Mikil óvissa meðal nemenda sem stefna á nám í útlöndum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 7. júlí 2020 21:00 Breki Einarsson er í námi í arkitektúr við Academy of Arts University í San Fransisco en hann er þar á fótboltastyrk. Óvíst er hvort hann fái að fara aftur til Bandaríkjanna í haust. Stöð 2 Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis ráðleggur fólki að fara ekki út í nám nema tryggt sé að skólarnir taki á móti nemendum. Námsmaður sem stundar nám í Bandaríkjunum segir mikla óvissu einkenna næsta skólaár og óvíst hvort hann kemst aftur út í haust. Erlendir nemar fá ekki landvistarleyfi í Bandaríkjunum ef kennsla í haust fer að öllu leyti fram á netinu. Þeir erlendu nemar sem nú eru í Bandaríkjunum og fá alla kennslu í gegnum netið verða að yfirgefa Bandaríkin sem fyrst. Breki Einarsson hefur stundað nám í arkitektúr í háskóla í San Francisco í Bandaríkjunum síðustu tvö ár og segir óljóst hvað verður með áframhaldandi nám í haust. „Ég kom heim í vor og stundaði fjarnám og bjóst við að fara aftur út í haust. Nú er hins vegar komin upp sú staða að við fáum ekki dvalarleyfi ef námið er allt á netinu, þannig að staða mín og margra er mjög óljós,“ segir Breki Einarsson, sem stundar nám í arkitektúr við skólann Academy of Art University í San Fransisco. Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis, segir mikla óvissu meðal nema um næsta skólaár.Stöð 2 Breki er á skólastyrk en hann spilar fótbolta fyrir skólann. Það flækir líka málið. „Það er verið að reyna að finna lausn á því en eins og er þá verður engin fótbolti eða íþróttir stundaðar,“ segir Breki. Um 1500 íslenskir námsmenn stunda nám erlendis og búist er við að umsóknum fjölgi í haust vegna atvinnuleysis. Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis segir að almennt sé mikil óvissa ríki um næsta skólaár hjá mörgum nemendum. Hún ráðleggur fólki frá því að fara út í mikla óvissu. „Það eina sem gildir fyrir stúdentana sem ætla sér út að hætta þegar staðan er mjög óljós ekki vera að taka námslán og fara út og svo er allt í óvissu. Það getur orðið erfiður pakki,“ segir Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður í SÍNE. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3. júlí 2020 22:00 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Sjá meira
Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis ráðleggur fólki að fara ekki út í nám nema tryggt sé að skólarnir taki á móti nemendum. Námsmaður sem stundar nám í Bandaríkjunum segir mikla óvissu einkenna næsta skólaár og óvíst hvort hann kemst aftur út í haust. Erlendir nemar fá ekki landvistarleyfi í Bandaríkjunum ef kennsla í haust fer að öllu leyti fram á netinu. Þeir erlendu nemar sem nú eru í Bandaríkjunum og fá alla kennslu í gegnum netið verða að yfirgefa Bandaríkin sem fyrst. Breki Einarsson hefur stundað nám í arkitektúr í háskóla í San Francisco í Bandaríkjunum síðustu tvö ár og segir óljóst hvað verður með áframhaldandi nám í haust. „Ég kom heim í vor og stundaði fjarnám og bjóst við að fara aftur út í haust. Nú er hins vegar komin upp sú staða að við fáum ekki dvalarleyfi ef námið er allt á netinu, þannig að staða mín og margra er mjög óljós,“ segir Breki Einarsson, sem stundar nám í arkitektúr við skólann Academy of Art University í San Fransisco. Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis, segir mikla óvissu meðal nema um næsta skólaár.Stöð 2 Breki er á skólastyrk en hann spilar fótbolta fyrir skólann. Það flækir líka málið. „Það er verið að reyna að finna lausn á því en eins og er þá verður engin fótbolti eða íþróttir stundaðar,“ segir Breki. Um 1500 íslenskir námsmenn stunda nám erlendis og búist er við að umsóknum fjölgi í haust vegna atvinnuleysis. Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis segir að almennt sé mikil óvissa ríki um næsta skólaár hjá mörgum nemendum. Hún ráðleggur fólki frá því að fara út í mikla óvissu. „Það eina sem gildir fyrir stúdentana sem ætla sér út að hætta þegar staðan er mjög óljós ekki vera að taka námslán og fara út og svo er allt í óvissu. Það getur orðið erfiður pakki,“ segir Áslaug Heiða Gunnarsdóttir, lögfræðingur og stjórnarmaður í SÍNE.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3. júlí 2020 22:00 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Sjá meira
Kláraði háskólagráðuna í skiptinámi frá Svíþjóð í stofunni heima Ísak Valsson útskrifaðist með hreina tíu í meðaleinkunn í hagnýtri stærðfræði frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Ísak hefur fengið inngöngu í háskólann í Oxford á Bretlandi í haust og segist hann nokkuð kvíðinn fyrir því, enda kórónuveirufaraldurinn enn í mikilli sókn þar í landi. 3. júlí 2020 22:00