ÍBV lagði Víking Ólafsvík að velli í Vestmannaeyjum í Lengjudeild karla. Leikurinn hófst kl. 18 og lauk nú rétt í þessu.
Það var markakóngur Pepsi Max deildarinnar í fyrra, Gary Martin, sem sá um Ólsara fyrir ÍBV.
Staðan var markalaus í hálfleik en Gary braut ísinn strax í upphafi seinni hálfleiks á 49. mínútu. Hann bætti svo við öðru marki sínu og öðru marki Eyjamanna á 83. mínútu og voru fleiri mörk ekki skoruð. Lokatölur 2-0 í Eyjum.
ÍBV er komið á toppinn í bili með níu stig, fullt hús stiga, eftir þrjár umferðir. Keflavík og Fram eiga leik til góða en Keflavík er að spila við Leikni R. og Fram við Aftureldingu í augnablikinu.