakönnun Fox hafi fleiri borið traust til vitsmunalega burða Biden en hans. Vísaði forsetinn til prófs sem hann tók á dögunum og hann hefur stært sig af að hafa staðist með glæsibrag, læknum sínum að óvörum. Lýsti Trump prófinu sem afar erfiðu og skoraði á Biden að taka það líka. Wallace kom Trump þá á óvart með að segjast hafa tekið sama próf sem á að greina væg vitglöp. „Þetta er ekki erfiðasta prófið. Það var mynd í því þar sem sagði „hvað er þetta?“ og það var fíll,“ sagði Wallace um prófið. Forsetinn vísaði því á bug og sagði að um rangfærslur væri að ræða. Fyrstu spurningarnar væru auðveldar „en ég er viss um að þú gast ekki einu sinni svarað síðustu fimm spurningunum. Ég er viss um að þú gast það ekki. Þær verða mjög erfiðar síðustu fimm spurningarnar“ svaraði Trump. Samkvæmt Wallace gekk ein af síðustu spurningunum út á að telja niður frá hundrað með því að draga alltaf frá sjö. „Ég ábyrgist að Joe Biden gæti ekki svarað þessum spurningum og ég svaraði öllum 35 spurningum rétt,“ staðhæfði Trump. Trump var enn spurður út í fána Suðurríkjasambandsins sem margar stofnanir hafa bannað í kjölfar mótmæla gegn kerfislægri kynþáttahyggju. Lýsti hann stuðningi við tjáningarfrelsi þeirra sem veifa fánanum sem margir telja tákn kynþáttahyggju og þrælahalds. Lagði forsetinn fánann að jöfnu við slagorð svartra mótmælenda „Svört líf skipta máli“.Vísir/EPA Telur að úrslitum kosninganna verði „hagrætt“ Svör Trump varðandi hvort hann ætli sér að viðurkenna úrslit forsetakosninganna hafa vakið athygli. Forsetinn hefur um margra mánaða skeið haldið því fram að meiriháttar kosningasvik gætu farið fram í haust án þess að rökstyðja það frekar. Sérstaklega hefur Trump beint spjótum sínum að póstatkvæðum sem mörg ríki vilja nota í ríkari mæli til að draga úr áhættu á kórónuveirusmitum. Endurtók forsetinn kenningar sínar um að svik verði í tafli í haust. „Ég held að póstatkvæði eig eftir að hagræða úrslitum kosninganna. Ég geri það virkilega,“ sagði forsetinn sem hefur sjálfur greitt atkvæði með pósti. Varaði hann við að hann þyrfti að „sjá til“ hvort hann yndi niðurstöðunum. Framboð Biden brást við ummælunum með yfirlýsingu þar sem sagði að bandaríska þjóðin réði úrslitum kosninganna. „Bandaríkjastjórn er fullfær um að vísa óviðkomandi úr Hvíta húsinu,“ sagði í yfirlýsingunni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Trump gefur ekki upp hvort hann myndi taka tapi í kosningunum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar að staðfesta eða hafna því að hann muni taka tapi, komi til þess að hann vinni ekki bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember á þessu ári. 19. júlí 2020 20:21 Gagnrýna undirróður Hvíta hússins gegn sóttvarnasérfræðingi Lýðheilsusérfræðingar, vísindamenn og demókratar gagnrýna tilraunir Hvíta hússins til þess að grafa undan Anthony Fauci, helsta smitvarnasérfræðingi ríkisstjórnarinnar, í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. júlí 2020 12:05 Trump skiptir um kosningastjóra í skugga dvínandi vinsælda Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipta um kosningastjóra. Forsetinn hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og er sagður kenna fráfarandi kosningastjóranum um misheppnaðan kosningafund í Tulsa á dögunum. 16. júlí 2020 11:22 Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04 Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Trump gefur ekki upp hvort hann myndi taka tapi í kosningunum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar að staðfesta eða hafna því að hann muni taka tapi, komi til þess að hann vinni ekki bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember á þessu ári. 19. júlí 2020 20:21
Gagnrýna undirróður Hvíta hússins gegn sóttvarnasérfræðingi Lýðheilsusérfræðingar, vísindamenn og demókratar gagnrýna tilraunir Hvíta hússins til þess að grafa undan Anthony Fauci, helsta smitvarnasérfræðingi ríkisstjórnarinnar, í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. júlí 2020 12:05
Trump skiptir um kosningastjóra í skugga dvínandi vinsælda Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipta um kosningastjóra. Forsetinn hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og er sagður kenna fráfarandi kosningastjóranum um misheppnaðan kosningafund í Tulsa á dögunum. 16. júlí 2020 11:22
Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04
Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27