Ákærð fyrir að reyna að siga lögreglunni á svartan mann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júlí 2020 06:32 Amy Cooper hefur nú verið ákærð fyrir að reyna að siga lögreglunni á Christian Cooper, sem er ekki skyldur henni. Skjáskot/Christian Cooper Hvít kona sem reyndi að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja hundinn sinn í ól í New York í Bandaríkjunum, hefur verið ákærð fyrir athæfi sitt. Í myndbandi af atvikinu hótar hún manninum því að hringja á lögregluna og segja að svartur maður sé að ógna lífi hennar. Stuttu síðar sést hún gera nákvæmlega það. Konan, sem heitir Amy Cooper, hefur beðist afsökunar og segist hafa brugðist of harkalega við því þegar Christian Cooper, sem er ekki skyldur henni, ræddi við hana. Nú hefur ákæruvaldið í Manhattan ákveðið að ákæra hana fyrir að hringja í lögregluna að ósekju. Atvikið átti sér stað 25. maí síðastliðinn, sama dag og George Floyd, sem var svartur, lést í Minneapolis þegar hvítur lögreglumaður að nafni Derek Chauvin, hélt hné sínu að hálsi hans í tæplega níu mínútur. Floyd er talinn hafa verið meðvitundarlaus í um þrjár af þessum mínútum. Breska ríkisútvarpið greinir frá ákærunni á hendur Amy Cooper og hefur eftir Cyrus Vance, saksóknara á Manhattan, að það sé stefna ákæruvaldsins að taka hart á brotum sem þessum. Eins hvetji hann alla sem verða fórnarlamb falskra tilkynninga til lögreglunnar að leita réttar síns. Brást reið við að vera beðin um að fylgja reglum Christian Cooper var við fuglaskoðun í Central Park í New York í sérstökum hluta garðsins sem kallast Ramble. Þar er lausaganga hunda alfarið bönnuð vegna umfangsmikils dýralífs. Hann birti myndband af hluta samskipta hans við Amy Cooper þar sem hún segir meðal annars að hún ætli að segja lögreglunni að svartur maður sé að ógna lífi hennar. Christian segir að einu samskipti þeirra fyrir það hafi verið á þá leið að hann hafi beðið hana um að setja ól á hundinn, því það sé gegn reglunum að hann gangi laus. Hún hafi sagt nei og þá hafi hann kallað hundinn til sín. Hann segir hana hafa brugðist reiða við því. Hún hafi þó að lokum látið til leiðast og sett ól á hundinn. Eftir það hafi Christian þakkað henni fyrir og slökkt á upptökunni. Hann var farinn þegar lögregluþjóna bar að garði. Bandaríkin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Hvít kona sem reyndi að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja hundinn sinn í ól í New York í Bandaríkjunum, hefur verið ákærð fyrir athæfi sitt. Í myndbandi af atvikinu hótar hún manninum því að hringja á lögregluna og segja að svartur maður sé að ógna lífi hennar. Stuttu síðar sést hún gera nákvæmlega það. Konan, sem heitir Amy Cooper, hefur beðist afsökunar og segist hafa brugðist of harkalega við því þegar Christian Cooper, sem er ekki skyldur henni, ræddi við hana. Nú hefur ákæruvaldið í Manhattan ákveðið að ákæra hana fyrir að hringja í lögregluna að ósekju. Atvikið átti sér stað 25. maí síðastliðinn, sama dag og George Floyd, sem var svartur, lést í Minneapolis þegar hvítur lögreglumaður að nafni Derek Chauvin, hélt hné sínu að hálsi hans í tæplega níu mínútur. Floyd er talinn hafa verið meðvitundarlaus í um þrjár af þessum mínútum. Breska ríkisútvarpið greinir frá ákærunni á hendur Amy Cooper og hefur eftir Cyrus Vance, saksóknara á Manhattan, að það sé stefna ákæruvaldsins að taka hart á brotum sem þessum. Eins hvetji hann alla sem verða fórnarlamb falskra tilkynninga til lögreglunnar að leita réttar síns. Brást reið við að vera beðin um að fylgja reglum Christian Cooper var við fuglaskoðun í Central Park í New York í sérstökum hluta garðsins sem kallast Ramble. Þar er lausaganga hunda alfarið bönnuð vegna umfangsmikils dýralífs. Hann birti myndband af hluta samskipta hans við Amy Cooper þar sem hún segir meðal annars að hún ætli að segja lögreglunni að svartur maður sé að ógna lífi hennar. Christian segir að einu samskipti þeirra fyrir það hafi verið á þá leið að hann hafi beðið hana um að setja ól á hundinn, því það sé gegn reglunum að hann gangi laus. Hún hafi sagt nei og þá hafi hann kallað hundinn til sín. Hann segir hana hafa brugðist reiða við því. Hún hafi þó að lokum látið til leiðast og sett ól á hundinn. Eftir það hafi Christian þakkað henni fyrir og slökkt á upptökunni. Hann var farinn þegar lögregluþjóna bar að garði.
Bandaríkin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira