„Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 03:18 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst að svo stöddu ekki geta tjáð sig mikið um smáatriði nýs kjarasamnings FFÍ og Icelandair sem undirritaður var í nótt, eða í hverju helstu breytingar frá síðasta samningi eru fólgnar. „Það eru ákveðin atriði sem eru gerðar áherslubreytingar á og skýrð betur og síðan er ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið í þessum nýja samning,“ segir Bogi í samtali við fréttastofu í Karphúsinu í nótt. Hann ítrekar að enn eigi eftir að kynna samninginn fyrir félagsmönnum FFÍ. Spurður hvort það hafi verið fljótfærni af hálfu félagsins að grípa til uppsagna á föstudaginn, sem vöktu mikil og hörð viðbrögð, segir Bogi svo ekki vera. „Nei alls ekki, við fórum í þær aðgerðir sem voru mjög erfiðar að sjálfsögðu, erfið ákvörðunartaka í þeirri stöðu sem við vorum í í gær [föstudag] og það var staðan sem var á borðinu í gær en nú er komin ný staða á borðið,“ segir Bogi. Var samningsstaða aðila að einhverju leyti frábrugðin því sem að var fyrir uppsagnirnar, var Icelandair í betri stöðu til að semja eftir þá ákvörðun? „Nei ég held ekki. Við vorum bara að bregðast við aðstæðum í gær [föstudag] og svo síðan halda áfram einhverjar þreifingar í dag og þetta endar svona, með samningi sem betur fer,“ svarar Bogi. Hann kveðst bjartsýnn á að flugfreyjur samþykki samninginn. Og þessi samningur, heldur þú að þetta sé stór liður í því að koma Icelandair út úr þeirri stöðu sem að hefur verið uppi síðustu vikur og mánuði? „Já þetta er mjög mikilvægur þáttur í því að ganga frá samningum við Flugfreyjufélag Íslands alveg eins og við erum búin að semja við Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugvirkjafélagið. Þannig að við höfum sagt það, að semja við allar flugstéttirnar til lengri tíma er gríðarlega mikilvægur þáttur í þessu verkefni sem við erum í,“ segir Bogi. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst að svo stöddu ekki geta tjáð sig mikið um smáatriði nýs kjarasamnings FFÍ og Icelandair sem undirritaður var í nótt, eða í hverju helstu breytingar frá síðasta samningi eru fólgnar. „Það eru ákveðin atriði sem eru gerðar áherslubreytingar á og skýrð betur og síðan er ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið í þessum nýja samning,“ segir Bogi í samtali við fréttastofu í Karphúsinu í nótt. Hann ítrekar að enn eigi eftir að kynna samninginn fyrir félagsmönnum FFÍ. Spurður hvort það hafi verið fljótfærni af hálfu félagsins að grípa til uppsagna á föstudaginn, sem vöktu mikil og hörð viðbrögð, segir Bogi svo ekki vera. „Nei alls ekki, við fórum í þær aðgerðir sem voru mjög erfiðar að sjálfsögðu, erfið ákvörðunartaka í þeirri stöðu sem við vorum í í gær [föstudag] og það var staðan sem var á borðinu í gær en nú er komin ný staða á borðið,“ segir Bogi. Var samningsstaða aðila að einhverju leyti frábrugðin því sem að var fyrir uppsagnirnar, var Icelandair í betri stöðu til að semja eftir þá ákvörðun? „Nei ég held ekki. Við vorum bara að bregðast við aðstæðum í gær [föstudag] og svo síðan halda áfram einhverjar þreifingar í dag og þetta endar svona, með samningi sem betur fer,“ svarar Bogi. Hann kveðst bjartsýnn á að flugfreyjur samþykki samninginn. Og þessi samningur, heldur þú að þetta sé stór liður í því að koma Icelandair út úr þeirri stöðu sem að hefur verið uppi síðustu vikur og mánuði? „Já þetta er mjög mikilvægur þáttur í því að ganga frá samningum við Flugfreyjufélag Íslands alveg eins og við erum búin að semja við Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugvirkjafélagið. Þannig að við höfum sagt það, að semja við allar flugstéttirnar til lengri tíma er gríðarlega mikilvægur þáttur í þessu verkefni sem við erum í,“ segir Bogi.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira