Fundu „pyntingarklefa“ í gegnum háleynilegt samskiptakerfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2020 08:54 Mynd innan úr pyntingarklefanum. Vísir/klefi Lögregla í Hollandi handtók sex karlmenn eftir að „pyntingarklefi“ fannst í pakkhúsi í þorpinu Wouwse plantage, nærri belgísku landamærunum, í síðasta mánuði. Lögregla hafði þó uppi á klefanum áður en misindismönnum tókst að pynta nokkurn í honum. Klefinn var útbúinn úr sjö hljóðeinangruðum gámum og í honum fundust ýmis pyntingartól: tannlæknastóll, handjárn, garðklippur, skurðhnífar og tangir – úrval verkfæra sem lögregla telur að hafi „líklega verið ætluð til að pynta fórnarlömb, eða í það minnsta til að beita þau þrýstingi“. Upptökur lögreglu úr klefanum má sjá hér fyrir neðan. Lögregla komst á sporið í gegnum samskiptakerfið Encro Chat. Með samvinnu nokkurra löggæslustofnana í Evrópu tókst lögreglu nýlega að brjótast inn í umrætt kerfi og hlera dulkóðuð samskipti glæpamanna sem þar fóru fram. Átta hundruð hafa hingað til verið handtekin í tengslum við þessar aðgerðir, flestir í Bretlandi, og á þriðja tonn fíkniefna, tugi vopna og milljarðar í reiðufé verið gerðir upptækir. Vísir fjallaði ítarlega um málið í síðustu viku. Myndir úr pyntingarklefanum höfðu farið milli manna í samskiptakerfinu. Klefanum var þar lýst sem „meðferðarherbergi“, auk þess sem persónuupplýsingum um möguleg fórnarlömb til „meðferðar“ í klefanum var deilt. Líkt og áður segir hafði lögregla uppi á klefanum áður en tókst að pynta nokkurt fórnarlamb í honum. Þeir sem ratað höfðu á pyntingarlista glæpamannanna voru jafnframt varaðir við í tæka tíð og fóru í felur. Holland Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Lögregla í Hollandi handtók sex karlmenn eftir að „pyntingarklefi“ fannst í pakkhúsi í þorpinu Wouwse plantage, nærri belgísku landamærunum, í síðasta mánuði. Lögregla hafði þó uppi á klefanum áður en misindismönnum tókst að pynta nokkurn í honum. Klefinn var útbúinn úr sjö hljóðeinangruðum gámum og í honum fundust ýmis pyntingartól: tannlæknastóll, handjárn, garðklippur, skurðhnífar og tangir – úrval verkfæra sem lögregla telur að hafi „líklega verið ætluð til að pynta fórnarlömb, eða í það minnsta til að beita þau þrýstingi“. Upptökur lögreglu úr klefanum má sjá hér fyrir neðan. Lögregla komst á sporið í gegnum samskiptakerfið Encro Chat. Með samvinnu nokkurra löggæslustofnana í Evrópu tókst lögreglu nýlega að brjótast inn í umrætt kerfi og hlera dulkóðuð samskipti glæpamanna sem þar fóru fram. Átta hundruð hafa hingað til verið handtekin í tengslum við þessar aðgerðir, flestir í Bretlandi, og á þriðja tonn fíkniefna, tugi vopna og milljarðar í reiðufé verið gerðir upptækir. Vísir fjallaði ítarlega um málið í síðustu viku. Myndir úr pyntingarklefanum höfðu farið milli manna í samskiptakerfinu. Klefanum var þar lýst sem „meðferðarherbergi“, auk þess sem persónuupplýsingum um möguleg fórnarlömb til „meðferðar“ í klefanum var deilt. Líkt og áður segir hafði lögregla uppi á klefanum áður en tókst að pynta nokkurt fórnarlamb í honum. Þeir sem ratað höfðu á pyntingarlista glæpamannanna voru jafnframt varaðir við í tæka tíð og fóru í felur.
Holland Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira