Bók um „hættulegasta mann heims“ rauk út á fyrsta degi Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 07:55 Bókin fjallar um Donald Trump Bandaríkjaforseta og dregur upp dökka mynd af honum og uppeldi hans. Vísir/Getty Bók Mary Trump seldist í næstum milljón eintökum og situr í efsta sæti metsölulista Amazon eftir fyrsta dag í sölu. Sló hún met hjá útgefanda en alls 950 þúsund eintök seldust á fyrsta degi. Bókin fjallar um æsku Trump, uppeldi hans og hvernig fjölskylda hans hafði áhrif á þann mann sem hann er í dag. Bókin ber titilinn „Too Much and Never Enough: How My Family Created the World‘s Most Dangerous Man“, sem mætti þýða sem „Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði hættulegasta mann heims“. Í bókinni fer Mary yfir samband Trump við föður sinn Fred Trump, sem jafnframt er afi Mary en hún er dóttir Freds Trump yngri. Segir hún afa sinn vera siðblindan eineltissegg sem kramdi alla góðmennsku og samkennd úr þeim sem umgengust hann, en samband hennar við fjölskylduna hefur verið stirt. Þá dregur Mary Trump upp dökka mynd af Trump forseta í bókinni og nýtir þekkingu sína sem doktor í klínískri sálfræði til þess að greina föðurbróður sinn með ýmsa skapgerðarbresti. Simon & Schuster, útgefandi bókarinnar, flýtti útgáfudegi bókarinnar eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri ekki bundið af samningi um þagnmælsku sem Mary Trump skrifaði undir fyrir um tuttugu árum. Mary hefur farið í þónokkur viðtöl vegna útgáfu bókarinnar eftir dómsúrskurðinn. Í viðtali við Washington Post sagði hún ekkert vafamál að forsetinn væri rasisti. Það væri skýr afleiðing uppeldisins, en í fjölskyldunni hefði það viðgengist að viðhafa fordóma í garð gyðinga og nota niðrandi orð um svart fólk. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn. 15. júlí 2020 21:54 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Bók Mary Trump seldist í næstum milljón eintökum og situr í efsta sæti metsölulista Amazon eftir fyrsta dag í sölu. Sló hún met hjá útgefanda en alls 950 þúsund eintök seldust á fyrsta degi. Bókin fjallar um æsku Trump, uppeldi hans og hvernig fjölskylda hans hafði áhrif á þann mann sem hann er í dag. Bókin ber titilinn „Too Much and Never Enough: How My Family Created the World‘s Most Dangerous Man“, sem mætti þýða sem „Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjölskylda mín skapaði hættulegasta mann heims“. Í bókinni fer Mary yfir samband Trump við föður sinn Fred Trump, sem jafnframt er afi Mary en hún er dóttir Freds Trump yngri. Segir hún afa sinn vera siðblindan eineltissegg sem kramdi alla góðmennsku og samkennd úr þeim sem umgengust hann, en samband hennar við fjölskylduna hefur verið stirt. Þá dregur Mary Trump upp dökka mynd af Trump forseta í bókinni og nýtir þekkingu sína sem doktor í klínískri sálfræði til þess að greina föðurbróður sinn með ýmsa skapgerðarbresti. Simon & Schuster, útgefandi bókarinnar, flýtti útgáfudegi bókarinnar eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri ekki bundið af samningi um þagnmælsku sem Mary Trump skrifaði undir fyrir um tuttugu árum. Mary hefur farið í þónokkur viðtöl vegna útgáfu bókarinnar eftir dómsúrskurðinn. Í viðtali við Washington Post sagði hún ekkert vafamál að forsetinn væri rasisti. Það væri skýr afleiðing uppeldisins, en í fjölskyldunni hefði það viðgengist að viðhafa fordóma í garð gyðinga og nota niðrandi orð um svart fólk.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn. 15. júlí 2020 21:54 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Reynir enn að koma í veg fyrir afhendingu skattagagna Þó að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi úrskurðað að saksóknari á Manhattan skuli fá afhendar skattskýrslur Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna rannsóknar á högum hans er forsetinn ekki af baki dottinn. 15. júlí 2020 21:54
Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52