Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2020 18:40 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, á blaðamannafundi vegna brunans á Bræðraborgarstíg 1. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. Sautján dagar eru nú liðnir frá brunanum á Bræðraborgarstíg þar sem þrír pólskir ríkisborgarar fórust. Athygli vakti að 73 voru með lögheimili í húsinu og í framhaldinu gerði slökkviliðið á höfuðborgsvæðinu úttekt á húsnæði þar sem grunsamlega mörg voru skráð til heimilis. „Það sem hefur staðið upp úr [í úttektinni] er þessi mikli fjöldi sem er skráður til búsetu í hin ýmsu úrræði,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Léleg skráning flæki slökkvistarf Komið hafi á daginn að í mörgum tilfellum hafi raunverulegur íbúafjöldi ekki verið í samræmi við lögheimilisskráningu. Umtalsvert færri hafi búið í húsunum en skráningin sagði til um. „Það virðist vera eins og eigendur eða forráðamenn vinni ekki jafnt og þétt í því að afskrá fólk úr húsnæði, eins og það gleymist eitthvað,“ segir Jón Viðar og bætir við að það skipti slökkviliðið töluverðu máli að það sé gert. Mismunurinn geti skapað óþægindi fyrir slökkviliðið. „Því við nýtum okkur þjóðskrá í sumum okkar verkefnum til þess að átta okkur á íbúafjölda í húsnæði,“ segir Jón Viðar. „Segjum að það komi upp eldur í húsnæði, einbýlishúsi eða blokk, þá þurfum við að átta okkur á umfanginu. Ef það er mikil misskráning þarna þá getur það verið óþægilegt fyrir okkur.“ Athugun slökkviliðsins leiddi jafnframt í ljós að brunavörnum var víða ábótavant. „Stundum hefur verið hægt að ganga í verkið og bæta brunavarnir. Síðan hefur líka komið upp að menn hafa hreinlega ákveðið að leggja af notkun húsnæðis,“ segir Jón Viðar og bætir við að þar hafi verið um að ræða húsnæði þar sem fólk hafði búsetu. Öllum til bóta að fylgja reglum Jón Viðar segir slökkviliðið hafa vitneskju um að víða búi fólk í ósamþykktu húsnæði. Slökkviliðið hafi fylgst með slíku húsnæði, bæði fyrir og eftir brunann á Bræðraborgarstíg. „Það verður að segjast að þessi hörmulegi atburður slær alla kröftuglega og kemur við fólk.“ Hann vill því brýna fyrir eigendum húsnæðis að á þeim hvíli kröfur. „Ef þeir breyta húsnæðinu eða breyta notkun þess þá verða þeir að sækja um nýtt byggingaleyfi og fá samþykki fyrir þeim áformum sem þeir eru með.“ Slökkviliðið komi þá að því ferli, sem umsagnaraðili um eldvarnir - „og það er mikilvægt að löggjöfinni sé fylgt,“ segir Jón Viðar. „Það er öllum til bóta.“ Viðbrögð og störf slökkviliðs rannsökuð Rannsókn á brunanum á Bræðraborgastíg stendur enn yfir af hálfu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og má vænta niðurstöðu innan nokkurra mánaða. Aðspurður um aðkomu slökkviliðsins segir Jón Viðar að sitt fólk hafi fundað með fulltrúum stofnunarinnar, sem hafi kallað eftir gögnum frá slökkviliðinu, og fleiri fundir séu fyrirhugaðir. Allir þættir málsins séu til skoðunar að sögn Jóns Viðars. „Viðbrögð okkar, störf okkar á vettvangi, húsnæðið og fleira. Það er í rauninni verið að kanna allt - sem er mjög mikilvægt fyrir okkur að sé gert. Það vilja náttúrulega allir læra af þessum atburði,“ segir Jón Viðar. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira
Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir oft misræmi milli skráningar á fjölda fólks sem skráður er á heimilisfang og hve margir raunverulega búa í húsnæði, sem geti valdið slökkviliðinu óþægindum. Sautján dagar eru nú liðnir frá brunanum á Bræðraborgarstíg þar sem þrír pólskir ríkisborgarar fórust. Athygli vakti að 73 voru með lögheimili í húsinu og í framhaldinu gerði slökkviliðið á höfuðborgsvæðinu úttekt á húsnæði þar sem grunsamlega mörg voru skráð til heimilis. „Það sem hefur staðið upp úr [í úttektinni] er þessi mikli fjöldi sem er skráður til búsetu í hin ýmsu úrræði,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Léleg skráning flæki slökkvistarf Komið hafi á daginn að í mörgum tilfellum hafi raunverulegur íbúafjöldi ekki verið í samræmi við lögheimilisskráningu. Umtalsvert færri hafi búið í húsunum en skráningin sagði til um. „Það virðist vera eins og eigendur eða forráðamenn vinni ekki jafnt og þétt í því að afskrá fólk úr húsnæði, eins og það gleymist eitthvað,“ segir Jón Viðar og bætir við að það skipti slökkviliðið töluverðu máli að það sé gert. Mismunurinn geti skapað óþægindi fyrir slökkviliðið. „Því við nýtum okkur þjóðskrá í sumum okkar verkefnum til þess að átta okkur á íbúafjölda í húsnæði,“ segir Jón Viðar. „Segjum að það komi upp eldur í húsnæði, einbýlishúsi eða blokk, þá þurfum við að átta okkur á umfanginu. Ef það er mikil misskráning þarna þá getur það verið óþægilegt fyrir okkur.“ Athugun slökkviliðsins leiddi jafnframt í ljós að brunavörnum var víða ábótavant. „Stundum hefur verið hægt að ganga í verkið og bæta brunavarnir. Síðan hefur líka komið upp að menn hafa hreinlega ákveðið að leggja af notkun húsnæðis,“ segir Jón Viðar og bætir við að þar hafi verið um að ræða húsnæði þar sem fólk hafði búsetu. Öllum til bóta að fylgja reglum Jón Viðar segir slökkviliðið hafa vitneskju um að víða búi fólk í ósamþykktu húsnæði. Slökkviliðið hafi fylgst með slíku húsnæði, bæði fyrir og eftir brunann á Bræðraborgarstíg. „Það verður að segjast að þessi hörmulegi atburður slær alla kröftuglega og kemur við fólk.“ Hann vill því brýna fyrir eigendum húsnæðis að á þeim hvíli kröfur. „Ef þeir breyta húsnæðinu eða breyta notkun þess þá verða þeir að sækja um nýtt byggingaleyfi og fá samþykki fyrir þeim áformum sem þeir eru með.“ Slökkviliðið komi þá að því ferli, sem umsagnaraðili um eldvarnir - „og það er mikilvægt að löggjöfinni sé fylgt,“ segir Jón Viðar. „Það er öllum til bóta.“ Viðbrögð og störf slökkviliðs rannsökuð Rannsókn á brunanum á Bræðraborgastíg stendur enn yfir af hálfu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og má vænta niðurstöðu innan nokkurra mánaða. Aðspurður um aðkomu slökkviliðsins segir Jón Viðar að sitt fólk hafi fundað með fulltrúum stofnunarinnar, sem hafi kallað eftir gögnum frá slökkviliðinu, og fleiri fundir séu fyrirhugaðir. Allir þættir málsins séu til skoðunar að sögn Jóns Viðars. „Viðbrögð okkar, störf okkar á vettvangi, húsnæðið og fleira. Það er í rauninni verið að kanna allt - sem er mjög mikilvægt fyrir okkur að sé gert. Það vilja náttúrulega allir læra af þessum atburði,“ segir Jón Viðar.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira