„Endalaus stórskotahríð haturs“ í „vinalegasta heimabæ Flórída“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2020 11:05 Stuðningsmenn Donald Trump í The Villages sjást á þessari mynd. AP/Mike Schneider Ímynd The Villages, samfélagi eldri borgara norðvestur af Flórída í Bandaríkjunum, sem „vinalegasti heimabær Flórída“ er brátt að hverfa eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti tísti þar sem sjá mátti eldri stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power) við heimili eldri borgara í The Villages. Íbúi þar segir ástandið eldfimt í samfélaginu, mikið sé deilt um Donald Trump og stefnu hans í aðdraganda forsetakosninganna. Það vakti mikla athygli þegar Trump endurtísti umræddu myndbandi þar sem stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Í myndbandinu sem fylgdi tístinu, sem síðar var eytt, sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Blaðamaður The Guardian heimsótti The Villages, sem gefur sig út fyrir að vera vinalegasti heimabær Flórída þar sem eldri borgarar geti slakað á, notið lífsins, spilað golf og haft gaman. Trump naut töluverðs stuðnings á meðal eldri borgara í kosningunum 2016 en Chris Stanley, íbúi í The Villages, segir að honum virðist sem að sá stuðningur sé að fjara undan Trump. „Hann er klárlega að gera suma kjósendur hér í The Villeges afhuga sér,“ segir Chris Stanley í samtali við Guardian. Hann hefur búið í The Villages í sex ár en þar búa um 125 þúsund eldri borgarar. Hann segir þá hafa áhyggjur af áætlunum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, auk þess sem að þeim líki ekki við hegðun hans. Það virðist vera kominn hiti í hið pólitíska líf eldri borgaranna ef marka má frétt Guardian. Þar segir að golfbílar með merki til stuðnings Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hafi verið skemmdar auk þess sem að þeir sem styðji demókrata hafi fengið ýmsar hótanir, meðal annars um að nöglum yrði komið fyrir á akbraut þar sem gjarnan er keppt í golfbílarallý og ætlunin var að halda eitt slíkt til stuðnings Demókrötum. „Þetta er mjög fjandsamlegt,“ segir Stanley um ástandið og það nær einnig yfir á Facebook að sögn Stanley. „Þetta er endalaus stórskotahríð haturs.“ Undir þetta tekur Dee Melvin, sem flutti í The Villages árið 2014. „Pólitískt séð þá er þetta ekki lengur vinalegasti heimabær Flórída. Þetta verður erfiðara með hverjum deginum sem líður.“ Bandaríkin Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Ímynd The Villages, samfélagi eldri borgara norðvestur af Flórída í Bandaríkjunum, sem „vinalegasti heimabær Flórída“ er brátt að hverfa eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, endurtísti tísti þar sem sjá mátti eldri stuðningsmann hans kalla fullum hálsi „hvít vald“ (e. White Power) við heimili eldri borgara í The Villages. Íbúi þar segir ástandið eldfimt í samfélaginu, mikið sé deilt um Donald Trump og stefnu hans í aðdraganda forsetakosninganna. Það vakti mikla athygli þegar Trump endurtísti umræddu myndbandi þar sem stuðningsmenn forsetans og andstæðingar kalla óorðum hvern á annan. Í myndbandinu sem fylgdi tístinu, sem síðar var eytt, sést stuðningsmaður Trumps keyra um á golfbíl og skekja krepptum hnefa á meðan hann kallar „White Power.“ Maðurinn virðist hafa verið að svara mótmælendum sem kölluðu hann rasista og höfðu kallað öðrum óorðum að honum. Aðrir mótmælendur kölluðu að honum og öðrum gestum fjöldafundarins „nasisti!“ Forsetinn eyddi tístinu að lokum.Skjáskot/Twitter Blaðamaður The Guardian heimsótti The Villages, sem gefur sig út fyrir að vera vinalegasti heimabær Flórída þar sem eldri borgarar geti slakað á, notið lífsins, spilað golf og haft gaman. Trump naut töluverðs stuðnings á meðal eldri borgara í kosningunum 2016 en Chris Stanley, íbúi í The Villages, segir að honum virðist sem að sá stuðningur sé að fjara undan Trump. „Hann er klárlega að gera suma kjósendur hér í The Villeges afhuga sér,“ segir Chris Stanley í samtali við Guardian. Hann hefur búið í The Villages í sex ár en þar búa um 125 þúsund eldri borgarar. Hann segir þá hafa áhyggjur af áætlunum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, auk þess sem að þeim líki ekki við hegðun hans. Það virðist vera kominn hiti í hið pólitíska líf eldri borgaranna ef marka má frétt Guardian. Þar segir að golfbílar með merki til stuðnings Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, hafi verið skemmdar auk þess sem að þeir sem styðji demókrata hafi fengið ýmsar hótanir, meðal annars um að nöglum yrði komið fyrir á akbraut þar sem gjarnan er keppt í golfbílarallý og ætlunin var að halda eitt slíkt til stuðnings Demókrötum. „Þetta er mjög fjandsamlegt,“ segir Stanley um ástandið og það nær einnig yfir á Facebook að sögn Stanley. „Þetta er endalaus stórskotahríð haturs.“ Undir þetta tekur Dee Melvin, sem flutti í The Villages árið 2014. „Pólitískt séð þá er þetta ekki lengur vinalegasti heimabær Flórída. Þetta verður erfiðara með hverjum deginum sem líður.“
Bandaríkin Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira