Kristinn Jóns skoraði fyrir Blika síðast þegar þeir unnu í Frostaskjólinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2020 14:01 Kristinn Jónsson og Andri Rafn Yeoman í leik KR og Breiðabliks í fyrra. Þeir léku með Blikum síðast þegar þeir unnu í Frostaskjólinu. vísir/bára Breiðablik freistar þess í kvöld að vinna KR í Vesturbænum í fyrsta sinn síðan 2012. Blikar sækja KR-inga heim í stórleik 6. umferðar Pepsi Max-deildar karla klukkan 19:15. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Síðan Breiðablik vann KR með fjórum mörkum gegn engu 16. september 2012 hefur liðið ekki sótt sigur í Frostaskjólið. Næstu sex deildarleikir KR og Breiðabliks í Vesturbænum, á árunum 2013-18, enduðu með jafntefli. KR-ingar unnu svo Blika á heimavelli í fyrra, 2-0, með mörkum Kristins Jónssonar og Óskars Arnar Haukssonar. Kristinn skoraði einnig í áðurnefndum leik KR og Breiðabliks 2012. Þá lék hann með Blikum og var fyrirliði þeirra gegn KR. Bakvörðurinn kom Breiðabliki yfir á 34. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu. Áður hafði Ingvar Þór Kale varið vítaspyrnu Garys Martin. Í seinni hálfleik bættu Blikar svo þremur mörkum við. Nichlas Rohde, Elfar Árni Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson skoruðu þau. Aðeins einn í átján manna leikmannahópi Breiðabliks í leiknum gegn KR 2012 er enn hjá félaginu. Það er Andri Rafn Yeoman, leikjahæsti leikmaður Blika frá upphafi. Aron Bjarki Jósepsson og Atli Sigurjónsson eru einu KR-ingarnir sem tóku þátt í leiknum 2012. Þá er KR með sama þjálfara, Rúnar Kristinsson. Bjarni Guðjónsson, sem var fyrirliði KR 2012, er aðstoðarþjálfari liðsins í dag. Mörkin úr leik KR og Breiðabliks 2012 má sjá hér fyrir neðan. Klippa: KR - Breiðablik 2012 Breiðablik er á toppi Pepsi Max-deildarinnar með ellefu stig. KR er í 5. sætinu með níu stig. Með sigri í kvöld komast KR-ingar því upp fyrir Blika. KR hefur leikið einum leik færra en Breiðablik. Eins og fyrr sagði verður leikur KR og Breiðabliks í kvöld sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:00. Eftir leikinn fara Kjartan Atli Kjartansson og Atli Viðar Björnsson svo yfir 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í Pepsi Max tilþrifunum. Pepsi Max-deild karla Breiðablik KR Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Breiðablik freistar þess í kvöld að vinna KR í Vesturbænum í fyrsta sinn síðan 2012. Blikar sækja KR-inga heim í stórleik 6. umferðar Pepsi Max-deildar karla klukkan 19:15. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Síðan Breiðablik vann KR með fjórum mörkum gegn engu 16. september 2012 hefur liðið ekki sótt sigur í Frostaskjólið. Næstu sex deildarleikir KR og Breiðabliks í Vesturbænum, á árunum 2013-18, enduðu með jafntefli. KR-ingar unnu svo Blika á heimavelli í fyrra, 2-0, með mörkum Kristins Jónssonar og Óskars Arnar Haukssonar. Kristinn skoraði einnig í áðurnefndum leik KR og Breiðabliks 2012. Þá lék hann með Blikum og var fyrirliði þeirra gegn KR. Bakvörðurinn kom Breiðabliki yfir á 34. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu. Áður hafði Ingvar Þór Kale varið vítaspyrnu Garys Martin. Í seinni hálfleik bættu Blikar svo þremur mörkum við. Nichlas Rohde, Elfar Árni Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson skoruðu þau. Aðeins einn í átján manna leikmannahópi Breiðabliks í leiknum gegn KR 2012 er enn hjá félaginu. Það er Andri Rafn Yeoman, leikjahæsti leikmaður Blika frá upphafi. Aron Bjarki Jósepsson og Atli Sigurjónsson eru einu KR-ingarnir sem tóku þátt í leiknum 2012. Þá er KR með sama þjálfara, Rúnar Kristinsson. Bjarni Guðjónsson, sem var fyrirliði KR 2012, er aðstoðarþjálfari liðsins í dag. Mörkin úr leik KR og Breiðabliks 2012 má sjá hér fyrir neðan. Klippa: KR - Breiðablik 2012 Breiðablik er á toppi Pepsi Max-deildarinnar með ellefu stig. KR er í 5. sætinu með níu stig. Með sigri í kvöld komast KR-ingar því upp fyrir Blika. KR hefur leikið einum leik færra en Breiðablik. Eins og fyrr sagði verður leikur KR og Breiðabliks í kvöld sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:00. Eftir leikinn fara Kjartan Atli Kjartansson og Atli Viðar Björnsson svo yfir 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í Pepsi Max tilþrifunum.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik KR Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira