Kafbátarleitarvél mun sveima yfir Hellu á morgun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júlí 2020 20:00 Matthías Sveinbjörnsson forseti Flugmálafélags Íslands, sem stendur fyrir Flughátíðinni á Hellu. Vísir/Magnús Hlynur Dönsk björgunarþyrla frá danska hernum og kafbátaleitarvél verða á sveimi yfir Hellu á morgun sem hluti af dagskrá flughátíðarinnar „Allt sem flýgur“ um helgina. Hátíðin á Hellu er á vegum Flugmálafélags Íslands en þar koma saman áhugamenn um flug víðs vegar af landinu með flugvélar sínar til að fljúga, bera saman bækur sínar og eiga góða stund með félögunum. Hátíðin er opin öllum. „Við leggjum mikla áherslu á það að vera með sem fjölbreyttasta flota og sýna allt frá drónum og upp í stærri vélar. Það kemur stór kafbátaleitarvél hérna og flýgur yfir svo dæmi sé tekið. Við verðum líka með þyrlur, svifflugur, paramótor og ég veit ekki hvað og hvað, það verður ýmislegt í boði. Það er mikill áhugi á flugi í landinu og ég held reyndar að flugáhugi hafi alltaf verið mjög mikill hjá þjóðinni og Íslendingar eru einhverra hluta vegna mjög mikil flugþjóð,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands Mattías segir að það verði bannað að ræða kórónuveiruna á flughátíðinni á Hellu. „Já, við reynum að nota þessa daga til að gleyma henni en pössum samt upp á sóttvarnir og allt sem tengist því en þessa dagana ætlum við bara að reyna að lifa lífinu án veirunnar.“ Þrátt fyrir að Sveinbjörn Darri, sonur Mattíasar sé ekki nema fjórtán ára þá er hann forfallinn áhugamaður um flugvélar og verður að sjálfsögðu á flughátíðinni á Hellu. „Það er ekkert annað sem ég hef haft mikinn áhuga á, þetta er bara svo skemmtilegt áhugamál, að vera upp í flugvél og hafa geggjað útsýni, það er mjög skemmtilegt,“ segir Matthías. Rangárþing ytra Fréttir af flugi Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Dönsk björgunarþyrla frá danska hernum og kafbátaleitarvél verða á sveimi yfir Hellu á morgun sem hluti af dagskrá flughátíðarinnar „Allt sem flýgur“ um helgina. Hátíðin á Hellu er á vegum Flugmálafélags Íslands en þar koma saman áhugamenn um flug víðs vegar af landinu með flugvélar sínar til að fljúga, bera saman bækur sínar og eiga góða stund með félögunum. Hátíðin er opin öllum. „Við leggjum mikla áherslu á það að vera með sem fjölbreyttasta flota og sýna allt frá drónum og upp í stærri vélar. Það kemur stór kafbátaleitarvél hérna og flýgur yfir svo dæmi sé tekið. Við verðum líka með þyrlur, svifflugur, paramótor og ég veit ekki hvað og hvað, það verður ýmislegt í boði. Það er mikill áhugi á flugi í landinu og ég held reyndar að flugáhugi hafi alltaf verið mjög mikill hjá þjóðinni og Íslendingar eru einhverra hluta vegna mjög mikil flugþjóð,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands Mattías segir að það verði bannað að ræða kórónuveiruna á flughátíðinni á Hellu. „Já, við reynum að nota þessa daga til að gleyma henni en pössum samt upp á sóttvarnir og allt sem tengist því en þessa dagana ætlum við bara að reyna að lifa lífinu án veirunnar.“ Þrátt fyrir að Sveinbjörn Darri, sonur Mattíasar sé ekki nema fjórtán ára þá er hann forfallinn áhugamaður um flugvélar og verður að sjálfsögðu á flughátíðinni á Hellu. „Það er ekkert annað sem ég hef haft mikinn áhuga á, þetta er bara svo skemmtilegt áhugamál, að vera upp í flugvél og hafa geggjað útsýni, það er mjög skemmtilegt,“ segir Matthías.
Rangárþing ytra Fréttir af flugi Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira