Naumur sigur Duda samkvæmt útgönguspám Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2020 19:27 Andrezj Duda forseti Pólland (t.v.) og mótframbjóðandi hans Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár (t.h.). EPA/DAREK DELMANOWICZ/MACIEJ KULCZYNSKI Fyrstu útgönguspár pólsku forsetakosninganna benda til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, hafi nauman sigur. Duda fékk 50,4 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám en mótframbjóðandi hans, Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, 49,6 prósent. Munurinn er þannig innan við eitt prósent. Kjörsókn var með mesta móti, eða 68,9 prósent. Fyrstu útgönguspár voru birtar nú skömmu eftir klukkan sjö að íslenskum tíma eftir að kjörstaðir lokuðu í Póllandi. Viðbúið var að afar mjótt yrði á mununum en skoðanakannanir síðustu vikna hafa ýmist spáð fyrir um sigur Duda eða Trzaskowski. Frambjóðendurnir hafa boðið Pólverjum upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Trzaskowski er öllu frjálslyndari, til að mynda í afstöðu sinni til málefna kvenna og hinseginfólks. Duda er fyrrverandi þingmaður stjórnarflokksins Laga og réttlætis og íhaldssamur eftir því, til að mynda í áðurnefndum málaflokkum. Enn er þó nokkur bið á endanlegum niðurstöðum kosninganna þar sem bíða þarf eftir atkvæðum Pólverja sem kusu erlendis. Þannig voru til dæmis 4500 Pólverjar á kjörskrá á Íslandi og hafa aldrei verið fleiri. Þá er kjörstaður í pólska sendiráðinu á Íslandi enn opinn og lokar ekki fyrr en klukkan 21 vegna tímamismunar. Fréttastofa leit við á kjörstað í dag og ræddi við pólska kjósendur, sem flestir sögðust hafa kosið Trzaskowski. Innslagið má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Pólland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Fyrstu útgönguspár pólsku forsetakosninganna benda til þess að Andrzej Duda, forseti Póllands, hafi nauman sigur. Duda fékk 50,4 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám en mótframbjóðandi hans, Rafał Trzaskowski borgarstjóri Varsjár, 49,6 prósent. Munurinn er þannig innan við eitt prósent. Kjörsókn var með mesta móti, eða 68,9 prósent. Fyrstu útgönguspár voru birtar nú skömmu eftir klukkan sjö að íslenskum tíma eftir að kjörstaðir lokuðu í Póllandi. Viðbúið var að afar mjótt yrði á mununum en skoðanakannanir síðustu vikna hafa ýmist spáð fyrir um sigur Duda eða Trzaskowski. Frambjóðendurnir hafa boðið Pólverjum upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Trzaskowski er öllu frjálslyndari, til að mynda í afstöðu sinni til málefna kvenna og hinseginfólks. Duda er fyrrverandi þingmaður stjórnarflokksins Laga og réttlætis og íhaldssamur eftir því, til að mynda í áðurnefndum málaflokkum. Enn er þó nokkur bið á endanlegum niðurstöðum kosninganna þar sem bíða þarf eftir atkvæðum Pólverja sem kusu erlendis. Þannig voru til dæmis 4500 Pólverjar á kjörskrá á Íslandi og hafa aldrei verið fleiri. Þá er kjörstaður í pólska sendiráðinu á Íslandi enn opinn og lokar ekki fyrr en klukkan 21 vegna tímamismunar. Fréttastofa leit við á kjörstað í dag og ræddi við pólska kjósendur, sem flestir sögðust hafa kosið Trzaskowski. Innslagið má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Pólland Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira