Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 2. júlí 2020 14:15 Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. Ráðherra er gagnrýndur fyrir lítið samráð við starfsfólk og óskað er eftir upplýsingum á hvaða grundvelli ákvörðunin er tekin. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra tilkynnti í lok febrúar áform um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót og finna verkefnum þar nýjan farveg. Þá kom fram að forstjóri NMÍ, myndi leiða vinnuna innan miðstöðvarinnar og njóta stuðnings stýrihóps ráðuneytisins. Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar sendi ráðherra ályktun í morgun þar sem kemur fram að það telur fyrirætlanir ráðherra um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð verði mikið áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu og alls ekki það sem samfélagið þurfi á að halda. Kjartan Due Nielsen verkefnisstjóri hjá miðstöðinni er talsmaður starfsmanna. „Það var lofað samráði í upphafi og svo á endanum varð það ekki samtal heldur eintal og það eru að koma niðurstöður úr því núna. Þetta eru viðbrögð við því. Við gáfum þessu ferli sem ráðherra lagði af stað með í upphafi tíma. En það var lofað samráði en það var ekkert slíkt um að ræða,“ sagði Kjartan. „Okkur starfsmönnum er ljóst að við erum ekki upphaf og endir alls en ákvörðun ráðherra og ráðuneytisins er tekin af of þröngum hópi fólks sem virðist vera með of einsleitar skoðanir. Og okkur virðist bæði nýsköpunarstefnan og umræðan um nýsköpun of einsleit og þess vegna erum við að skora á ráðherranna og alþingismenn að láta sig þetta mál varða. Þá hafa starfsmennirnir óskað við eftir, á grundvelli upplýsingalaga, að fá frá ráðuneytinu minnisblöð og þær greiningar sem liggja að baki ákvörðuninni um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. Ráðherra er gagnrýndur fyrir lítið samráð við starfsfólk og óskað er eftir upplýsingum á hvaða grundvelli ákvörðunin er tekin. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra tilkynnti í lok febrúar áform um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót og finna verkefnum þar nýjan farveg. Þá kom fram að forstjóri NMÍ, myndi leiða vinnuna innan miðstöðvarinnar og njóta stuðnings stýrihóps ráðuneytisins. Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar sendi ráðherra ályktun í morgun þar sem kemur fram að það telur fyrirætlanir ráðherra um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð verði mikið áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu og alls ekki það sem samfélagið þurfi á að halda. Kjartan Due Nielsen verkefnisstjóri hjá miðstöðinni er talsmaður starfsmanna. „Það var lofað samráði í upphafi og svo á endanum varð það ekki samtal heldur eintal og það eru að koma niðurstöður úr því núna. Þetta eru viðbrögð við því. Við gáfum þessu ferli sem ráðherra lagði af stað með í upphafi tíma. En það var lofað samráði en það var ekkert slíkt um að ræða,“ sagði Kjartan. „Okkur starfsmönnum er ljóst að við erum ekki upphaf og endir alls en ákvörðun ráðherra og ráðuneytisins er tekin af of þröngum hópi fólks sem virðist vera með of einsleitar skoðanir. Og okkur virðist bæði nýsköpunarstefnan og umræðan um nýsköpun of einsleit og þess vegna erum við að skora á ráðherranna og alþingismenn að láta sig þetta mál varða. Þá hafa starfsmennirnir óskað við eftir, á grundvelli upplýsingalaga, að fá frá ráðuneytinu minnisblöð og þær greiningar sem liggja að baki ákvörðuninni um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýsköpun Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira