„Hálfvitaleg leið til að bjarga flugsamgöngum“ Sylvía Hall skrifar 19. júlí 2020 11:14 Gunnar Smári Egilsson sér ekki mikla ástæðu til þess að fagna þeim samningum sem náðust í nótt. Vísir/Vilhelm Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, spyr hvort það sé eitthvað fagnaðarefni að samningar hafi náðst milli Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair í nótt. Samningarnir hafi verið gerðir með þá von í huga að tilvonandi fjárfestar geti reiknað arðsemi af fjárfestingu sinni í félaginu. „Á maður að fagna því að einhverjum gaurum hefur tekist að beygja niður flugstéttirnar í von um að það dugi svo svokallaðir fjárfestar (sem fæstir hugsa lengur en til nokkurra mánaða eða missera og ættu því að kallast fjárlosarar, fólk sem reynir að losa sem mest fé út úr rekstri á sem skemmstum tíma) geti reiknað gríðarlega arðsemi af tilleggi sínu, svo ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verðlauni þetta grimma ferli með 10-20 milljarða króna gjöf úr ríkissjóði til nýrra eigenda?“ spyr Gunnar Smári í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins í tilefni samningana. Hann segir þessa leið vera litaða af „dauðum kennisetningum nýfrjálshyggjunnar“. Verkalýðurinn eigi að beygja sig undir kröfur fjármagnseigenda og gefa frá sér ávinninginn af „aldalangri baráttu alþýðunnar“ sem hafi gengið út á mannsæmandi líf af launavinnu. „Mér finnst þetta hálfvitaleg leið til að bjarga flugsamgöngum til og frá landinu,“ skrifar Gunnar Smári. Hann segir tilraunir Icelandair til að bjarga félaginu vera byggðar á vitleysu. Flugfélagið verði endurreist með framlagi frá almannasjóðum og því verði að taka fleiri hagsmuni inn en „kröfur hrægammasjóða og eigenda þeirra“. „Gaurarnir sem reka áfram svokallaða endurreisn Icelandair gera ekkert af þessu, brjóta þvert á móti niður inneign félagsins hjá samfélaginu, starfsfólkinu og viðskiptavinunum; sannfærðir um að þeir séu að vinna fyrir heilagra sjónarmið sem allt annað verður að lúta; kröfur fjárfesta um aukna arðsemi; að þeir geti dregið meira fé upp úr rekstrinum.“ Þá er Gunnar Smári harðorður undir lokinn og kveðst ekki bjartsýnn á framhaldið. „Þetta getur því ekki endað nema illa. Það sem byggt er á hreinni heimsku verður aldrei gáfulegt. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09 Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, spyr hvort það sé eitthvað fagnaðarefni að samningar hafi náðst milli Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair í nótt. Samningarnir hafi verið gerðir með þá von í huga að tilvonandi fjárfestar geti reiknað arðsemi af fjárfestingu sinni í félaginu. „Á maður að fagna því að einhverjum gaurum hefur tekist að beygja niður flugstéttirnar í von um að það dugi svo svokallaðir fjárfestar (sem fæstir hugsa lengur en til nokkurra mánaða eða missera og ættu því að kallast fjárlosarar, fólk sem reynir að losa sem mest fé út úr rekstri á sem skemmstum tíma) geti reiknað gríðarlega arðsemi af tilleggi sínu, svo ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verðlauni þetta grimma ferli með 10-20 milljarða króna gjöf úr ríkissjóði til nýrra eigenda?“ spyr Gunnar Smári í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins í tilefni samningana. Hann segir þessa leið vera litaða af „dauðum kennisetningum nýfrjálshyggjunnar“. Verkalýðurinn eigi að beygja sig undir kröfur fjármagnseigenda og gefa frá sér ávinninginn af „aldalangri baráttu alþýðunnar“ sem hafi gengið út á mannsæmandi líf af launavinnu. „Mér finnst þetta hálfvitaleg leið til að bjarga flugsamgöngum til og frá landinu,“ skrifar Gunnar Smári. Hann segir tilraunir Icelandair til að bjarga félaginu vera byggðar á vitleysu. Flugfélagið verði endurreist með framlagi frá almannasjóðum og því verði að taka fleiri hagsmuni inn en „kröfur hrægammasjóða og eigenda þeirra“. „Gaurarnir sem reka áfram svokallaða endurreisn Icelandair gera ekkert af þessu, brjóta þvert á móti niður inneign félagsins hjá samfélaginu, starfsfólkinu og viðskiptavinunum; sannfærðir um að þeir séu að vinna fyrir heilagra sjónarmið sem allt annað verður að lúta; kröfur fjárfesta um aukna arðsemi; að þeir geti dregið meira fé upp úr rekstrinum.“ Þá er Gunnar Smári harðorður undir lokinn og kveðst ekki bjartsýnn á framhaldið. „Þetta getur því ekki endað nema illa. Það sem byggt er á hreinni heimsku verður aldrei gáfulegt.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09 Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42
Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09
Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06