Andrés Indriðason látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 17:31 Andrés Indriðason er látinn, 78 ára að aldri. Aðsend Andrés Indriðason, frumkvöðull á sviði íslenskrar dagskrárgerðar í sjónvarpi, er látinn 78 ára að aldri. Andrés lætur eftir sig eiginkonu, Valgerði Ingimarsdóttur, dæturnar Ester og Ástu og þrjú barnabörn. Andrés fæddist í Reykjavík þann 7. ágúst 1941. Hann starfaði sem blaðamaður, kennari, dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi, við kvikmyndagerð og ritstörf. Hann hefur einnig þýtt fjölda bóka og þætti fyrir sjónvarp. Eftir hann liggur mikill fjöldi ritverka einkum fyrir börn og unglina. Andrés varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1963 og stundaði hann enskunám við Háskóla Íslands 1963-1964. Hann nam kvikmyndagerð og dagskrárgerð fyrir sjónvarp í Árósum og Kaupmannahöfn 1964 og 1966. Frá stofnun sjónvarps Ríkisútvarpsins árið 1966 starfaði hann sem dagskrárgerðarmaður til ársins 1985. Þá starfaði hann sem rithöfundur og vann samhliða sjálfstætt að dagskrárgerð í sjónvarpi RÚV. Hann vann einnig að kvikmyndagerð sem leikstjóri og handritshöfundur og þá var hann einnig upptökustjóri og umsjónarmaður Gettu etur í 25 ár og hlaut fyrir það Edduverðlaunin. Andrés skrifaði meira en 30 skáldsögur og tugi leikverka fyrir útvarp, sjónvarp og leiksvið, til dæmis fyrir Þjóðleikhúsið og Kópavogsleikhúsið. Fyrsta bók hans, Lyklabarn, hlaut fyrstu verðlaun í barnabókasamkeppni Máls og menningar árið 1979 og önnur bók hans, Polli er ekkert blávatn, hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta frumsamda bókin árið 1981. Fyrir bókina Það var skræpa hlaut Andrés verðlaun Námsgagnastofnunar í samkeppni um létt lesefni fyrir börn árið 1984. Bækur hans hafa verið gefnar út í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Útvarpsleikrit Andrésar hafa þá verið flutt á öllum Norðurlöndunum og Bretlandi og leiknar sjónvarpsmyndir hans fyrir börn hafa verið sýndar víða um heim. Einnig gerði hann leiknar kvikmyndir fyrir börn á vegum Námsgagnastofnunar, skrifaði hann handrit og leikstýrði, og eru myndirnar notaðar sem kennsluefni bæði hér á landi og erlendis. Andrés skapaði brúðupersónurnar Glám og Skrám sem margir þekkja úr leikþáttum í Stundinni okkar. Hann samdi einnig sögu- og söngtextana á hljómplötunni Glámur og Skrámur í sjöunda himni sem kom út árið 1979. Hann skrifaði og leikstýrði einnig fjölskyldumyndinni Veiðiferðin sem var frumsýnd árið 1980 og er enn í dag ein aðsóknarmesta kvikmynd sem gerð hefur verið hérlendis. Andlát Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Andrés Indriðason, frumkvöðull á sviði íslenskrar dagskrárgerðar í sjónvarpi, er látinn 78 ára að aldri. Andrés lætur eftir sig eiginkonu, Valgerði Ingimarsdóttur, dæturnar Ester og Ástu og þrjú barnabörn. Andrés fæddist í Reykjavík þann 7. ágúst 1941. Hann starfaði sem blaðamaður, kennari, dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi, við kvikmyndagerð og ritstörf. Hann hefur einnig þýtt fjölda bóka og þætti fyrir sjónvarp. Eftir hann liggur mikill fjöldi ritverka einkum fyrir börn og unglina. Andrés varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1963 og stundaði hann enskunám við Háskóla Íslands 1963-1964. Hann nam kvikmyndagerð og dagskrárgerð fyrir sjónvarp í Árósum og Kaupmannahöfn 1964 og 1966. Frá stofnun sjónvarps Ríkisútvarpsins árið 1966 starfaði hann sem dagskrárgerðarmaður til ársins 1985. Þá starfaði hann sem rithöfundur og vann samhliða sjálfstætt að dagskrárgerð í sjónvarpi RÚV. Hann vann einnig að kvikmyndagerð sem leikstjóri og handritshöfundur og þá var hann einnig upptökustjóri og umsjónarmaður Gettu etur í 25 ár og hlaut fyrir það Edduverðlaunin. Andrés skrifaði meira en 30 skáldsögur og tugi leikverka fyrir útvarp, sjónvarp og leiksvið, til dæmis fyrir Þjóðleikhúsið og Kópavogsleikhúsið. Fyrsta bók hans, Lyklabarn, hlaut fyrstu verðlaun í barnabókasamkeppni Máls og menningar árið 1979 og önnur bók hans, Polli er ekkert blávatn, hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta frumsamda bókin árið 1981. Fyrir bókina Það var skræpa hlaut Andrés verðlaun Námsgagnastofnunar í samkeppni um létt lesefni fyrir börn árið 1984. Bækur hans hafa verið gefnar út í Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Útvarpsleikrit Andrésar hafa þá verið flutt á öllum Norðurlöndunum og Bretlandi og leiknar sjónvarpsmyndir hans fyrir börn hafa verið sýndar víða um heim. Einnig gerði hann leiknar kvikmyndir fyrir börn á vegum Námsgagnastofnunar, skrifaði hann handrit og leikstýrði, og eru myndirnar notaðar sem kennsluefni bæði hér á landi og erlendis. Andrés skapaði brúðupersónurnar Glám og Skrám sem margir þekkja úr leikþáttum í Stundinni okkar. Hann samdi einnig sögu- og söngtextana á hljómplötunni Glámur og Skrámur í sjöunda himni sem kom út árið 1979. Hann skrifaði og leikstýrði einnig fjölskyldumyndinni Veiðiferðin sem var frumsýnd árið 1980 og er enn í dag ein aðsóknarmesta kvikmynd sem gerð hefur verið hérlendis.
Andlát Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent