Elín Jóna leikmaður ársins og kampavínið flæddi Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2020 23:00 Elín Jóna Þorsteinsdóttir með verðlaunin sín sem leikmaður ársins. mynd/@elinjona_96 Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, var um helgina útnefnd besti leikmaður tímabilsins hjá danska félaginu Vendsyssel, annað árið í röð. Elín Jóna átti stóran þátt í því að Vendsyssel var í efsta sæti dönsku 1. deildarinnar þegar hlé var gert á keppni í mars í vegna kórónuveirufaraldursins. Að lokum var ákveðið að blása tímabilið af og staðan í mars látin gilda sem lokastaða, og því fékk Vendsyssel sæti í úrvalsdeildinni. Það var ekki fyrr en nú um helgina sem að leikmenn, þjálfarar og aðrir sem koma að Vendsyssel-liðinu gátu fagnað úrvalsdeildarsætinu saman með viðeigandi hætti. Hópurinn snæddi veislumat saman og kampavínið fékk að flæða enda félagið ekki verið í úrvalsdeild frá því að það var stofnað árið 2011. Elín Jóna fékk svo verðlaun sín sem besti leikmaður tímabilsins. View this post on Instagram Sturlað tímabil toppað með að vera valinn leikmaður ársins Er svo stolt af liðinu og því sem við höfum afrekað á þessu timabili. Nú bíður bara úrvalsdeildin - Vild sæson toppet med prisen som årets spiller jeg er stolt af holdet og det vi har opnået denne sæson Nu venter LIGAEN #veha1elin A post shared by Elín Jóna (@elinjona_96) on Jul 11, 2020 at 1:15pm PDT Elín Jóna skrifaði í vor undir nýjan samning við Vendsyssel sem gildir til næstu tveggja ára. Við það tilefni sagði þjálfari liðsins, Kent Ballegaard, að þessi fyrrverandi Haukakona væri án nokkurs vafa besti markvörður deildarinnar og að oft hefði hún tryggt liði sínu sigur. „Hún er mikilvægur hlekkur í framtíð Vendsyssel. Elín gæti átt mjög bjarta framtíð og við ætlum að vinna saman að því, og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Ballegaard. View this post on Instagram I ga r holdte vi guld- og grillfest, hvor vi fejrede vores oprykning i @dameligaen @elinjona_96 blev ka ret som a rets spiller for sæsonen 19/20! A post shared by Vendsyssel Håndbold (@vendsysselhaandbold) on Jul 12, 2020 at 8:07am PDT Elín Jóna hefur fengið hornamanninn Steinunni Hansdóttur sem liðsfélaga fyrir næstu leiktíð og eru æfingar hafnar hjá Vendsyssel sem á bikarleik við Horsens 13. ágúst. Fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni á að fara fram 26. ágúst. Danski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Íslenskir liðsfélagar hjá Vendsyssel næsta vetur Íslenska landsliðskonan Steinunn Hansdóttir hefur gert samning við danska b-deildarliðið Vendsyssel. 19. maí 2020 14:17 Elín Jóna áfram lykilmaður Vendsyssel | Þjálfarinn hæstánægður Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, hefur verið algjör lykilmaður hjá Vendsyssel sem er á toppi næstefstu deildar Danmerkur. Hún hefur nú skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. 2. mars 2020 23:15 Danir flauta tímabilið af | Íslendingalið meistarar Danska handboltatímabilinu er lokið. Íslendingaliðin Aalborg og Esbjerg standa uppi sem meistarar. 7. apríl 2020 12:31 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, var um helgina útnefnd besti leikmaður tímabilsins hjá danska félaginu Vendsyssel, annað árið í röð. Elín Jóna átti stóran þátt í því að Vendsyssel var í efsta sæti dönsku 1. deildarinnar þegar hlé var gert á keppni í mars í vegna kórónuveirufaraldursins. Að lokum var ákveðið að blása tímabilið af og staðan í mars látin gilda sem lokastaða, og því fékk Vendsyssel sæti í úrvalsdeildinni. Það var ekki fyrr en nú um helgina sem að leikmenn, þjálfarar og aðrir sem koma að Vendsyssel-liðinu gátu fagnað úrvalsdeildarsætinu saman með viðeigandi hætti. Hópurinn snæddi veislumat saman og kampavínið fékk að flæða enda félagið ekki verið í úrvalsdeild frá því að það var stofnað árið 2011. Elín Jóna fékk svo verðlaun sín sem besti leikmaður tímabilsins. View this post on Instagram Sturlað tímabil toppað með að vera valinn leikmaður ársins Er svo stolt af liðinu og því sem við höfum afrekað á þessu timabili. Nú bíður bara úrvalsdeildin - Vild sæson toppet med prisen som årets spiller jeg er stolt af holdet og det vi har opnået denne sæson Nu venter LIGAEN #veha1elin A post shared by Elín Jóna (@elinjona_96) on Jul 11, 2020 at 1:15pm PDT Elín Jóna skrifaði í vor undir nýjan samning við Vendsyssel sem gildir til næstu tveggja ára. Við það tilefni sagði þjálfari liðsins, Kent Ballegaard, að þessi fyrrverandi Haukakona væri án nokkurs vafa besti markvörður deildarinnar og að oft hefði hún tryggt liði sínu sigur. „Hún er mikilvægur hlekkur í framtíð Vendsyssel. Elín gæti átt mjög bjarta framtíð og við ætlum að vinna saman að því, og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Ballegaard. View this post on Instagram I ga r holdte vi guld- og grillfest, hvor vi fejrede vores oprykning i @dameligaen @elinjona_96 blev ka ret som a rets spiller for sæsonen 19/20! A post shared by Vendsyssel Håndbold (@vendsysselhaandbold) on Jul 12, 2020 at 8:07am PDT Elín Jóna hefur fengið hornamanninn Steinunni Hansdóttur sem liðsfélaga fyrir næstu leiktíð og eru æfingar hafnar hjá Vendsyssel sem á bikarleik við Horsens 13. ágúst. Fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni á að fara fram 26. ágúst.
Danski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Íslenskir liðsfélagar hjá Vendsyssel næsta vetur Íslenska landsliðskonan Steinunn Hansdóttir hefur gert samning við danska b-deildarliðið Vendsyssel. 19. maí 2020 14:17 Elín Jóna áfram lykilmaður Vendsyssel | Þjálfarinn hæstánægður Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, hefur verið algjör lykilmaður hjá Vendsyssel sem er á toppi næstefstu deildar Danmerkur. Hún hefur nú skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. 2. mars 2020 23:15 Danir flauta tímabilið af | Íslendingalið meistarar Danska handboltatímabilinu er lokið. Íslendingaliðin Aalborg og Esbjerg standa uppi sem meistarar. 7. apríl 2020 12:31 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Íslenskir liðsfélagar hjá Vendsyssel næsta vetur Íslenska landsliðskonan Steinunn Hansdóttir hefur gert samning við danska b-deildarliðið Vendsyssel. 19. maí 2020 14:17
Elín Jóna áfram lykilmaður Vendsyssel | Þjálfarinn hæstánægður Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, hefur verið algjör lykilmaður hjá Vendsyssel sem er á toppi næstefstu deildar Danmerkur. Hún hefur nú skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. 2. mars 2020 23:15
Danir flauta tímabilið af | Íslendingalið meistarar Danska handboltatímabilinu er lokið. Íslendingaliðin Aalborg og Esbjerg standa uppi sem meistarar. 7. apríl 2020 12:31