Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2020 10:49 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. Sigurlaug, sem hóf störf hjá Icelandair í maí 1977 tjáir sig um uppsögnina og stöðu mála í færslu á Facebook-síðu sinni. „Okkur er gert að skila einkennisfötunum í næstu viku… erum rétt að kyngja uppsögninni. Er engin mennska hinum megin?“ spyr Sigurlaug í færslunni. Líkt og greint hefur verið frá ákvað stjórn Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær og segja upp öllum flugfreyjum félagsins. Ákvörðun félagsins hefur vakið upp hörð viðbrögð bæði hjá flugfreyjum og verkalýðshreyfingum. Sigurlaug segir gærdaginn, 17. júlí 2020, vera sorgardag í íslenskri flugsögu og segir hún að henni líði eins og orðið hafi flugslys. „Við höfum öll lifað það af, en lemstruð á sál og líkama, trúlega til frambúðar,“ skrifar Dillý. „Nú er staðan greinilega sú, að ganga á af stéttarfélaginu okkar dauðu. Slíkur er veruleiki í Bandaríkjunum, enda nýtur venjulegt launafólk þar hvorki veikindaréttar né uppsagnarákvæðis svo eitthvað sé nefnt og stéttarfélögum er steypt af stóli hverju af öðru. Hér á Íslandi hafa stéttarfélög verið öflug, hingað til. Nýlegt dæmi er verkfall Eflingar í miðju Covid, þegar allir vildu að lífið færi í sem eðlilegast horf. Þau stóðu keik!“ Dillý spyr þá hvers vegna verkalýðsfélög berjist geti stórfyrirtæki „sturtað þeim ofan í klósettið si svona, hugnist þeim svo?“ Sigurlaug segist aum, brotin og lítil og segist aldrei hafa trúað því að hún og samstarfsfólk hennar væru jafn lítils virði. Hún hvetur alla til að standa þétt saman og segir að þegar öllu sé á botninn hvolft séu flugfreyjur Icelandair. „Það falla mörg tár í kvöld en úrhelli fylgir uppstytta.“ Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. Sigurlaug, sem hóf störf hjá Icelandair í maí 1977 tjáir sig um uppsögnina og stöðu mála í færslu á Facebook-síðu sinni. „Okkur er gert að skila einkennisfötunum í næstu viku… erum rétt að kyngja uppsögninni. Er engin mennska hinum megin?“ spyr Sigurlaug í færslunni. Líkt og greint hefur verið frá ákvað stjórn Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær og segja upp öllum flugfreyjum félagsins. Ákvörðun félagsins hefur vakið upp hörð viðbrögð bæði hjá flugfreyjum og verkalýðshreyfingum. Sigurlaug segir gærdaginn, 17. júlí 2020, vera sorgardag í íslenskri flugsögu og segir hún að henni líði eins og orðið hafi flugslys. „Við höfum öll lifað það af, en lemstruð á sál og líkama, trúlega til frambúðar,“ skrifar Dillý. „Nú er staðan greinilega sú, að ganga á af stéttarfélaginu okkar dauðu. Slíkur er veruleiki í Bandaríkjunum, enda nýtur venjulegt launafólk þar hvorki veikindaréttar né uppsagnarákvæðis svo eitthvað sé nefnt og stéttarfélögum er steypt af stóli hverju af öðru. Hér á Íslandi hafa stéttarfélög verið öflug, hingað til. Nýlegt dæmi er verkfall Eflingar í miðju Covid, þegar allir vildu að lífið færi í sem eðlilegast horf. Þau stóðu keik!“ Dillý spyr þá hvers vegna verkalýðsfélög berjist geti stórfyrirtæki „sturtað þeim ofan í klósettið si svona, hugnist þeim svo?“ Sigurlaug segist aum, brotin og lítil og segist aldrei hafa trúað því að hún og samstarfsfólk hennar væru jafn lítils virði. Hún hvetur alla til að standa þétt saman og segir að þegar öllu sé á botninn hvolft séu flugfreyjur Icelandair. „Það falla mörg tár í kvöld en úrhelli fylgir uppstytta.“
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent