Eiður Smári: Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt Árni Jóhannsson skrifar 18. júlí 2020 18:48 Eiður Smári Guðjohnsen með sigur í fyrsta leik sínum sem þjálfari FH. mynd/stöð 2 Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. Hann var ekki sammála því að þetta hafi verið þægilegt fyrir sína menn þrátt fyrir að það hafi litið þannig út úr blaðamannastúkunni. „Við þurftum að hafa fyrir þessu og það virkilega en 3-0 er sannfærandi sigur ef svo má segja og okkur leið ágætlega komandi út í seinni hálfleikinn. Það er samt fullt sem má bæta í okkar leik líka“. Eiður og Logi gerðu engar breytingar á byrjunarliði FH frá því í seinasta leik og var hann spurður að því hvort tíminn hafi verið of naumur til þess. Þeir félagar tóku við liðinu á fimmtudaginn síðastliðinn. „Við sáum ekki ástæður til þess að breyta byrjunarliðinu sem slíku. Við sáum ástæður til að koma með nokkrar áherslubreytingar sem við vorum virkilega ánægðir að sjá gerast í leiknum. Það að hafa haldið hreinu var eitt af okkar aðalmarkmiðum í dag en á köflum í leiknum þá fannst okkur við ekki alveg nógu yfirvegaðir á boltann og við hefðum getað haldið honum aðeins betur. Vorum værukærir í fyrri hálfleik og úr því fengu Fjölnismenn sín færi. Það var bara út af okkar klaufaskap og mistökum en eftir tvo daga með liðið og frammistöðuna sem við sýndum þá er ekki hægt að setja út á neitt. Ekki viljann og ekki neitt nema bara að þjálfarinn vill alltaf meira“. Það er einn ljóður á annars fínum sigri FH-inga í dag en Guðmann Þórisson fékk reisupassann í blálokin í unnum leik fyrir tvö gul spjöld sem hefði verið hægt að sleppa við. Eiður var spurður hvort það væri ekki dýrt og erfitt að missa svona reynslubolta í bann fyrir pínu heimskuleg spjöld. „Fyrir það fyrsta var Guðmann frábær í dag eins og öll varnarlínan plús markvörður. Þessi spjöld eru eitthvað sem ég bara tek fyrir inn í klefa“. Að lokum var Eiður beðinn um að reyna að sjá fyrir sér hvernig framhaldið yrði eftir þennan fyrsta dag á skrifstofunni. „Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt. Við vorum bara virkilega ánægðir með að sjá áherslubreytingarnar okkar koma inn í liðið en þær virkuðu oft á tíðum mjög vel. Það á enn eftir að fínpússa ýmislegt og það á eftir að bæta upplýsingum við á leikmennina þegar líður á hvernig við spilum og eftir því hvaða mótherji er. Fyrsti leikur, þrjú stig og 3-0 á útivelli. Við getum ekki beðið um mikið meira“. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - FH 0-3 | Öruggur sigur í fyrsta leik Loga og Eiðs FH vann öruggan sigur á Fjölni í fyrsta leiknum undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. júlí 2020 18:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Annar þjálfari FH var skiljanlega ánægður með það að hafa landað sigri í móti Fjölni í dag í 7. umferð Pepsi Max deildinni í knattspyrnu ásamt því að vera ánægður með að hafa haldið hreinu. Hann var ekki sammála því að þetta hafi verið þægilegt fyrir sína menn þrátt fyrir að það hafi litið þannig út úr blaðamannastúkunni. „Við þurftum að hafa fyrir þessu og það virkilega en 3-0 er sannfærandi sigur ef svo má segja og okkur leið ágætlega komandi út í seinni hálfleikinn. Það er samt fullt sem má bæta í okkar leik líka“. Eiður og Logi gerðu engar breytingar á byrjunarliði FH frá því í seinasta leik og var hann spurður að því hvort tíminn hafi verið of naumur til þess. Þeir félagar tóku við liðinu á fimmtudaginn síðastliðinn. „Við sáum ekki ástæður til þess að breyta byrjunarliðinu sem slíku. Við sáum ástæður til að koma með nokkrar áherslubreytingar sem við vorum virkilega ánægðir að sjá gerast í leiknum. Það að hafa haldið hreinu var eitt af okkar aðalmarkmiðum í dag en á köflum í leiknum þá fannst okkur við ekki alveg nógu yfirvegaðir á boltann og við hefðum getað haldið honum aðeins betur. Vorum værukærir í fyrri hálfleik og úr því fengu Fjölnismenn sín færi. Það var bara út af okkar klaufaskap og mistökum en eftir tvo daga með liðið og frammistöðuna sem við sýndum þá er ekki hægt að setja út á neitt. Ekki viljann og ekki neitt nema bara að þjálfarinn vill alltaf meira“. Það er einn ljóður á annars fínum sigri FH-inga í dag en Guðmann Þórisson fékk reisupassann í blálokin í unnum leik fyrir tvö gul spjöld sem hefði verið hægt að sleppa við. Eiður var spurður hvort það væri ekki dýrt og erfitt að missa svona reynslubolta í bann fyrir pínu heimskuleg spjöld. „Fyrir það fyrsta var Guðmann frábær í dag eins og öll varnarlínan plús markvörður. Þessi spjöld eru eitthvað sem ég bara tek fyrir inn í klefa“. Að lokum var Eiður beðinn um að reyna að sjá fyrir sér hvernig framhaldið yrði eftir þennan fyrsta dag á skrifstofunni. „Það mega allir dagar vera eins og í dag, þá verður þetta fínt. Við vorum bara virkilega ánægðir með að sjá áherslubreytingarnar okkar koma inn í liðið en þær virkuðu oft á tíðum mjög vel. Það á enn eftir að fínpússa ýmislegt og það á eftir að bæta upplýsingum við á leikmennina þegar líður á hvernig við spilum og eftir því hvaða mótherji er. Fyrsti leikur, þrjú stig og 3-0 á útivelli. Við getum ekki beðið um mikið meira“.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn FH Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - FH 0-3 | Öruggur sigur í fyrsta leik Loga og Eiðs FH vann öruggan sigur á Fjölni í fyrsta leiknum undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. júlí 2020 18:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - FH 0-3 | Öruggur sigur í fyrsta leik Loga og Eiðs FH vann öruggan sigur á Fjölni í fyrsta leiknum undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. júlí 2020 18:00