Trump skiptir um kosningastjóra í skugga dvínandi vinsælda Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 11:22 Brad Parscale hefur stýrt framboði Trump til þessa en vakti reiði forsetans þegar mun færri mættu á kosningafund í Tulsa en vonir stóðu til. Áður hafði hann líkt mætti Trump-framboðsins við Helstirnið úr Stjörnustríðskvikmyndunum. AP/Paul Sancya Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipta um kosningastjóra. Forsetinn hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og er sagður kenna fráfarandi kosningastjóranum um misheppnaðan kosningafund í Tulsa á dögunum. Brad Parscale, sem hefur stýrt framboði Trump til endurkjörs til þessa, verður áfram ráðgjafi þess í stafrænum málum. Í stað hans kemur Bill Stepien, pólitískur ráðgjafi Trump. Hann tók meðal annars þátt í að stýra framboði Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Jafnvel áður en Trump tilkynnti um brotthvarf Parscale í gær hafði staða kosningastjórans veikst. Trump er sagður hafa verið honum reiður vegna kosningafundar í Tulsa þar sem mun færri stuðningsmenn forsetans mættu en Parscale hafði básúnað í aðdraganda fundarins. Þá hafa ýmsir ráðgjafar Trump sett spurningamerki við að Parscale héldi sig á Flórída í stað þess að vinna í Virginíu þar sem höfuðstöðvar framboðsins eru. Trump á einnig að hafa reiðst yfir því hversu mikið Parscale hefur makað eigin krók á framboðinu. Trump virtist bugaður þegar hann kom aftur til Washington eftir fjöldafundinn í Tulsa sem var ekki í samræmi við væntingar hans. Mikið var um auð sæti þrátt fyrir að Parscale hefði boðað að fundarstaðurinn yrði yfirfullur.AP/Patrick Semansky Sagður þekkja vel til lykilríkjanna Stepien bíður nú það verk að snúa við gengi Trump forseta. Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, væntanlegt forsetaefni demókrata, sé með afgerandi forskot á landsvísu og standi vel að vígi í lykilríkjum. Þá hafa vinsældir Trump þokast niður á við í kórónuveirufaraldrinum og þjóðarumræðu um kerfislæga kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem fylgdi dauða George Floyd í haldi lögreglumanna í Minneapolis í maí. Washington Post segir að Stepien sé lágstemmdur persónuleiki og sé þekktur fyrir að vera vel að sér um lykilríkin sem eru líkleg til að ráða úrslitum í forsetakosningunum. Stepien var einn helsti ráðgjafi Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóra New Jersey, en var látinn fara í kjölfar hneykslismáls sem tengdist George Washington-brúnni árið 2013. Ólíkt öðrum ráðgjöfum Christie var Stepien ekki sakaður um glæp í því máli og gekk hann til liðs við framboð Trump árið 2016. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump skiptir um kosningastjóra. Í júní árið 2016 rak hann Corey Lewandowski, fyrsta kosningastjóra sinn, en hann hafði meðal annars verið sakaður um að beita blaðakonu hægrisinnuðu vefsíðunnar Breitbart valdi. Í stað Lewandowski kom Paul Manafort sem hafði verið málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg um árabil. Hann entist í tvo mánuði áður en hann sagði af sér í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá fyrrverandi forseta Úkraínu. Manafort var síðar ákærður og sakfelldur fyrir skattsvik, fjárglæpi og að starfa fyrir erlend ríki á laun. Kellyanne Conway tók við af Manafort en hún er enn ráðgjafi Trump í Hvíta húsinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann ætlaði að skipta um kosningastjóra. Forsetinn hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum og er sagður kenna fráfarandi kosningastjóranum um misheppnaðan kosningafund í Tulsa á dögunum. Brad Parscale, sem hefur stýrt framboði Trump til endurkjörs til þessa, verður áfram ráðgjafi þess í stafrænum málum. Í stað hans kemur Bill Stepien, pólitískur ráðgjafi Trump. Hann tók meðal annars þátt í að stýra framboði Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Jafnvel áður en Trump tilkynnti um brotthvarf Parscale í gær hafði staða kosningastjórans veikst. Trump er sagður hafa verið honum reiður vegna kosningafundar í Tulsa þar sem mun færri stuðningsmenn forsetans mættu en Parscale hafði básúnað í aðdraganda fundarins. Þá hafa ýmsir ráðgjafar Trump sett spurningamerki við að Parscale héldi sig á Flórída í stað þess að vinna í Virginíu þar sem höfuðstöðvar framboðsins eru. Trump á einnig að hafa reiðst yfir því hversu mikið Parscale hefur makað eigin krók á framboðinu. Trump virtist bugaður þegar hann kom aftur til Washington eftir fjöldafundinn í Tulsa sem var ekki í samræmi við væntingar hans. Mikið var um auð sæti þrátt fyrir að Parscale hefði boðað að fundarstaðurinn yrði yfirfullur.AP/Patrick Semansky Sagður þekkja vel til lykilríkjanna Stepien bíður nú það verk að snúa við gengi Trump forseta. Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, væntanlegt forsetaefni demókrata, sé með afgerandi forskot á landsvísu og standi vel að vígi í lykilríkjum. Þá hafa vinsældir Trump þokast niður á við í kórónuveirufaraldrinum og þjóðarumræðu um kerfislæga kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem fylgdi dauða George Floyd í haldi lögreglumanna í Minneapolis í maí. Washington Post segir að Stepien sé lágstemmdur persónuleiki og sé þekktur fyrir að vera vel að sér um lykilríkin sem eru líkleg til að ráða úrslitum í forsetakosningunum. Stepien var einn helsti ráðgjafi Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóra New Jersey, en var látinn fara í kjölfar hneykslismáls sem tengdist George Washington-brúnni árið 2013. Ólíkt öðrum ráðgjöfum Christie var Stepien ekki sakaður um glæp í því máli og gekk hann til liðs við framboð Trump árið 2016. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem Trump skiptir um kosningastjóra. Í júní árið 2016 rak hann Corey Lewandowski, fyrsta kosningastjóra sinn, en hann hafði meðal annars verið sakaður um að beita blaðakonu hægrisinnuðu vefsíðunnar Breitbart valdi. Í stað Lewandowski kom Paul Manafort sem hafði verið málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg um árabil. Hann entist í tvo mánuði áður en hann sagði af sér í kjölfar ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara á laun frá fyrrverandi forseta Úkraínu. Manafort var síðar ákærður og sakfelldur fyrir skattsvik, fjárglæpi og að starfa fyrir erlend ríki á laun. Kellyanne Conway tók við af Manafort en hún er enn ráðgjafi Trump í Hvíta húsinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15. júlí 2020 11:04
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27
Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent