Hefur æft eins og skepna og hlakkar til að keppa: „Þetta er það sem við lifum fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júlí 2020 20:30 Anton Sveinn McKee keppir í Laugardalnum um helgina. mynd/stöð 2 Anton Sveinn McKee, eini Íslendingurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, verður meðal keppenda á Íslandsmeistaramótinu í sundi í Laugardalslaug um helgina. Anton hefur ekki getað keppt síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins og því er eftirvæntingin eftir mótinu um helgina enn meiri en ella. Anton væri nú kominn, eða á leiðinni, til Tókýó á Ólympíuleikana en þeim var frestað um ár vegna faraldursins. Hann hefur verið við æfingar hér heima undanfarið. „Þetta er bara búið að ganga ágætlega. Æfingaáætlunin er allt öðruvísi en maður var búinn að undirbúa sig fyrir. Það er kannski fínt að fá smáhvíld bráðum en í staðinn er maður búinn að æfa eins og skepna til að nýta tækifærið. Eins skrýtið og það er að segja það þá getur maður snúið því í jákvæðan hlut að vera ekki að fara að keppa á Ólympíuleikunum eftir rúma viku. Maður getur unnið í sínum veikleikum og bætt sig til að koma sterkari til baka eftir eitt ár,“ segir Anton við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Væri við undirbúning í Asíu ef allt væri eðlilegt Eins og fyrr segir áttu Ólympíuleikarnir að hefjast á föstudaginn eftir viku en þeim var frestað til 23. júlí á næsta ári. „Ég væri ekki á Íslandi ef allt væri eðlilegt, heldur í Asíu í góðum undirbúningi og mjög spenntur fyrir því að toppa þarna. En að sama skapi snýst þetta um að gera eins gott úr þessu og hægt er,“ segir Anton, sem hlakkar mikið til að keppa í Laugardalnum um helgina: „Það eru nokkrir sterkir erlendir keppendur komnir; tveir frá Danmörku og einn frá Tyrklandi, og það verður gaman að fá að keppa með þeim. Þau hafa keppt á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Svo er feiknalega sterkt sundfólk á Íslandi í dag sem mun verða þarna og synda hratt. Ég hlakka til að fá að vera aftur í keppnisumhverfi. Þetta er það sem við lifum fyrir. Ástæðan fyrir því að við nennum að mæta snemma á morgunæfingar og busla í þessari laugu. Það skemmtilegast sem ég geri er að keppa – vera þarna með vinum mínum og sjá hvað í mér býr. Ég er mjög spenntur að sjá hvað ég get gert um helgina.“ Anton mun svo taka sér stutt sumarfrí áður en hann byrjar æfingar að nýju. Hann vonast til að geta byrjað að keppa í nýju atvinnumannadeildinni, ISL, í október ef faraldurinn hindrar það ekki en allar æfinga- og keppnisáætlanir Antons munu taka mið af stóru stundinni í Tókýó að ári liðnu. Klippa: Sportpakkinn - Anton Sveinn keppir um helgina Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Anton telur að það sé hægt að koma út úr þessum aðstæðum á góðum stað Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. 19. apríl 2020 09:00 Anton skilur lítið í IOC | Ánægður með nýja atvinnumannadeild Anton Sveinn McKee, eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, segist ekki skilja af hverju enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um frestun leikanna. 22. mars 2020 20:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Sjá meira
Anton Sveinn McKee, eini Íslendingurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, verður meðal keppenda á Íslandsmeistaramótinu í sundi í Laugardalslaug um helgina. Anton hefur ekki getað keppt síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins og því er eftirvæntingin eftir mótinu um helgina enn meiri en ella. Anton væri nú kominn, eða á leiðinni, til Tókýó á Ólympíuleikana en þeim var frestað um ár vegna faraldursins. Hann hefur verið við æfingar hér heima undanfarið. „Þetta er bara búið að ganga ágætlega. Æfingaáætlunin er allt öðruvísi en maður var búinn að undirbúa sig fyrir. Það er kannski fínt að fá smáhvíld bráðum en í staðinn er maður búinn að æfa eins og skepna til að nýta tækifærið. Eins skrýtið og það er að segja það þá getur maður snúið því í jákvæðan hlut að vera ekki að fara að keppa á Ólympíuleikunum eftir rúma viku. Maður getur unnið í sínum veikleikum og bætt sig til að koma sterkari til baka eftir eitt ár,“ segir Anton við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Væri við undirbúning í Asíu ef allt væri eðlilegt Eins og fyrr segir áttu Ólympíuleikarnir að hefjast á föstudaginn eftir viku en þeim var frestað til 23. júlí á næsta ári. „Ég væri ekki á Íslandi ef allt væri eðlilegt, heldur í Asíu í góðum undirbúningi og mjög spenntur fyrir því að toppa þarna. En að sama skapi snýst þetta um að gera eins gott úr þessu og hægt er,“ segir Anton, sem hlakkar mikið til að keppa í Laugardalnum um helgina: „Það eru nokkrir sterkir erlendir keppendur komnir; tveir frá Danmörku og einn frá Tyrklandi, og það verður gaman að fá að keppa með þeim. Þau hafa keppt á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Svo er feiknalega sterkt sundfólk á Íslandi í dag sem mun verða þarna og synda hratt. Ég hlakka til að fá að vera aftur í keppnisumhverfi. Þetta er það sem við lifum fyrir. Ástæðan fyrir því að við nennum að mæta snemma á morgunæfingar og busla í þessari laugu. Það skemmtilegast sem ég geri er að keppa – vera þarna með vinum mínum og sjá hvað í mér býr. Ég er mjög spenntur að sjá hvað ég get gert um helgina.“ Anton mun svo taka sér stutt sumarfrí áður en hann byrjar æfingar að nýju. Hann vonast til að geta byrjað að keppa í nýju atvinnumannadeildinni, ISL, í október ef faraldurinn hindrar það ekki en allar æfinga- og keppnisáætlanir Antons munu taka mið af stóru stundinni í Tókýó að ári liðnu. Klippa: Sportpakkinn - Anton Sveinn keppir um helgina
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Anton telur að það sé hægt að koma út úr þessum aðstæðum á góðum stað Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. 19. apríl 2020 09:00 Anton skilur lítið í IOC | Ánægður með nýja atvinnumannadeild Anton Sveinn McKee, eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, segist ekki skilja af hverju enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um frestun leikanna. 22. mars 2020 20:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Sjá meira
Anton telur að það sé hægt að koma út úr þessum aðstæðum á góðum stað Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram áttu að fara í Tókýó í Japan í sumar. Hann segir að frestun leikanna hafi haft mikil áhrif á sálarlífið. 19. apríl 2020 09:00
Anton skilur lítið í IOC | Ánægður með nýja atvinnumannadeild Anton Sveinn McKee, eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó, segist ekki skilja af hverju enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um frestun leikanna. 22. mars 2020 20:00