Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2020 22:50 Úígúrskur aðgerðasinni mótmælir fyrir framan kínverska sendiráðið í Lundúnum. Getty/ David Cliff Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska stjórnmálamenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin geti ekki setið hjá aðgerðarlaus á meðan slíkur hryllingur á sér stað í vesturhluta Kína. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um að hafa hneppt þúsundir Úígúra í fangabúðir vegna kynþáttar þeirra og trúar. Viðskiptaþvingununum er beint sérstaklega gegn Chen Quanguo, leiðtoga kommúnistaflokksins í Xinjiang, og tveimur öðrum hátt settum mönnum. Úígúrar eru þjóðarbrot í norðvestanverðu Kína sem stjórnvöld hafa markvisst ofsótt vegna múslimatrúar þeirra. Fregnir hafa borist af risavöxnum fangabúðum í Xinjiang þar sem um milljón þeirra hafa verið send. Yfirvöld halda því fram að tilgangur búðanna sé að berjast gegn ofbeldisfullu trúarofstæki en vísbendingar eru um að fólk hafi verið sent í búðirnar fyrir það eitt að iðka trú sína. Chen er hæstsetti kínverski embættismaðurinn sem Bandaríkin hafa beitt þvingunum en hann er jafnan talinn arkitekt stefnu kínverskra stjórnvalda er varðar minnihlutahópa. Þá munu tveir aðrir embættismenn verða beittir þvingunum, það eru Wang Mingshan, yfirmaður almannavarnardeildar Xinjiang, og Zhu Hailun, fyrrum háttsettur embættismaður innan kommúnistaflokksins í Xinjiang. Mennirnir þrír fá því ekki að ferðast til Bandaríkjanna og allar þeirra eignir sem staðsettar eru á bandarískri grundu hafa verið frystar. Þá er einnig ólöglegt að eiga við þá og fyrrverandi öryggismálafulltrúann Huo Liujun, viðskipti. Huo er þó ekki meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Þá verður Almannavarnadeild Xinjiang einnig beitt þvingunum. Kína Bandaríkin Mannréttindi Tengdar fréttir Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. 9. janúar 2020 08:53 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska stjórnmálamenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin geti ekki setið hjá aðgerðarlaus á meðan slíkur hryllingur á sér stað í vesturhluta Kína. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um að hafa hneppt þúsundir Úígúra í fangabúðir vegna kynþáttar þeirra og trúar. Viðskiptaþvingununum er beint sérstaklega gegn Chen Quanguo, leiðtoga kommúnistaflokksins í Xinjiang, og tveimur öðrum hátt settum mönnum. Úígúrar eru þjóðarbrot í norðvestanverðu Kína sem stjórnvöld hafa markvisst ofsótt vegna múslimatrúar þeirra. Fregnir hafa borist af risavöxnum fangabúðum í Xinjiang þar sem um milljón þeirra hafa verið send. Yfirvöld halda því fram að tilgangur búðanna sé að berjast gegn ofbeldisfullu trúarofstæki en vísbendingar eru um að fólk hafi verið sent í búðirnar fyrir það eitt að iðka trú sína. Chen er hæstsetti kínverski embættismaðurinn sem Bandaríkin hafa beitt þvingunum en hann er jafnan talinn arkitekt stefnu kínverskra stjórnvalda er varðar minnihlutahópa. Þá munu tveir aðrir embættismenn verða beittir þvingunum, það eru Wang Mingshan, yfirmaður almannavarnardeildar Xinjiang, og Zhu Hailun, fyrrum háttsettur embættismaður innan kommúnistaflokksins í Xinjiang. Mennirnir þrír fá því ekki að ferðast til Bandaríkjanna og allar þeirra eignir sem staðsettar eru á bandarískri grundu hafa verið frystar. Þá er einnig ólöglegt að eiga við þá og fyrrverandi öryggismálafulltrúann Huo Liujun, viðskipti. Huo er þó ekki meinað að ferðast til Bandaríkjanna. Þá verður Almannavarnadeild Xinjiang einnig beitt þvingunum.
Kína Bandaríkin Mannréttindi Tengdar fréttir Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. 9. janúar 2020 08:53 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36
Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Bandarískir þingmenn birtu í gær skýrslu þar sem kallað er eftir refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Kína, vegna mannréttindabrota þar í landi. Skýrslan var samin af þingmönnum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins og segja þeir aðstæður íbúa Kína hafa versnað á undanförnu ári. 9. janúar 2020 08:53