Krísufundur hjá flugfreyjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2020 14:51 Flugfreyjur funda nú í höfuðstöðvum FFÍ í Kópavogi. Vísir/friðrik Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum félagsins við Hlíðasmára í Kópavogi. Þungt hljóð er í félagsmönnum eftir að Icelandair tilkynnti um uppsögn allra flugfreyja og þjóna félagsins, þess hefur t.a.m. verið óskað að sett verði upp áfallamiðstöð þangað sem félagsmenn geti sótt stuðning. Engin formleg viðbrögð hafa fengist frá Flugfreyjufélaginu síðan Icelandair tilkynnti um ákvörðun sína klukkan 13:30. Um 900 flugfreyjum og flugþjónum var sagt upp í byrjun maí en í dag sagði Icelandair upp þeim 38 flugfreyjum og flugþjónum sem ekki voru fyrir á uppsögn. Áfram flugfreyjur hjá félaginu Icelandair segist nú ætla að leita til annars íslensks stéttarfélags um framtíðarkjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Með þessu segist flugfélagið þó ekki vera að leggja starfsheitinu flugfreyjur og þjónar - „Nei, en öryggis- og þjónustuliði er hið opinbera orð sem notað er í íslensku regluverki,“ segir í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Hlutverk öryggis- og þjónustuliða verður fyrst og fremst að passa öryggið um borð. Þjónustustig um borð í vélum Icelandair mun áfram taka mið af þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið vegna COVID-19 og verður því í lágmarki. Flugmenn Icelandair munu ganga í þessi störf þangað til að Icelandair hefur samið við annað stéttarfélag. Icelandair segist geta leitað til „þónokkurra“ stéttarfélaga en að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um hver það verður. Sem fyrr segir funda flugfreyjur nú í Kópavogi. Fréttastofan hefur leitað eftir viðbrögðum frá starfandi formanni FFÍ, Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, en ekki hefur náðst á hana. Ljóst er að ákvörðun Icelandair hefur verið mörgum þeirra þungbær og hefur verið kallað eftir því, í lokuðum Facebook-hóp FFÍ, að sett verði á laggirnar úrræði þangað sem félagsmenn geta leitað eftir stuðningi. „Þvílíkt áfall, sorg, reiði og óvirðing í okkar garð,“ skrifar einn félagsmaður eftir tíðindi dagsins. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Viðræðum slitið og öllum flugfreyjum sagt upp Icelandair hefur lokið kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands án árangurs. 17. júlí 2020 13:35 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum félagsins við Hlíðasmára í Kópavogi. Þungt hljóð er í félagsmönnum eftir að Icelandair tilkynnti um uppsögn allra flugfreyja og þjóna félagsins, þess hefur t.a.m. verið óskað að sett verði upp áfallamiðstöð þangað sem félagsmenn geti sótt stuðning. Engin formleg viðbrögð hafa fengist frá Flugfreyjufélaginu síðan Icelandair tilkynnti um ákvörðun sína klukkan 13:30. Um 900 flugfreyjum og flugþjónum var sagt upp í byrjun maí en í dag sagði Icelandair upp þeim 38 flugfreyjum og flugþjónum sem ekki voru fyrir á uppsögn. Áfram flugfreyjur hjá félaginu Icelandair segist nú ætla að leita til annars íslensks stéttarfélags um framtíðarkjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Með þessu segist flugfélagið þó ekki vera að leggja starfsheitinu flugfreyjur og þjónar - „Nei, en öryggis- og þjónustuliði er hið opinbera orð sem notað er í íslensku regluverki,“ segir í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Hlutverk öryggis- og þjónustuliða verður fyrst og fremst að passa öryggið um borð. Þjónustustig um borð í vélum Icelandair mun áfram taka mið af þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið vegna COVID-19 og verður því í lágmarki. Flugmenn Icelandair munu ganga í þessi störf þangað til að Icelandair hefur samið við annað stéttarfélag. Icelandair segist geta leitað til „þónokkurra“ stéttarfélaga en að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um hver það verður. Sem fyrr segir funda flugfreyjur nú í Kópavogi. Fréttastofan hefur leitað eftir viðbrögðum frá starfandi formanni FFÍ, Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, en ekki hefur náðst á hana. Ljóst er að ákvörðun Icelandair hefur verið mörgum þeirra þungbær og hefur verið kallað eftir því, í lokuðum Facebook-hóp FFÍ, að sett verði á laggirnar úrræði þangað sem félagsmenn geta leitað eftir stuðningi. „Þvílíkt áfall, sorg, reiði og óvirðing í okkar garð,“ skrifar einn félagsmaður eftir tíðindi dagsins.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Viðræðum slitið og öllum flugfreyjum sagt upp Icelandair hefur lokið kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands án árangurs. 17. júlí 2020 13:35 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Viðræðum slitið og öllum flugfreyjum sagt upp Icelandair hefur lokið kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands án árangurs. 17. júlí 2020 13:35
Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54