Ótti Gunnar Dan Wiium skrifar 3. júlí 2020 10:00 Er ótti rauði þráðurinn í lífi mínu? Getur verið að samband mitt við ótta sé orðið að svo miklu langtíma sambandi að ég í raun hafi engan samanburð og upplifi fyrir vikið ógn í öllu og öllum sem ég mæti? Það krefst einmitt trausts að mæta aðstæðum með útrétta arma og brosandi andlit, trausts sem óttinn rænir. Ég ýmist sæki eða ver. Skiptir engu máli hvar um ræðir, það er sótt eða varið. Innan stjórnmála, viðskipta, milli þjóða og ættbálka, kynstofna og trúarbragða. Hugmyndir og skoðanir eru varðar gegn sókn annarra ýmist í ótta við að missa eða ótta við að ekki eignast. Í raun allt saman sami ótti, óttinn við að ekki hafa. Ég óttast að ekki fá það sem mig girnist og svo loks þegar ég tel mig hafa fengið það eftir örvæntingafulla sókn tekur óttinn við að missa það. Ég held fast og framkalla ástand stöðnunar með tilheyrandi hleðslu efnis og þyngdar aukningar sem elur af sér en meiri ótta. Þetta virðist vera eitthvað innprentað í ekki einu bara manninn heldur í rándýr almennt, því í raun erum við bara rándýr með bindi og armbandsúr. Hugmyndin um mitt er ávalt á kostnað samkenndar og einingar. Hugmyndin um mitt settur allt í annað samhengi. Þegar til dæmis hvíti maður kom til norður Ameríku skildu frumbyggjarnir ekki hugtakið í fyrstu að maðurinn gæti eignast sér land. Mitt land, á það. Þeir skildu einfaldlega ekki hugtakið því vera þeirra var af allt öðrum toga. Þeir voru eitt með náttúru og í ástandi samkenndar sem gaf þeim þá upplifun að þeir tilheyrðu móðir jörð, að þeir sem menn væru afkomendur jarðar og fyrri vikið hefðu engan eignarrétt. Óttinn elur af sér hegðun sem alltaf eykur á aðgreiningu. Hroki og kaldhæðni, gremju og biturleika, afbrigðasemi og öfund. Allt sem ekki nærir, bara hirðir. Nærist af allri orku sem við höfum til umráða og í raun veikir okkur bæði í huga og líkama. Óttinn er ekki hugsaður til annars en að koma okkur úr lífshættulegum aðstæðum. Aðstæðum sem aðeins standa yfir í eins skamman tíma og mögulegt er. Ekki viðvarandi ástand í hvaða formi sem er. Það telst til dæmis ekki eðlilegt að óttast álit annarra nema þá sem beinn afleiðing skerts sjálfsmats og virðingar og þá sem bein afleiðing óuppgerðrar fortíðar þar sem afleiðingar brota sitja föst í klettasillum hugans. Afleiðingar brota gegn okkur sjálfum sem og afleiðingar þeirra óuppgerðra brota okkar gagnvart öðrum. Þessi efnisaukning skilur okkur eftir þjökuð af skömm og sekt innan undirvitundar sem svo framkallar ótta við að álit og dóm. Ótta við að vera séð fyrir það sem við höldum að við raunverulega erum. Í raun má segja að allt sem ekki göfgar heildina er keyrt af ótta. Ástæðan fyrir því að ég rýni í óttann er sú að aðeins get ég séð ytri sannleika útfrá eigin reynslu. Ég sé hver ég er ekki í leit minni að sjálfi. Einmitt þannig haga ég leitinni að sjálfi eða sannleika, með því að leita að lyginni innra með mér. Leita allra þeirra viðhorfa og hugmynda sem ég ber sem afleiðing óuppgerðar fortíðar. Tilgangur leitarinnar er að sjá, stíga til hliðar og sjá. Fyrir vikið missir lygin eldsneytið sem er samsömun sjálfsins með lyginni. Eftir situr rými sem gerir meltingu færa, meltingu og afgreiðslu þeirra einda sem birtast á leið okkar innan mennskunnar. Einnig situr eftir reynsla sem gerir mér kleift að rýna í samfélag í sama tilgangi. Koma auga á lygina sem felst í samsömum falskra hugmynda sem svo knýr mig í óttablandna tilraun til ýmist varnar eða sóknar. Ég öðlast fyrir vikið getu til afstöðuleysis sem er eitt af einkennum óttaleysis. Ég er ekki af neinum öðrum kynstofni en maður. Ég er ekki kristinn eða múslim. Ég er ekki trúleysingi né trúaður. Ég er ekki faðir né eiginmaður þó ég gegni hverfulum skyldum. Ég kýs ekki með né á móti. Ég mótmæli ekki nema með meðmælum. Ég efast um allt þar til annað kemur í ljós. Ég er ekki óttaslegin þótt ég beri ótta. Fyrir níu mínútum varð ég fjörtíu og fjögurra en samt er ég Í raun nýfæddur sem og nýlátin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Er ótti rauði þráðurinn í lífi mínu? Getur verið að samband mitt við ótta sé orðið að svo miklu langtíma sambandi að ég í raun hafi engan samanburð og upplifi fyrir vikið ógn í öllu og öllum sem ég mæti? Það krefst einmitt trausts að mæta aðstæðum með útrétta arma og brosandi andlit, trausts sem óttinn rænir. Ég ýmist sæki eða ver. Skiptir engu máli hvar um ræðir, það er sótt eða varið. Innan stjórnmála, viðskipta, milli þjóða og ættbálka, kynstofna og trúarbragða. Hugmyndir og skoðanir eru varðar gegn sókn annarra ýmist í ótta við að missa eða ótta við að ekki eignast. Í raun allt saman sami ótti, óttinn við að ekki hafa. Ég óttast að ekki fá það sem mig girnist og svo loks þegar ég tel mig hafa fengið það eftir örvæntingafulla sókn tekur óttinn við að missa það. Ég held fast og framkalla ástand stöðnunar með tilheyrandi hleðslu efnis og þyngdar aukningar sem elur af sér en meiri ótta. Þetta virðist vera eitthvað innprentað í ekki einu bara manninn heldur í rándýr almennt, því í raun erum við bara rándýr með bindi og armbandsúr. Hugmyndin um mitt er ávalt á kostnað samkenndar og einingar. Hugmyndin um mitt settur allt í annað samhengi. Þegar til dæmis hvíti maður kom til norður Ameríku skildu frumbyggjarnir ekki hugtakið í fyrstu að maðurinn gæti eignast sér land. Mitt land, á það. Þeir skildu einfaldlega ekki hugtakið því vera þeirra var af allt öðrum toga. Þeir voru eitt með náttúru og í ástandi samkenndar sem gaf þeim þá upplifun að þeir tilheyrðu móðir jörð, að þeir sem menn væru afkomendur jarðar og fyrri vikið hefðu engan eignarrétt. Óttinn elur af sér hegðun sem alltaf eykur á aðgreiningu. Hroki og kaldhæðni, gremju og biturleika, afbrigðasemi og öfund. Allt sem ekki nærir, bara hirðir. Nærist af allri orku sem við höfum til umráða og í raun veikir okkur bæði í huga og líkama. Óttinn er ekki hugsaður til annars en að koma okkur úr lífshættulegum aðstæðum. Aðstæðum sem aðeins standa yfir í eins skamman tíma og mögulegt er. Ekki viðvarandi ástand í hvaða formi sem er. Það telst til dæmis ekki eðlilegt að óttast álit annarra nema þá sem beinn afleiðing skerts sjálfsmats og virðingar og þá sem bein afleiðing óuppgerðrar fortíðar þar sem afleiðingar brota sitja föst í klettasillum hugans. Afleiðingar brota gegn okkur sjálfum sem og afleiðingar þeirra óuppgerðra brota okkar gagnvart öðrum. Þessi efnisaukning skilur okkur eftir þjökuð af skömm og sekt innan undirvitundar sem svo framkallar ótta við að álit og dóm. Ótta við að vera séð fyrir það sem við höldum að við raunverulega erum. Í raun má segja að allt sem ekki göfgar heildina er keyrt af ótta. Ástæðan fyrir því að ég rýni í óttann er sú að aðeins get ég séð ytri sannleika útfrá eigin reynslu. Ég sé hver ég er ekki í leit minni að sjálfi. Einmitt þannig haga ég leitinni að sjálfi eða sannleika, með því að leita að lyginni innra með mér. Leita allra þeirra viðhorfa og hugmynda sem ég ber sem afleiðing óuppgerðar fortíðar. Tilgangur leitarinnar er að sjá, stíga til hliðar og sjá. Fyrir vikið missir lygin eldsneytið sem er samsömun sjálfsins með lyginni. Eftir situr rými sem gerir meltingu færa, meltingu og afgreiðslu þeirra einda sem birtast á leið okkar innan mennskunnar. Einnig situr eftir reynsla sem gerir mér kleift að rýna í samfélag í sama tilgangi. Koma auga á lygina sem felst í samsömum falskra hugmynda sem svo knýr mig í óttablandna tilraun til ýmist varnar eða sóknar. Ég öðlast fyrir vikið getu til afstöðuleysis sem er eitt af einkennum óttaleysis. Ég er ekki af neinum öðrum kynstofni en maður. Ég er ekki kristinn eða múslim. Ég er ekki trúleysingi né trúaður. Ég er ekki faðir né eiginmaður þó ég gegni hverfulum skyldum. Ég kýs ekki með né á móti. Ég mótmæli ekki nema með meðmælum. Ég efast um allt þar til annað kemur í ljós. Ég er ekki óttaslegin þótt ég beri ótta. Fyrir níu mínútum varð ég fjörtíu og fjögurra en samt er ég Í raun nýfæddur sem og nýlátin.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun