„Endalaus stórskotahríð haturs“ í „vinalegasta heimabæ Flórída“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2020 11:05 Stuðningsmenn Donald Trump í The Villages sjást á þessari mynd. AP/Mike Schneider Ímynd The Villages, samfélagi eldri borgara norðvestur af Flórída í Bandaríkjunum, sem „vinalegasti heimabær Flórída“ er brátt að hverfa eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti tísti þar sem sjá mátti eldri stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power) við heimili eldri borgara í The Villages. Íbúi þar segir ástandið eldfimt í samfélaginu, mikið sé deilt um Donald Trump og stefnu hans í aðdraganda forsetakosninganna. Það vakti mikla athygli þegar Trump endurtísti umræddu myndbandi þar sem stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Í myndbandinu sem fylgdi tístinu, sem síðar var eytt, sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Blaðamaður The Guardian heimsótti The Villages, sem gefur sig út fyrir að vera vinalegasti heimabær Flórída þar sem eldri borgarar geti slakað á, notið lífsins, spilað golf og haft gaman. Trump naut töluverðs stuðnings á meðal eldri borgara í kosningunum 2016 en Chris Stanley, íbúi í The Villages, segir að honum virðist sem að sá stuðningur sé að fjara undan Trump. „Hann er klárlega að gera suma kjósendur hér í The Villeges afhuga sér,“ segir Chris Stanley í samtali við Guardian. Hann hefur búið í The Villages í sex ár en þar búa um 125 þúsund eldri borgarar. Hann segir þá hafa áhyggjur af áætlunum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, auk þess sem að þeim líki ekki við hegðun hans. Það virðist vera kominn hiti í hið pólitíska líf eldri borgaranna ef marka má frétt Guardian. Þar segir að golfbílar með merki til stuðnings Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hafi verið skemmdar auk þess sem að þeir sem styðji demókrata hafi fengið ýmsar hótanir, meðal annars um að nöglum yrði komið fyrir á akbraut þar sem gjarnan er keppt í golfbílarallý og ætlunin var að halda eitt slíkt til stuðnings Demókrötum. „Þetta er mjög fjandsamlegt,“ segir Stanley um ástandið og það nær einnig yfir á Facebook að sögn Stanley. „Þetta er endalaus stórskotahríð haturs.“ Undir þetta tekur Dee Melvin, sem flutti í The Villages árið 2014. „Pólitískt séð þá er þetta ekki lengur vinalegasti heimabær Flórída. Þetta verður erfiðara með hverjum deginum sem líður.“ Bandaríkin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Ímynd The Villages, samfélagi eldri borgara norðvestur af Flórída í Bandaríkjunum, sem „vinalegasti heimabær Flórída“ er brátt að hverfa eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti tísti þar sem sjá mátti eldri stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power) við heimili eldri borgara í The Villages. Íbúi þar segir ástandið eldfimt í samfélaginu, mikið sé deilt um Donald Trump og stefnu hans í aðdraganda forsetakosninganna. Það vakti mikla athygli þegar Trump endurtísti umræddu myndbandi þar sem stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Í myndbandinu sem fylgdi tístinu, sem síðar var eytt, sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Blaðamaður The Guardian heimsótti The Villages, sem gefur sig út fyrir að vera vinalegasti heimabær Flórída þar sem eldri borgarar geti slakað á, notið lífsins, spilað golf og haft gaman. Trump naut töluverðs stuðnings á meðal eldri borgara í kosningunum 2016 en Chris Stanley, íbúi í The Villages, segir að honum virðist sem að sá stuðningur sé að fjara undan Trump. „Hann er klárlega að gera suma kjósendur hér í The Villeges afhuga sér,“ segir Chris Stanley í samtali við Guardian. Hann hefur búið í The Villages í sex ár en þar búa um 125 þúsund eldri borgarar. Hann segir þá hafa áhyggjur af áætlunum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, auk þess sem að þeim líki ekki við hegðun hans. Það virðist vera kominn hiti í hið pólitíska líf eldri borgaranna ef marka má frétt Guardian. Þar segir að golfbílar með merki til stuðnings Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hafi verið skemmdar auk þess sem að þeir sem styðji demókrata hafi fengið ýmsar hótanir, meðal annars um að nöglum yrði komið fyrir á akbraut þar sem gjarnan er keppt í golfbílarallý og ætlunin var að halda eitt slíkt til stuðnings Demókrötum. „Þetta er mjög fjandsamlegt,“ segir Stanley um ástandið og það nær einnig yfir á Facebook að sögn Stanley. „Þetta er endalaus stórskotahríð haturs.“ Undir þetta tekur Dee Melvin, sem flutti í The Villages árið 2014. „Pólitískt séð þá er þetta ekki lengur vinalegasti heimabær Flórída. Þetta verður erfiðara með hverjum deginum sem líður.“
Bandaríkin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira