Gjaldkerinn í ársfangelsi fyrir milljónafjárdrátt sem varð að „spennu og fíkn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2020 12:05 Björgunamiðstöðin á Selfossi, þar sem Björgunarfélag Árborgar er til húsa. Vísir/vilhelm Fyrrverandi gjaldkeri Björgunarfélags Árborgar var í dag í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í ársfangelsi fyrir umfangsmikinn fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu sem gjaldkeri árin 2010 til 2017. Gjaldkerinn sagði fyrir dómi að enginn hefði fylgst með honum og fjárdrátturinn hefði fljótlega orðið að „spennu og fíkn“ en hann hefur þegar endurgreitt stærstan hluta fjársins. Félagið borgaði brúsann hjá Byko, Olís og Húsasmiðjunni Manninum, sem vikið var úr starfi gjaldkera björgunarfélagsins árið 2017 eftir að málið komst upp, var gefið að sök að hafa dregið sér samtals um 14,8 milljónir króna af fjármunum félagsins á árunum 2010 til og með 2017. Í ákæru eru rakin alls 177 tilvik þar sem gjaldkerinn var sakaður um að hafa tekið út og millifært fé af bankareikningi félagsins, ýmist inn á reikning sinn eða reikning annars einstaklings honum tengdum. Þá var hann ákærður fyrir umboðssvik á árunum 2013 til og með 2016 með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem gjaldkeri félagsins. Hann hafi notað kreditkort félagsins og viðskiptareikninga til kaupa á vörum og þjónustu til eigin nota fyrir um 1,2 milljónir króna. Umræddar færslur lúta m.a. að viðskiptum hans við Byko, Olís, Húsasmiðjuna Toyota-umboðið á Selfossi, sjálfsala frá Ölgerðinni, áskrift að 365-miðlum og Bílasölu Suðurlands. Einnig var hann ákærður fyrir hafa notað sjálfur, eða heimilað öðrum að nota, eldsneytiskort björgunarfélagsins hjá N1 til að kaupa eldsneyti í eigin þágu eða annarra á árunum 2010 til 2017. Samtals námu viðskiptin um 1,8 milljónum króna. Hann var auk þess ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa ráðstafað ávinningi að fjárhæð 17,7 milljónir króna. Enginn fylgdist með Gjaldkerinn neitaði sök en játaði þó marga ákæruliði við aðalmeðferð málsins, sem fram fór í lok maí síðastliðnum. Hann lýsti því að hafa byrjað að draga sér fé um árið 2010 og það hafi enginn fylgst með og þetta hafi orðið spenna og fíkn. Að öðru leyti hafði hann ekki sérstaka skýringu á því að hafa dregið sér fé. Líkt og áður segir játaði gjaldkerinn sök í fjölmörgum ákæruliðum en þó ekki alla. Þá játaði hann sök í einum ákærulið að hluta en þar kannaðist hann ekki við nótu frá IKEA að fjárhæð 10.150 krónur. Hann hafði þó ekki skýringar á þeirri nótu. Gjaldkerinn gekkst m.a. við því að hafa látið líta svo út að kostnaður vegna bíla í hans eigu hafi verið vegna bíla og tækja björgunarfélagsins. Þá kvaðst hann ekki muna eftir mörgum tilvikum sem getið var í ákæru eða hafði ekki skýringar á þeim. Náðist á upptöku á N1 Þá lýsti vitni, sem áður var formaður félagsins, því að málið hefði komist upp af tilviljun árið 2017. Þá hefðu félagsmenn verið að skoða póst og séð kortafærslu á greiðslukortareikningi á Akureyri, sem gat ekki passað. Þeir fóru með málið til lögreglu sem náði í upptökur úr öryggismyndavélum N1 á Selfossi, þar sem gjaldkerinn sást kaupa ólitaða olíu á bíl sinn með korti björgunarfélagsins. Gjaldkerinn var að endingu sakfelldur fyrir bróðurpart þeirra ákæruliða sem honum voru gefnir að sök. Dómurinn leit til þess við ákvörðun refsingar að brotin voru skipulögð og stóðu yfir um margra ára skeið. Þá sé óhjákvæmilegt að líta til þess að gjaldkerinn brást trúnaði í því starfi sem honum hafði verið falið hjá félaginu, sem gegni samfélagslega mikilvægu hlutverki og sé rekið í sjálfboðaliðastarfi. Á hinn bóginn beri að líta til þess að hann hafi náð sáttum við félagið, bætt fyrir brot sín og félagið ekki gert neinar kröfur í málinu. Gjaldkerinn var því dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilborðsbundna. Þá var gjaldkeranum gert að greiða allan sakarkostnað, þar af laun verjanda síns og aksturskostnað; alls rétt tæpar fjórar milljónir króna. Dómsmál Árborg Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Fyrrverandi gjaldkeri Björgunarfélags Árborgar var í dag í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í ársfangelsi fyrir umfangsmikinn fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu sem gjaldkeri árin 2010 til 2017. Gjaldkerinn sagði fyrir dómi að enginn hefði fylgst með honum og fjárdrátturinn hefði fljótlega orðið að „spennu og fíkn“ en hann hefur þegar endurgreitt stærstan hluta fjársins. Félagið borgaði brúsann hjá Byko, Olís og Húsasmiðjunni Manninum, sem vikið var úr starfi gjaldkera björgunarfélagsins árið 2017 eftir að málið komst upp, var gefið að sök að hafa dregið sér samtals um 14,8 milljónir króna af fjármunum félagsins á árunum 2010 til og með 2017. Í ákæru eru rakin alls 177 tilvik þar sem gjaldkerinn var sakaður um að hafa tekið út og millifært fé af bankareikningi félagsins, ýmist inn á reikning sinn eða reikning annars einstaklings honum tengdum. Þá var hann ákærður fyrir umboðssvik á árunum 2013 til og með 2016 með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem gjaldkeri félagsins. Hann hafi notað kreditkort félagsins og viðskiptareikninga til kaupa á vörum og þjónustu til eigin nota fyrir um 1,2 milljónir króna. Umræddar færslur lúta m.a. að viðskiptum hans við Byko, Olís, Húsasmiðjuna Toyota-umboðið á Selfossi, sjálfsala frá Ölgerðinni, áskrift að 365-miðlum og Bílasölu Suðurlands. Einnig var hann ákærður fyrir hafa notað sjálfur, eða heimilað öðrum að nota, eldsneytiskort björgunarfélagsins hjá N1 til að kaupa eldsneyti í eigin þágu eða annarra á árunum 2010 til 2017. Samtals námu viðskiptin um 1,8 milljónum króna. Hann var auk þess ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa ráðstafað ávinningi að fjárhæð 17,7 milljónir króna. Enginn fylgdist með Gjaldkerinn neitaði sök en játaði þó marga ákæruliði við aðalmeðferð málsins, sem fram fór í lok maí síðastliðnum. Hann lýsti því að hafa byrjað að draga sér fé um árið 2010 og það hafi enginn fylgst með og þetta hafi orðið spenna og fíkn. Að öðru leyti hafði hann ekki sérstaka skýringu á því að hafa dregið sér fé. Líkt og áður segir játaði gjaldkerinn sök í fjölmörgum ákæruliðum en þó ekki alla. Þá játaði hann sök í einum ákærulið að hluta en þar kannaðist hann ekki við nótu frá IKEA að fjárhæð 10.150 krónur. Hann hafði þó ekki skýringar á þeirri nótu. Gjaldkerinn gekkst m.a. við því að hafa látið líta svo út að kostnaður vegna bíla í hans eigu hafi verið vegna bíla og tækja björgunarfélagsins. Þá kvaðst hann ekki muna eftir mörgum tilvikum sem getið var í ákæru eða hafði ekki skýringar á þeim. Náðist á upptöku á N1 Þá lýsti vitni, sem áður var formaður félagsins, því að málið hefði komist upp af tilviljun árið 2017. Þá hefðu félagsmenn verið að skoða póst og séð kortafærslu á greiðslukortareikningi á Akureyri, sem gat ekki passað. Þeir fóru með málið til lögreglu sem náði í upptökur úr öryggismyndavélum N1 á Selfossi, þar sem gjaldkerinn sást kaupa ólitaða olíu á bíl sinn með korti björgunarfélagsins. Gjaldkerinn var að endingu sakfelldur fyrir bróðurpart þeirra ákæruliða sem honum voru gefnir að sök. Dómurinn leit til þess við ákvörðun refsingar að brotin voru skipulögð og stóðu yfir um margra ára skeið. Þá sé óhjákvæmilegt að líta til þess að gjaldkerinn brást trúnaði í því starfi sem honum hafði verið falið hjá félaginu, sem gegni samfélagslega mikilvægu hlutverki og sé rekið í sjálfboðaliðastarfi. Á hinn bóginn beri að líta til þess að hann hafi náð sáttum við félagið, bætt fyrir brot sín og félagið ekki gert neinar kröfur í málinu. Gjaldkerinn var því dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilborðsbundna. Þá var gjaldkeranum gert að greiða allan sakarkostnað, þar af laun verjanda síns og aksturskostnað; alls rétt tæpar fjórar milljónir króna.
Dómsmál Árborg Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira