Kristinn Jóns skoraði fyrir Blika síðast þegar þeir unnu í Frostaskjólinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2020 14:01 Kristinn Jónsson og Andri Rafn Yeoman í leik KR og Breiðabliks í fyrra. Þeir léku með Blikum síðast þegar þeir unnu í Frostaskjólinu. vísir/bára Breiðablik freistar þess í kvöld að vinna KR í Vesturbænum í fyrsta sinn síðan 2012. Blikar sækja KR-inga heim í stórleik 6. umferðar Pepsi Max-deildar karla klukkan 19:15. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Síðan Breiðablik vann KR með fjórum mörkum gegn engu 16. september 2012 hefur liðið ekki sótt sigur í Frostaskjólið. Næstu sex deildarleikir KR og Breiðabliks í Vesturbænum, á árunum 2013-18, enduðu með jafntefli. KR-ingar unnu svo Blika á heimavelli í fyrra, 2-0, með mörkum Kristins Jónssonar og Óskars Arnar Haukssonar. Kristinn skoraði einnig í áðurnefndum leik KR og Breiðabliks 2012. Þá lék hann með Blikum og var fyrirliði þeirra gegn KR. Bakvörðurinn kom Breiðabliki yfir á 34. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu. Áður hafði Ingvar Þór Kale varið vítaspyrnu Garys Martin. Í seinni hálfleik bættu Blikar svo þremur mörkum við. Nichlas Rohde, Elfar Árni Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson skoruðu þau. Aðeins einn í átján manna leikmannahópi Breiðabliks í leiknum gegn KR 2012 er enn hjá félaginu. Það er Andri Rafn Yeoman, leikjahæsti leikmaður Blika frá upphafi. Aron Bjarki Jósepsson og Atli Sigurjónsson eru einu KR-ingarnir sem tóku þátt í leiknum 2012. Þá er KR með sama þjálfara, Rúnar Kristinsson. Bjarni Guðjónsson, sem var fyrirliði KR 2012, er aðstoðarþjálfari liðsins í dag. Mörkin úr leik KR og Breiðabliks 2012 má sjá hér fyrir neðan. Klippa: KR - Breiðablik 2012 Breiðablik er á toppi Pepsi Max-deildarinnar með ellefu stig. KR er í 5. sætinu með níu stig. Með sigri í kvöld komast KR-ingar því upp fyrir Blika. KR hefur leikið einum leik færra en Breiðablik. Eins og fyrr sagði verður leikur KR og Breiðabliks í kvöld sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:00. Eftir leikinn fara Kjartan Atli Kjartansson og Atli Viðar Björnsson svo yfir 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í Pepsi Max tilþrifunum. Pepsi Max-deild karla Breiðablik KR Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Breiðablik freistar þess í kvöld að vinna KR í Vesturbænum í fyrsta sinn síðan 2012. Blikar sækja KR-inga heim í stórleik 6. umferðar Pepsi Max-deildar karla klukkan 19:15. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Síðan Breiðablik vann KR með fjórum mörkum gegn engu 16. september 2012 hefur liðið ekki sótt sigur í Frostaskjólið. Næstu sex deildarleikir KR og Breiðabliks í Vesturbænum, á árunum 2013-18, enduðu með jafntefli. KR-ingar unnu svo Blika á heimavelli í fyrra, 2-0, með mörkum Kristins Jónssonar og Óskars Arnar Haukssonar. Kristinn skoraði einnig í áðurnefndum leik KR og Breiðabliks 2012. Þá lék hann með Blikum og var fyrirliði þeirra gegn KR. Bakvörðurinn kom Breiðabliki yfir á 34. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu. Áður hafði Ingvar Þór Kale varið vítaspyrnu Garys Martin. Í seinni hálfleik bættu Blikar svo þremur mörkum við. Nichlas Rohde, Elfar Árni Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson skoruðu þau. Aðeins einn í átján manna leikmannahópi Breiðabliks í leiknum gegn KR 2012 er enn hjá félaginu. Það er Andri Rafn Yeoman, leikjahæsti leikmaður Blika frá upphafi. Aron Bjarki Jósepsson og Atli Sigurjónsson eru einu KR-ingarnir sem tóku þátt í leiknum 2012. Þá er KR með sama þjálfara, Rúnar Kristinsson. Bjarni Guðjónsson, sem var fyrirliði KR 2012, er aðstoðarþjálfari liðsins í dag. Mörkin úr leik KR og Breiðabliks 2012 má sjá hér fyrir neðan. Klippa: KR - Breiðablik 2012 Breiðablik er á toppi Pepsi Max-deildarinnar með ellefu stig. KR er í 5. sætinu með níu stig. Með sigri í kvöld komast KR-ingar því upp fyrir Blika. KR hefur leikið einum leik færra en Breiðablik. Eins og fyrr sagði verður leikur KR og Breiðabliks í kvöld sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:00. Eftir leikinn fara Kjartan Atli Kjartansson og Atli Viðar Björnsson svo yfir 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í Pepsi Max tilþrifunum.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik KR Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira