WHO viðurkennir möguleika á að smit berist með lofti Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2020 18:11 Maria van Kerkhove, sérfræðingur WHO sem hefur leitt viðbrögðin við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Vísir/EPA Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. Þær vísbendingar eru þó ekki afgerandi á þessu stigið, að mati stofnunarinnar. Vísindamennirnir eru 239 talsins frá 32 löndum. Í opnu bréfi sem þeir birtu í gær hvetja þeir WHO til þess að uppfæra leiðbeiningar sínar vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi vísbendinga um að hún smitist ekki aðeins með svokölluðu dropa- eða snertismit heldur geti minni agnir hennar borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Benedette Allegranzi, tæknilegur sérfræðingur í smitvörnum hjá WHO, segir að mögulegt sé að veiran berist á milli fólks með lofti, sérstaklega við ákveðnar aðstæður þar sem margmenni kemur saman innandyra og loftræsting er léleg. „Hins vegar verður að safna og túlka vísbendingarnar og við höldum áfram að styðja við það,“ segir hún. Mat WHO að veiran smitist fyrst og fremst með snerti- og dropasmiti er grundvöllur leiðbeininga hennar um að fólk haldi fjarlægt á milli sín til að hefta útbreiðslu hennar. Reynist veiran berast með lofti gæti þurft að uppfæra slíkar leiðbeiningar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stofnunin ætlar að birta samantekt um hvar vísindaleg þekking á hvernig veiran dreifir sér er stödd á næstu dögum. Maria van Kerkhove, sem stýrir viðbrögðum WHO við heimsfaraldrinum, segir að grípa þurfi til að fjölda ólíkra aðgerða til að stöðva útbreiðsluna. „Þar á meðal er ekki aðeins félagsforðun heldur einnig notkun á grímum þar sem það á við í ákveðnum aðstæðum, sérstaklega þar sem er ekki hægt að gæta félagsforðunar og sér í lagi fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ segir van Kerkhove. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Sjá meira
Opið bréf hóps vísindamanna hefur orðið Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilefni til að viðurkenna að frekari vísbendingar komi nú fram um að nýtt afbrigði kórónuveiru gæti smitast með lofti. Þær vísbendingar eru þó ekki afgerandi á þessu stigið, að mati stofnunarinnar. Vísindamennirnir eru 239 talsins frá 32 löndum. Í opnu bréfi sem þeir birtu í gær hvetja þeir WHO til þess að uppfæra leiðbeiningar sínar vegna kórónuveirufaraldursins í ljósi vísbendinga um að hún smitist ekki aðeins með svokölluðu dropa- eða snertismit heldur geti minni agnir hennar borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Benedette Allegranzi, tæknilegur sérfræðingur í smitvörnum hjá WHO, segir að mögulegt sé að veiran berist á milli fólks með lofti, sérstaklega við ákveðnar aðstæður þar sem margmenni kemur saman innandyra og loftræsting er léleg. „Hins vegar verður að safna og túlka vísbendingarnar og við höldum áfram að styðja við það,“ segir hún. Mat WHO að veiran smitist fyrst og fremst með snerti- og dropasmiti er grundvöllur leiðbeininga hennar um að fólk haldi fjarlægt á milli sín til að hefta útbreiðslu hennar. Reynist veiran berast með lofti gæti þurft að uppfæra slíkar leiðbeiningar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stofnunin ætlar að birta samantekt um hvar vísindaleg þekking á hvernig veiran dreifir sér er stödd á næstu dögum. Maria van Kerkhove, sem stýrir viðbrögðum WHO við heimsfaraldrinum, segir að grípa þurfi til að fjölda ólíkra aðgerða til að stöðva útbreiðsluna. „Þar á meðal er ekki aðeins félagsforðun heldur einnig notkun á grímum þar sem það á við í ákveðnum aðstæðum, sérstaklega þar sem er ekki hægt að gæta félagsforðunar og sér í lagi fyrir heilbrigðisstarfsfólk,“ segir van Kerkhove.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Sjá meira
Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 6. júlí 2020 14:19