Vill heimila rafhlaupahjól á götum þar sem hámarkshraði er lágur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2020 20:00 Eyþór Máni Steinarsson er rekstrarstjóri Hopps. BALDUR HRAFNKELL Bæta þarf löggjöf um rafhlaupahjól að mati rekstrarstjóra stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins. Heimila ætti að nota fararskjótann á götum þar sem hámarkshraði er lágur og bæta þurfi vegakerfið með tilliti til hjólanna. Innflutningur á rafhlaupahjólum hefur stóraukist milli ára en fyrstu fimm mánuði ársins voru ríflega 4.500 slík hjól flutt inn til landsins. Framkvæmdastjóri Hopps, stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins segir að gera þurfi úrbætur á vegakerfinu með tilliti til tækjanna. „Besta lausnin væri að byggja göngustíga sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir þessi farartæki og þar koma engir bílar né gangandi nálægt en það er uppbygging sem mun taka nokkra tugi ára,“ sagði Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri Hopps. Notendur Hopps eru orðnir 50 þúsund talsins. Þeir hafa hjólað um 400 þúsund kílómetra samtals en það samsvarar vegalengdinni héðan og til tunglsins. „Síðan væri markmiðið á þéttari svæðum að takmarka umferð bílanna og gefa þessum farartækjum meira rými á vegunum sem eru til staðar nú þegar. Þannig það er ráð að leggjast í smá framkvæmdir á sérstökum hjólastígum fyrir þessi tæki sem væru jafnvel upphitaðir og nothæfir alllan ársins hring,“ sagði Eyþór. Óheimilt er að nota farartækið á götum en Eyþór vill sjá breytingu þar á. „Ef þú mátt hjóla á götum þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 kílómetrar á klukkustund þá ættiru að sjálsögðu, að minnsta kosti á götum með 30 kílómetra hámarkshraða á klukkustund, mega vera á þessum tækjum líka,“ sagði Eyþór. Stýrihópur á vegum skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar vinnur nú að nýrri hjólreiðaráætlun fyrir borgina. Hópurinn skilar áherslum í september og niðurstöðum í desember. Til skoðunar er hvort hækka eigi heildarfjármagn sem fer í uppbyggingu fyrir hjólandi vegfarendur. Vilji er fyrir því að forgangsraða hjólum ofar einkabílnum. Í kvöldfréttum í vikunni greindum við frá því að daglega leita einn til tveir á bráðamóttöku eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka. Eyþór segir að koma megi í veg fyrir slys með því að bæta löggjöf í kringum tækin og hvetur hann fólk til að haga sér með ábyrgum hætti á hjólunum. Mér finnst áberandi að börn eru á þessum hjólum hjálmlaus, hvað finnst þér um það? „Það er að sjálfsögðu bannað og það er 16 ára hjálmskylda á Íslandi og allir sem eru undir 16 ára ættu að vera með hjálm sama hvort þeir eru á sínu eigin tæki eða leigutæki,“ sagði Eyþór. Rafhlaupahjól Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Bæta þarf löggjöf um rafhlaupahjól að mati rekstrarstjóra stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins. Heimila ætti að nota fararskjótann á götum þar sem hámarkshraði er lágur og bæta þurfi vegakerfið með tilliti til hjólanna. Innflutningur á rafhlaupahjólum hefur stóraukist milli ára en fyrstu fimm mánuði ársins voru ríflega 4.500 slík hjól flutt inn til landsins. Framkvæmdastjóri Hopps, stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins segir að gera þurfi úrbætur á vegakerfinu með tilliti til tækjanna. „Besta lausnin væri að byggja göngustíga sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir þessi farartæki og þar koma engir bílar né gangandi nálægt en það er uppbygging sem mun taka nokkra tugi ára,“ sagði Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri Hopps. Notendur Hopps eru orðnir 50 þúsund talsins. Þeir hafa hjólað um 400 þúsund kílómetra samtals en það samsvarar vegalengdinni héðan og til tunglsins. „Síðan væri markmiðið á þéttari svæðum að takmarka umferð bílanna og gefa þessum farartækjum meira rými á vegunum sem eru til staðar nú þegar. Þannig það er ráð að leggjast í smá framkvæmdir á sérstökum hjólastígum fyrir þessi tæki sem væru jafnvel upphitaðir og nothæfir alllan ársins hring,“ sagði Eyþór. Óheimilt er að nota farartækið á götum en Eyþór vill sjá breytingu þar á. „Ef þú mátt hjóla á götum þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 kílómetrar á klukkustund þá ættiru að sjálsögðu, að minnsta kosti á götum með 30 kílómetra hámarkshraða á klukkustund, mega vera á þessum tækjum líka,“ sagði Eyþór. Stýrihópur á vegum skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar vinnur nú að nýrri hjólreiðaráætlun fyrir borgina. Hópurinn skilar áherslum í september og niðurstöðum í desember. Til skoðunar er hvort hækka eigi heildarfjármagn sem fer í uppbyggingu fyrir hjólandi vegfarendur. Vilji er fyrir því að forgangsraða hjólum ofar einkabílnum. Í kvöldfréttum í vikunni greindum við frá því að daglega leita einn til tveir á bráðamóttöku eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka. Eyþór segir að koma megi í veg fyrir slys með því að bæta löggjöf í kringum tækin og hvetur hann fólk til að haga sér með ábyrgum hætti á hjólunum. Mér finnst áberandi að börn eru á þessum hjólum hjálmlaus, hvað finnst þér um það? „Það er að sjálfsögðu bannað og það er 16 ára hjálmskylda á Íslandi og allir sem eru undir 16 ára ættu að vera með hjálm sama hvort þeir eru á sínu eigin tæki eða leigutæki,“ sagði Eyþór.
Rafhlaupahjól Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira