Innlent

Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í göngum

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Captsdrehure

Mikil rigningarspá gékk eftir í gærkvöldi og í nótt á Vestfjörðum. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í Vestfjarðargöngum.

Úrhelli hefur verið á Ísafirði í dag og vegna úrkomunnar jókst afrennsli og álag á fráveitukerfi og miklir vatnavextir urðu í ám og lækjum. Hviður mældust allt að 40 metra á sekúndu á Vestfjörðum og Breiðafirði í nótt.

Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði fram á miðnætti og tekur þá við gul viðvörun sem einnig gildir fyrir strandir og Norðurland í heild þar til á morgun. Gul viðvörun er einnig í gildi fyrir stóran hluta Norðurlandsins og mun gilda til morguns.

Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar. Búast má við grjóthruni og skriðum áfram á meðan úrhellið gengur yfir samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 

Súgfirðingar eignuðust sína eigin hraunfossa í veðrinu. Vegurinn upp á Bolafjall er lokaður til morguns af öryggisaðstæðum.

Kindur leituðu skjóls í göngunum.STÖÐ2

„Þegar þetta slotar og við getum skoðað þetta betur þá kemur ýmislegt í ljós sem þarf að laga það hefur aldrei brugðist,“ sagði Kristinn  

Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal við Ísafjörð þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. Ekkert tjón varð á mannvirkjum.

„Við hjálpuðum öllum að ferja bíla yfir ána í gær þannig að það eru allir bílar réttu megin við hana. Fimm ferðavagnar eru enn á svæðinu og fólk sem gisti í þeim,“ sagði Guti

Það voru ekki einungis ökutæki vem fóru um Vestfjarðargöngin en kindur leituðu skjóls í þeim.

Seinni partinn á morgun fer að draga út vindi og úrkomu á Norðurlandi og Vestfjörðum. Þá færist lægðin austar en á Austurlandi hvessir mjög og verður hvassast á Suð-austurlandi þar sem kviður gætu farið í 25 metra á sekúndu.


Tengdar fréttir

Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum

Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×