Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 03:06 Aðalsteinn var að vonum ánægður með niðurstöðu fundarins, sem lauk með undirritun kjarasamnings. Vísir/Vésteinn Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist telja að sameiginleg ástríða Flugfreyjufélags Íslands og stjórnenda Icelandair fyrir félaginu hafi verið lykillinn að því að samningar milli aðila næðust. Kjarasamningur milli FFÍ og Icelandair var undirritaður í Karphúsinu í nótt, en í gær tilkynnti Icelandair um viðræðuslit og uppsagnir á öllum flugfreyjum og þjónum félagsins. Uppsagnirnar voru dregnar til baka samhliða undirritun samningsins. Í samtali við fréttastofu í nótt sagðist Aðalsteinn alltaf hafa borið með sér þá von að aðilar myndu ná saman og undirrita samning. Samningur milli FFÍ og Icelandair var undirritaður 25. júní síðastliðinn, en félagsmenn Flugfreyjufélagsins kolfelldu þann samning. „Þetta hafa verið erfiðar og þungar viðræður í langan tíma og mikið gengið á, en að sama skapi hafa líka verið hreinskiptin og opin samskipti og sem betur fer tókst okkur að setjast niður aftur og klára þetta,“ sagði Aðalsteinn og bætti við að fundurinn hefði verið mjög góður. „Viðfangsefnin eru flókin en að sama skapi fann ég mjög sterkt í þessum viðræðum, jafnvel þó þær væru erfiðar, að það var mikil sameiginleg ástríða, beggja megin borðsins fyrir þessu félagi og mikill vilji til þess að standa við bakið á því. Það var það sem var driffjöðrin í þessum samningaviðræðum.“ Aðalsteinn vildi ekki tjá sig um hvort hann teldi að tilkynning Icelandair um viðræðuslit og uppsagnir hefðu þrýst enn frekar á að aðilar settust að samningaborðinu og kláruðu viðræðurnar með samningi. „Eins og ég segi þá gekk á ýmsu en undir niðri voru alltaf þessu sameiginlegu hagsmunir af því að ljúka þessu með samkomulagi og þessi sameiginlegi vilji til að standa að baki félaginu. Það skiptir mestu.“ Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist telja að sameiginleg ástríða Flugfreyjufélags Íslands og stjórnenda Icelandair fyrir félaginu hafi verið lykillinn að því að samningar milli aðila næðust. Kjarasamningur milli FFÍ og Icelandair var undirritaður í Karphúsinu í nótt, en í gær tilkynnti Icelandair um viðræðuslit og uppsagnir á öllum flugfreyjum og þjónum félagsins. Uppsagnirnar voru dregnar til baka samhliða undirritun samningsins. Í samtali við fréttastofu í nótt sagðist Aðalsteinn alltaf hafa borið með sér þá von að aðilar myndu ná saman og undirrita samning. Samningur milli FFÍ og Icelandair var undirritaður 25. júní síðastliðinn, en félagsmenn Flugfreyjufélagsins kolfelldu þann samning. „Þetta hafa verið erfiðar og þungar viðræður í langan tíma og mikið gengið á, en að sama skapi hafa líka verið hreinskiptin og opin samskipti og sem betur fer tókst okkur að setjast niður aftur og klára þetta,“ sagði Aðalsteinn og bætti við að fundurinn hefði verið mjög góður. „Viðfangsefnin eru flókin en að sama skapi fann ég mjög sterkt í þessum viðræðum, jafnvel þó þær væru erfiðar, að það var mikil sameiginleg ástríða, beggja megin borðsins fyrir þessu félagi og mikill vilji til þess að standa við bakið á því. Það var það sem var driffjöðrin í þessum samningaviðræðum.“ Aðalsteinn vildi ekki tjá sig um hvort hann teldi að tilkynning Icelandair um viðræðuslit og uppsagnir hefðu þrýst enn frekar á að aðilar settust að samningaborðinu og kláruðu viðræðurnar með samningi. „Eins og ég segi þá gekk á ýmsu en undir niðri voru alltaf þessu sameiginlegu hagsmunir af því að ljúka þessu með samkomulagi og þessi sameiginlegi vilji til að standa að baki félaginu. Það skiptir mestu.“
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira