Jói Kalli eftir magnaðan sigur ÍA: Hugmyndafræðin okkar er ekki flókin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2020 22:30 Jóhannes Karl var glaður í bragði eftir leik kvöldsins. Vísir/Daníel Þór ÍA vann ótrúlegan 4-1 sigur á Val á útivelli í Pepsi Max deild karla í kvöld. Eftir fjórar umferðir eru því bæði lið með sex stig. „Heyrðu ég er bara nokkuð sáttur eins og allir Skagamenn sem voru á þessum leik, „ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson glaður í bragði eftir ótrúlegan 4-1 sigur á Val að Hlíðarenda í kvöld. „Við höfum verið að reyna spila okkar leik, við höfum verið að reyna að finna veikleika í leik andstæðinganna og það hefur gengið ágætlega. Í dag er munurinn að við vörðumst vel og lokuðum á það sem Valsararnir voru að gera, við vildum pressa þá og láta Hannes hafa boltann. En við vitum líka að við erum með frábæra menn fram á við sem geta skorað mörk og þau skiluðu sér svo sannarlega í dag,“ sagði Jóhannes Karl um muninn á leik liðsins í kvöld og leiknum gegn KR þar sem Skagamenn töpuðu – mögulega ósanngjarnt – með tveimur mörkum gegn einu. „Hugmyndfræðin okkar er ekki flókin. Við viljum spila á þeim svæðum þar sem við erum í yfirtölu og Valur setti ansi marga menn fram til að loka á uppspilið hjá okkur og við vorum oft á tíðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, þrír á móti þremur inn á vallarhelmingi Vals. Við nýttum okkur það vel og Árni er góður spyrnumaður,“ var svarið þegar undirritaður spurði út í hvort leikplanið í dag hefði verið að taka fleiri langa bolta en venjulega. Fyrsta mark leiksins skoraði Viktor Jónsson einmitt eftir einn þráðbeinan 70 metra langan bolta frá Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA. „Viktor er frábær leikmaður, frábær karakter. Við erum að vinna í að þróa liðið og Viktor gegnir lykilhlutverki í sinni stöðu eins og allir aðrir leikmenn. Hann er búinn að gera þetta virkilega vel og hefur verið óheppinn. Hann gæti verið búinn að skora og leggja upp fleiri mörk. Það heppnaðist vel hjá honum í dag og hann er frábær í þessari stöðu,“ sagði Jóhannes um frammistöðu framherjans Viktors sem hefur verið út á væng í 4-3-3 leikkerfi ÍA í sumar. „Við erum ekkert að horfa til baka, ég er virkilega ánægður með þrjú stig hér í dag,“ sagði Jóhannes að endingu aðspurður hvort Skagamenn væru sáttir með sex stig eftir fjórar umferðir. Pepsi Max-deild karla ÍA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn með ótrúlegan sigur á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:05 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
ÍA vann ótrúlegan 4-1 sigur á Val á útivelli í Pepsi Max deild karla í kvöld. Eftir fjórar umferðir eru því bæði lið með sex stig. „Heyrðu ég er bara nokkuð sáttur eins og allir Skagamenn sem voru á þessum leik, „ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson glaður í bragði eftir ótrúlegan 4-1 sigur á Val að Hlíðarenda í kvöld. „Við höfum verið að reyna spila okkar leik, við höfum verið að reyna að finna veikleika í leik andstæðinganna og það hefur gengið ágætlega. Í dag er munurinn að við vörðumst vel og lokuðum á það sem Valsararnir voru að gera, við vildum pressa þá og láta Hannes hafa boltann. En við vitum líka að við erum með frábæra menn fram á við sem geta skorað mörk og þau skiluðu sér svo sannarlega í dag,“ sagði Jóhannes Karl um muninn á leik liðsins í kvöld og leiknum gegn KR þar sem Skagamenn töpuðu – mögulega ósanngjarnt – með tveimur mörkum gegn einu. „Hugmyndfræðin okkar er ekki flókin. Við viljum spila á þeim svæðum þar sem við erum í yfirtölu og Valur setti ansi marga menn fram til að loka á uppspilið hjá okkur og við vorum oft á tíðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, þrír á móti þremur inn á vallarhelmingi Vals. Við nýttum okkur það vel og Árni er góður spyrnumaður,“ var svarið þegar undirritaður spurði út í hvort leikplanið í dag hefði verið að taka fleiri langa bolta en venjulega. Fyrsta mark leiksins skoraði Viktor Jónsson einmitt eftir einn þráðbeinan 70 metra langan bolta frá Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA. „Viktor er frábær leikmaður, frábær karakter. Við erum að vinna í að þróa liðið og Viktor gegnir lykilhlutverki í sinni stöðu eins og allir aðrir leikmenn. Hann er búinn að gera þetta virkilega vel og hefur verið óheppinn. Hann gæti verið búinn að skora og leggja upp fleiri mörk. Það heppnaðist vel hjá honum í dag og hann er frábær í þessari stöðu,“ sagði Jóhannes um frammistöðu framherjans Viktors sem hefur verið út á væng í 4-3-3 leikkerfi ÍA í sumar. „Við erum ekkert að horfa til baka, ég er virkilega ánægður með þrjú stig hér í dag,“ sagði Jóhannes að endingu aðspurður hvort Skagamenn væru sáttir með sex stig eftir fjórar umferðir.
Pepsi Max-deild karla ÍA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn með ótrúlegan sigur á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:05 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Leik lokið: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn með ótrúlegan sigur á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:05