Sara kom sjálfri sér á óvart og vann gull í KIA Silfurhringnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 14:30 Sara Sigmundsdóttir með gullverðlaunin sem hún vann á Laugarvatni um helgina. Skjámynd/Instagram Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark í sínum flokki í árlegu hjólakeppninni sem fór fram í kringum Laugarvatn um helgina. CrossFit fólkið þarf að vera tilbúið í alla mögulegar æfingar í sínum keppnum og þar á meðal að hjóla. Æfingar og keppnir á hjóli hafa greinilega skilað sínu hjá Söru. Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark í flokki 20 til 29 ára í KIA Silfurhringnum með því að klára kílómetrana fimmtíu á einum klukkutíma, 47 mínútum og sex sekúndum. Mótshaldarar þurftu reyndar að breyta leiðinni skömmu fyrir keppni og að þessu sinni var hjóla í vestur í Silfurhringnum frá Laugarvatni upp Lyngalsheiðina og í átt að Þingvöllum. Þaðan var síðan farið sömu leið til baka. Sara sagði frá árangri sínum á Instagram: „Tók þátt í Silfurhringnum á laugardaginn og það gekk mun betur en ég hefði getað ímyndað mér,“ skrifaði Sara eins og sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram Did the Silfurhringurinn bicycle competition on Saturday and it went way better than I could ever have imagined Big thanks to @triverslun for setting me up with a bike and everything else I needed for the comp. _ #ilovecompeting #kiasilfurhringurinn #triverslun #cubebikes #foodspringathletics #unbroken #fitaid #iceland A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Jul 13, 2020 at 3:36am PDT Sara Sigmundsdóttir endaði í sjöunda sæti í opna flokki KIA silfurhringsins. Margrét Pálsdóttir vann KIA silfurhringinn í kvennaflokki, Helga Guðrún Ólafsdóttir varð önnur og Anna Cecilia Inghammar tók þriðja sætið. Margrét Pálsdóttir kom í mark á einum klukkutíma, 33 mínútum og 27 sekúndum og var því rúmum tólf mínútum á undan Söru. Sara varð tæpum níu mínútum frá verðlaunapallinum í opnum flokki. Sam Gateman vann KIA gullhringinn í karlaflokki, Huub Deelstra varð annar og Eyjólfur Guðgeirsson varð þriðji. Elín Björg Björnsdóttir vann KIA gullhringinn í kvennaflokki, Hrefna Sigurbjörg Jóhannsdóttir varð önnur og Katrín Pálsdóttir varð þriðja. Ole Bjorn Smisethjell vann KIA silfurhringinn í karlaflokki, Brynjar Örn Borgþórsson varð annar og Guðni Ásbjörnsson varð þriðji. Guðmundur Arason Öfjörð vann KIA bronshringinn í karlaflokki, Yngvi Guðmundsson varð annar og Sigurður Grétar Ólafsson varð þriðji. Þóra Katrín Gunnarsdóttir vann KIA bronshringinn í kvennaflokki, Kristín Pálsdóttir varð önnur og Elísabet Jónsdóttir varð þriðja. Hjólreiðar CrossFit Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark í sínum flokki í árlegu hjólakeppninni sem fór fram í kringum Laugarvatn um helgina. CrossFit fólkið þarf að vera tilbúið í alla mögulegar æfingar í sínum keppnum og þar á meðal að hjóla. Æfingar og keppnir á hjóli hafa greinilega skilað sínu hjá Söru. Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark í flokki 20 til 29 ára í KIA Silfurhringnum með því að klára kílómetrana fimmtíu á einum klukkutíma, 47 mínútum og sex sekúndum. Mótshaldarar þurftu reyndar að breyta leiðinni skömmu fyrir keppni og að þessu sinni var hjóla í vestur í Silfurhringnum frá Laugarvatni upp Lyngalsheiðina og í átt að Þingvöllum. Þaðan var síðan farið sömu leið til baka. Sara sagði frá árangri sínum á Instagram: „Tók þátt í Silfurhringnum á laugardaginn og það gekk mun betur en ég hefði getað ímyndað mér,“ skrifaði Sara eins og sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram Did the Silfurhringurinn bicycle competition on Saturday and it went way better than I could ever have imagined Big thanks to @triverslun for setting me up with a bike and everything else I needed for the comp. _ #ilovecompeting #kiasilfurhringurinn #triverslun #cubebikes #foodspringathletics #unbroken #fitaid #iceland A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Jul 13, 2020 at 3:36am PDT Sara Sigmundsdóttir endaði í sjöunda sæti í opna flokki KIA silfurhringsins. Margrét Pálsdóttir vann KIA silfurhringinn í kvennaflokki, Helga Guðrún Ólafsdóttir varð önnur og Anna Cecilia Inghammar tók þriðja sætið. Margrét Pálsdóttir kom í mark á einum klukkutíma, 33 mínútum og 27 sekúndum og var því rúmum tólf mínútum á undan Söru. Sara varð tæpum níu mínútum frá verðlaunapallinum í opnum flokki. Sam Gateman vann KIA gullhringinn í karlaflokki, Huub Deelstra varð annar og Eyjólfur Guðgeirsson varð þriðji. Elín Björg Björnsdóttir vann KIA gullhringinn í kvennaflokki, Hrefna Sigurbjörg Jóhannsdóttir varð önnur og Katrín Pálsdóttir varð þriðja. Ole Bjorn Smisethjell vann KIA silfurhringinn í karlaflokki, Brynjar Örn Borgþórsson varð annar og Guðni Ásbjörnsson varð þriðji. Guðmundur Arason Öfjörð vann KIA bronshringinn í karlaflokki, Yngvi Guðmundsson varð annar og Sigurður Grétar Ólafsson varð þriðji. Þóra Katrín Gunnarsdóttir vann KIA bronshringinn í kvennaflokki, Kristín Pálsdóttir varð önnur og Elísabet Jónsdóttir varð þriðja.
Hjólreiðar CrossFit Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira