Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi frestað um ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júlí 2020 15:15 Ekkert unglingalandsmót verður í ár. Vísir/UMFÍ Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi hefur verið frestað um ár. Þetta kom fram á vef UMFÍ í dag. Ástæðan er einfaldlega sú að UMFÍ getur ekki tryggt öryggi allra sem koma að mótinu. „Fjöldi fólks hefur lagt mikið á sig og hlakkað til Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi. En við verðum að sýna ábyrgð og tryggja heilsu og öryggi allra þátttakenda og gesta mótsins. Þess vegna höfum við ákveðið að fresta mótinu um ár,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri móta UMFÍ. Því hefur framkvæmdanefnd Unglingalandsmóts UMFÍ - í samráði við sóttvarnarlækni og Almannavarnir - ákveðið að fresta mótinu um ár. Á þessu ári hefði mótið átta fara fram á Selfossi um verslunarmannahelgina. Ómar Bragi segir mótshaldara harma þessa niðurstöðu. Ákvörðunin hafi verið vel ígrunduð og með almannahagsmuni í huga. Minnisblað yfirvalda um Unglingalandsmót UMFÍAlmannavarnir Ríkislögreglustjóra, sóttvarnarlæknir, umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa sent frá sér minnisblað vegna Unglingalandsmótsins segir að farið hafi verið yfir mögulegar útfærslur mótsins á Selfossi og með hvaða hætti hægt sé að uppfylla leiðbeiningar sóttvarnarlæknis um fjöldatakmarkanir á samkomum. Í minnisblaðinu segir orðrétt: „Á síðast liðnum vikum hafa verið haldin íþróttamót og samkomur sem voru fjölmennari en 500 manns og lagt upp með að uppfylla sóttvarnir með hólfaskiptingu. Í kjölfarið hefur komið upp að verulegur misbrestur var á, þrátt fyrir góðan hug og mikla skipulagningu. Ljóst er að ef komi upp hópsmit í kjölfar slíkra hátíða verður ómögulegt að rekja smitið. Þá væri öll vinna, góður árangur smitrakningar og heftun útbreiðslu veirunnar farin fyrir bý. Það er sameiginlegt mat almannavarna- og sóttvarnaryfirvalda að ekki sé ráðlegt að halda Unglingalandsmót UMFÍ þar sem ómögulegt sé að uppfylla allar gildandi kröfur um sóttvarnir vegna COVID-19.“ Íþróttir Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi hefur verið frestað um ár. Þetta kom fram á vef UMFÍ í dag. Ástæðan er einfaldlega sú að UMFÍ getur ekki tryggt öryggi allra sem koma að mótinu. „Fjöldi fólks hefur lagt mikið á sig og hlakkað til Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi. En við verðum að sýna ábyrgð og tryggja heilsu og öryggi allra þátttakenda og gesta mótsins. Þess vegna höfum við ákveðið að fresta mótinu um ár,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri móta UMFÍ. Því hefur framkvæmdanefnd Unglingalandsmóts UMFÍ - í samráði við sóttvarnarlækni og Almannavarnir - ákveðið að fresta mótinu um ár. Á þessu ári hefði mótið átta fara fram á Selfossi um verslunarmannahelgina. Ómar Bragi segir mótshaldara harma þessa niðurstöðu. Ákvörðunin hafi verið vel ígrunduð og með almannahagsmuni í huga. Minnisblað yfirvalda um Unglingalandsmót UMFÍAlmannavarnir Ríkislögreglustjóra, sóttvarnarlæknir, umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa sent frá sér minnisblað vegna Unglingalandsmótsins segir að farið hafi verið yfir mögulegar útfærslur mótsins á Selfossi og með hvaða hætti hægt sé að uppfylla leiðbeiningar sóttvarnarlæknis um fjöldatakmarkanir á samkomum. Í minnisblaðinu segir orðrétt: „Á síðast liðnum vikum hafa verið haldin íþróttamót og samkomur sem voru fjölmennari en 500 manns og lagt upp með að uppfylla sóttvarnir með hólfaskiptingu. Í kjölfarið hefur komið upp að verulegur misbrestur var á, þrátt fyrir góðan hug og mikla skipulagningu. Ljóst er að ef komi upp hópsmit í kjölfar slíkra hátíða verður ómögulegt að rekja smitið. Þá væri öll vinna, góður árangur smitrakningar og heftun útbreiðslu veirunnar farin fyrir bý. Það er sameiginlegt mat almannavarna- og sóttvarnaryfirvalda að ekki sé ráðlegt að halda Unglingalandsmót UMFÍ þar sem ómögulegt sé að uppfylla allar gildandi kröfur um sóttvarnir vegna COVID-19.“
Minnisblað yfirvalda um Unglingalandsmót UMFÍAlmannavarnir Ríkislögreglustjóra, sóttvarnarlæknir, umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi og lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa sent frá sér minnisblað vegna Unglingalandsmótsins segir að farið hafi verið yfir mögulegar útfærslur mótsins á Selfossi og með hvaða hætti hægt sé að uppfylla leiðbeiningar sóttvarnarlæknis um fjöldatakmarkanir á samkomum. Í minnisblaðinu segir orðrétt: „Á síðast liðnum vikum hafa verið haldin íþróttamót og samkomur sem voru fjölmennari en 500 manns og lagt upp með að uppfylla sóttvarnir með hólfaskiptingu. Í kjölfarið hefur komið upp að verulegur misbrestur var á, þrátt fyrir góðan hug og mikla skipulagningu. Ljóst er að ef komi upp hópsmit í kjölfar slíkra hátíða verður ómögulegt að rekja smitið. Þá væri öll vinna, góður árangur smitrakningar og heftun útbreiðslu veirunnar farin fyrir bý. Það er sameiginlegt mat almannavarna- og sóttvarnaryfirvalda að ekki sé ráðlegt að halda Unglingalandsmót UMFÍ þar sem ómögulegt sé að uppfylla allar gildandi kröfur um sóttvarnir vegna COVID-19.“
Íþróttir Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira