Tilefni hafi verið til mikillar hörku gagnvart Icelandair Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2020 14:30 Drífa Snædal forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir að viðbrögð ASÍ við ákvörðun Icelandair Group um að hætta kjaraviðræðum og segja upp flugfreyjum félagsins hafi verið eðlileg og tilefni hafi verið mikillar hörku. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ræddi atburði síðustu daga í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er til lítils að sækja styrk í heildarsamtök á vinnumarkaði ef að þú getur þá ekki nýtt þann styrk þegar þú ert í svona erfiðri kjaradeilu,“ sagði Drífa. Líkt og Vísir hefur ítarlega greint frá síðustu daga tók stjórn Icelandair Group þá ákvörðun síðasta föstudag að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum félagsins. Ákvörðunin vakti um mikil og hörð viðbrögð víða í samfélaginu og fóru verkalýðshreyfingarnar mikinn. Meðal annars sögðu verkalýðsleiðtogar að þeir myndu beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir myndu sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair og ekki taka þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins sem rær nú lífróður. Nú hafa samninganefndir SA fyrir hönd Icelandair og nefnd FFÍ náð saman og var kjarasamningur undirritaður í nótt. „Sú staða er oft að koma upp á íslenskum vinnumarkaði að fyrirtæki séu að róa lífróður. Vissulega er þetta í stærri skala en áður en það réttlætir það ekki að víkja til hliðar vinnureglum á íslenskum vinnumarkaði. Flugfreyjur hafa sýnt þessu afar mikinn skilning. Það er ekki rétt að þær hafi ekki haft það með í sínum viðræðum, hversu erfið staða Icelandair er,“ sagði Drífa í samtali við Kristján Kristjánsson þáttastjórnanda Sprengisands. „Lífeyrissjóðir eru með ákveðnar siðareglur og þeim ber að taka tillit til fjárfestingar ekki bara út frá því hvað er arðvænlegt heldur líka út frá siðferðislegum sjónarmiðum og það var nú settar siðareglur í fjárfestingum flestra lífeyrissjóða fyrir nokkrum árum síðan,“ sagði forsetinn. Flugfreyjur greiða í Lífeyrissjóð Verzlunarmanna en Ragnar Ingólfsson formaður VR sagði í samtali við Vísi að stjórnarmenn sjóðsins sem skipaðir eru af VR myndu stuðla að því að ekki yrði farið í frekari fjárfestingar í flugfélaginu. Drífa segir að í tilviki sem þessu þyrfti verulega sérstaka ákvörðun til þess að stjórn lífeyrissjóðsins færi í fjárfestingar sem stríði gegn hagsmunum greiðandi sjóðfélaga. Kristján minnti þá á að stjórnarmenn lífeyrissjóða eigi að vera óháðir í starfi og megi ekki taka skipunum frá „fólki úti í bæ.“ Drífa sagði að vissulega hefði reynt á viðmiðið sem lífeyrissjóðir hafi sett sér og rætt hefði verið hvort senda ætti stjórnarmönnum bréf þar sem þeir yrðu minntir á siðferðislegar reglur sem þeir hafi undirgengist. Þá sagði Drífa að með yfirlýsingum ASÍ um að Icelandair hefði aldrei ætlað að semja við flugfreyjur hafi Alþýðusambandið ekki gengið of langt. „Ég held að þeir sem hafa gengið lengst í yfirlýsingum séu í raun viðsemjendur flugfreyjufélagsins. Það voru einhverjir kraftar þarna sem ég hef ekki áttað mig á sem voru samt að verki,“ sagði Drífa. „Kjaradeilan var mjög langvinn og hlé gerð á henni trekk í trekk. Þá hefur eitthvað verið í gangi sem á eftir að koma í ljós síðar. Við höfðum það á tilfinningunni að það var verið að beita einhverjum brögðum sem við höfum ekki séð áður á vinnumarkaði. Það á eftir að koma í ljós. Það sem skiptir máli núna er að flugfreyjur hafa möguleika á að kjósa um nýjan samning,“ sagði Drífa Snædal sem neitaði þegar Kristján spurði hvort hægt væri að kalla brögðin baktjaldamakk eða undirferli. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að viðbrögð ASÍ við ákvörðun Icelandair Group um að hætta kjaraviðræðum og segja upp flugfreyjum félagsins hafi verið eðlileg og tilefni hafi verið mikillar hörku. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ræddi atburði síðustu daga í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er til lítils að sækja styrk í heildarsamtök á vinnumarkaði ef að þú getur þá ekki nýtt þann styrk þegar þú ert í svona erfiðri kjaradeilu,“ sagði Drífa. Líkt og Vísir hefur ítarlega greint frá síðustu daga tók stjórn Icelandair Group þá ákvörðun síðasta föstudag að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja upp flugfreyjum félagsins. Ákvörðunin vakti um mikil og hörð viðbrögð víða í samfélaginu og fóru verkalýðshreyfingarnar mikinn. Meðal annars sögðu verkalýðsleiðtogar að þeir myndu beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir myndu sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair og ekki taka þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins sem rær nú lífróður. Nú hafa samninganefndir SA fyrir hönd Icelandair og nefnd FFÍ náð saman og var kjarasamningur undirritaður í nótt. „Sú staða er oft að koma upp á íslenskum vinnumarkaði að fyrirtæki séu að róa lífróður. Vissulega er þetta í stærri skala en áður en það réttlætir það ekki að víkja til hliðar vinnureglum á íslenskum vinnumarkaði. Flugfreyjur hafa sýnt þessu afar mikinn skilning. Það er ekki rétt að þær hafi ekki haft það með í sínum viðræðum, hversu erfið staða Icelandair er,“ sagði Drífa í samtali við Kristján Kristjánsson þáttastjórnanda Sprengisands. „Lífeyrissjóðir eru með ákveðnar siðareglur og þeim ber að taka tillit til fjárfestingar ekki bara út frá því hvað er arðvænlegt heldur líka út frá siðferðislegum sjónarmiðum og það var nú settar siðareglur í fjárfestingum flestra lífeyrissjóða fyrir nokkrum árum síðan,“ sagði forsetinn. Flugfreyjur greiða í Lífeyrissjóð Verzlunarmanna en Ragnar Ingólfsson formaður VR sagði í samtali við Vísi að stjórnarmenn sjóðsins sem skipaðir eru af VR myndu stuðla að því að ekki yrði farið í frekari fjárfestingar í flugfélaginu. Drífa segir að í tilviki sem þessu þyrfti verulega sérstaka ákvörðun til þess að stjórn lífeyrissjóðsins færi í fjárfestingar sem stríði gegn hagsmunum greiðandi sjóðfélaga. Kristján minnti þá á að stjórnarmenn lífeyrissjóða eigi að vera óháðir í starfi og megi ekki taka skipunum frá „fólki úti í bæ.“ Drífa sagði að vissulega hefði reynt á viðmiðið sem lífeyrissjóðir hafi sett sér og rætt hefði verið hvort senda ætti stjórnarmönnum bréf þar sem þeir yrðu minntir á siðferðislegar reglur sem þeir hafi undirgengist. Þá sagði Drífa að með yfirlýsingum ASÍ um að Icelandair hefði aldrei ætlað að semja við flugfreyjur hafi Alþýðusambandið ekki gengið of langt. „Ég held að þeir sem hafa gengið lengst í yfirlýsingum séu í raun viðsemjendur flugfreyjufélagsins. Það voru einhverjir kraftar þarna sem ég hef ekki áttað mig á sem voru samt að verki,“ sagði Drífa. „Kjaradeilan var mjög langvinn og hlé gerð á henni trekk í trekk. Þá hefur eitthvað verið í gangi sem á eftir að koma í ljós síðar. Við höfðum það á tilfinningunni að það var verið að beita einhverjum brögðum sem við höfum ekki séð áður á vinnumarkaði. Það á eftir að koma í ljós. Það sem skiptir máli núna er að flugfreyjur hafa möguleika á að kjósa um nýjan samning,“ sagði Drífa Snædal sem neitaði þegar Kristján spurði hvort hægt væri að kalla brögðin baktjaldamakk eða undirferli.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?