„Hálfvitaleg leið til að bjarga flugsamgöngum“ Sylvía Hall skrifar 19. júlí 2020 11:14 Gunnar Smári Egilsson sér ekki mikla ástæðu til þess að fagna þeim samningum sem náðust í nótt. Vísir/Vilhelm Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, spyr hvort það sé eitthvað fagnaðarefni að samningar hafi náðst milli Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair í nótt. Samningarnir hafi verið gerðir með þá von í huga að tilvonandi fjárfestar geti reiknað arðsemi af fjárfestingu sinni í félaginu. „Á maður að fagna því að einhverjum gaurum hefur tekist að beygja niður flugstéttirnar í von um að það dugi svo svokallaðir fjárfestar (sem fæstir hugsa lengur en til nokkurra mánaða eða missera og ættu því að kallast fjárlosarar, fólk sem reynir að losa sem mest fé út úr rekstri á sem skemmstum tíma) geti reiknað gríðarlega arðsemi af tilleggi sínu, svo ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verðlauni þetta grimma ferli með 10-20 milljarða króna gjöf úr ríkissjóði til nýrra eigenda?“ spyr Gunnar Smári í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins í tilefni samningana. Hann segir þessa leið vera litaða af „dauðum kennisetningum nýfrjálshyggjunnar“. Verkalýðurinn eigi að beygja sig undir kröfur fjármagnseigenda og gefa frá sér ávinninginn af „aldalangri baráttu alþýðunnar“ sem hafi gengið út á mannsæmandi líf af launavinnu. „Mér finnst þetta hálfvitaleg leið til að bjarga flugsamgöngum til og frá landinu,“ skrifar Gunnar Smári. Hann segir tilraunir Icelandair til að bjarga félaginu vera byggðar á vitleysu. Flugfélagið verði endurreist með framlagi frá almannasjóðum og því verði að taka fleiri hagsmuni inn en „kröfur hrægammasjóða og eigenda þeirra“. „Gaurarnir sem reka áfram svokallaða endurreisn Icelandair gera ekkert af þessu, brjóta þvert á móti niður inneign félagsins hjá samfélaginu, starfsfólkinu og viðskiptavinunum; sannfærðir um að þeir séu að vinna fyrir heilagra sjónarmið sem allt annað verður að lúta; kröfur fjárfesta um aukna arðsemi; að þeir geti dregið meira fé upp úr rekstrinum.“ Þá er Gunnar Smári harðorður undir lokinn og kveðst ekki bjartsýnn á framhaldið. „Þetta getur því ekki endað nema illa. Það sem byggt er á hreinni heimsku verður aldrei gáfulegt. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09 Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, einn stofnenda Sósíalistaflokksins, spyr hvort það sé eitthvað fagnaðarefni að samningar hafi náðst milli Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair í nótt. Samningarnir hafi verið gerðir með þá von í huga að tilvonandi fjárfestar geti reiknað arðsemi af fjárfestingu sinni í félaginu. „Á maður að fagna því að einhverjum gaurum hefur tekist að beygja niður flugstéttirnar í von um að það dugi svo svokallaðir fjárfestar (sem fæstir hugsa lengur en til nokkurra mánaða eða missera og ættu því að kallast fjárlosarar, fólk sem reynir að losa sem mest fé út úr rekstri á sem skemmstum tíma) geti reiknað gríðarlega arðsemi af tilleggi sínu, svo ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verðlauni þetta grimma ferli með 10-20 milljarða króna gjöf úr ríkissjóði til nýrra eigenda?“ spyr Gunnar Smári í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins í tilefni samningana. Hann segir þessa leið vera litaða af „dauðum kennisetningum nýfrjálshyggjunnar“. Verkalýðurinn eigi að beygja sig undir kröfur fjármagnseigenda og gefa frá sér ávinninginn af „aldalangri baráttu alþýðunnar“ sem hafi gengið út á mannsæmandi líf af launavinnu. „Mér finnst þetta hálfvitaleg leið til að bjarga flugsamgöngum til og frá landinu,“ skrifar Gunnar Smári. Hann segir tilraunir Icelandair til að bjarga félaginu vera byggðar á vitleysu. Flugfélagið verði endurreist með framlagi frá almannasjóðum og því verði að taka fleiri hagsmuni inn en „kröfur hrægammasjóða og eigenda þeirra“. „Gaurarnir sem reka áfram svokallaða endurreisn Icelandair gera ekkert af þessu, brjóta þvert á móti niður inneign félagsins hjá samfélaginu, starfsfólkinu og viðskiptavinunum; sannfærðir um að þeir séu að vinna fyrir heilagra sjónarmið sem allt annað verður að lúta; kröfur fjárfesta um aukna arðsemi; að þeir geti dregið meira fé upp úr rekstrinum.“ Þá er Gunnar Smári harðorður undir lokinn og kveðst ekki bjartsýnn á framhaldið. „Þetta getur því ekki endað nema illa. Það sem byggt er á hreinni heimsku verður aldrei gáfulegt.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42 Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09 Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Sjá meira
Uppsagnir verða dregnar til baka Uppsagnir sem Icelandair tilkynnti um á föstudaginn, og náðu til allra flugfreyja og flugliða sem starfa hjá félaginu, verða dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður í nótt. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ganga sátt frá borði. 19. júlí 2020 02:42
Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09
Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06