Reglur um heimkomusmitgát taka gildi á mánudag Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 17:24 Heimkomusmitgátin gildir fyrir Íslendinga eða þá sem hafa búsetu á Íslandi og kjósa að fara í sýnatöku við komu til landsins. Vísir/Vilhelm Íslenskir ríkisborgarar og aðrir sem búa á landinu þurfa að virða svonefnda heimkomusmitgát í fimm daga velji þeir að fara í sýnatöku við komuna til landsins frá og með mánudeginum 13. júlí. Reglurnar eru settar til að minnka líkur á að röng niðurstaða úr prófi á landamærunum leiði til stærri hópsmita á Íslandi. Einstaklingum sem ber að viðhafa heimkomusmitgát býðst að fara í aðra sýnatöku fjórum til fimm dögum eftir komu til landsins þeim að kostnaðarlausu. Fái þeir neikvæða niðurstöðu úr síðari sýnatöku ber þeim ekki lengur að viðhafa heimkomusmitgát en jákvæð niðurstaða leiðir alltaf til einangrunar, að því er segir í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Í heimkomusmitgátinni felst að viðkomandi skuli: • ekki fara á mannamót eða veislur þar sem fleiri en tíu manns eru saman komnir, • ekki vera í samneyti við fólk sem er í aukinni áhættu fyrir alvarleg veikindi/viðkvæma hópa, • gæta að tveggja metra reglunni í samskiptum við aðra, • ekki heilsa með handabandi og forðast faðmlög, • huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Þeim er aftur á móti heimilt að: • nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað, • fara í bíltúra, • fara í búðarferðir, • hitta vini og kunningja með ofangreindum takmörkunum. Býðst önnur ókeypis sýnataka Einstaklingum sem ber að viðhafa heimkomusmitgát býðst að fara í aðra sýnatöku fjórum til fimm dögum eftir komu til landsins þeim að kostnaðarlausu. Fái þeir neikvæða niðurstöðu úr síðari sýnatöku ber þeim ekki lengur að viðhafa heimkomusmitgát en jákvæð niðurstaða leiðir alltaf til einangrunar. Þótt breytingarnar á reglugerð nái eingöngu til íslenskra ríkisborgara og þeirra sem búa hér á landi eru fjölskyldur þeirra og aðrir sem hafa víðfeðmt tengslanet á Íslandi hvattir til að fylgja sömu reglum. Í tilkynningunni kemur einnig fram að stefnt sé að óbreyttu fyrirkomulagi á skimun á landamærum út júlí. Lagt er til að opnunartími vínveitingastaða verði óbreyttur út júlí og að fjöldatakmarkanir verði óbreyttar út ágúst, en sú ákvörðun verði þó í sífelldri endurskoðun miðað við ástand faraldursins hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Íslenskir ríkisborgarar og aðrir sem búa á landinu þurfa að virða svonefnda heimkomusmitgát í fimm daga velji þeir að fara í sýnatöku við komuna til landsins frá og með mánudeginum 13. júlí. Reglurnar eru settar til að minnka líkur á að röng niðurstaða úr prófi á landamærunum leiði til stærri hópsmita á Íslandi. Einstaklingum sem ber að viðhafa heimkomusmitgát býðst að fara í aðra sýnatöku fjórum til fimm dögum eftir komu til landsins þeim að kostnaðarlausu. Fái þeir neikvæða niðurstöðu úr síðari sýnatöku ber þeim ekki lengur að viðhafa heimkomusmitgát en jákvæð niðurstaða leiðir alltaf til einangrunar, að því er segir í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Í heimkomusmitgátinni felst að viðkomandi skuli: • ekki fara á mannamót eða veislur þar sem fleiri en tíu manns eru saman komnir, • ekki vera í samneyti við fólk sem er í aukinni áhættu fyrir alvarleg veikindi/viðkvæma hópa, • gæta að tveggja metra reglunni í samskiptum við aðra, • ekki heilsa með handabandi og forðast faðmlög, • huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Þeim er aftur á móti heimilt að: • nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað, • fara í bíltúra, • fara í búðarferðir, • hitta vini og kunningja með ofangreindum takmörkunum. Býðst önnur ókeypis sýnataka Einstaklingum sem ber að viðhafa heimkomusmitgát býðst að fara í aðra sýnatöku fjórum til fimm dögum eftir komu til landsins þeim að kostnaðarlausu. Fái þeir neikvæða niðurstöðu úr síðari sýnatöku ber þeim ekki lengur að viðhafa heimkomusmitgát en jákvæð niðurstaða leiðir alltaf til einangrunar. Þótt breytingarnar á reglugerð nái eingöngu til íslenskra ríkisborgara og þeirra sem búa hér á landi eru fjölskyldur þeirra og aðrir sem hafa víðfeðmt tengslanet á Íslandi hvattir til að fylgja sömu reglum. Í tilkynningunni kemur einnig fram að stefnt sé að óbreyttu fyrirkomulagi á skimun á landamærum út júlí. Lagt er til að opnunartími vínveitingastaða verði óbreyttur út júlí og að fjöldatakmarkanir verði óbreyttar út ágúst, en sú ákvörðun verði þó í sífelldri endurskoðun miðað við ástand faraldursins hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira