Áður óséð verk eftir Picasso á uppboði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júlí 2020 13:03 Kolateikning eftir Picasso frá árinu 1931 verður á uppboði í lok júlímánaðar. Sotheby's London Teikning eftir spænska listmálarann Pablo Picasso, sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir almennings, verður á uppboði í lok þessa mánaðar. Verkið er frá 1931 og er metið á allt að einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Verkið er kolateikning af konu og heitir Femme endormie eða Kona sofandi en listamaðurinn varðveitti það hjá sér til dauðadags. Bernard sonur hans erfði síðan verkið. Marie-Therese Walter og Pablo Picasso áttu í ástarsambandi á árunum 1927 og 1936. Tuttugu og átta ára aldursmunur var á milli þeirra en þau kynntust þegar Walter var táningur. Picasso og Walter áttu saman dótturina Maríu de la Concepción sem ætíð hefur verið kölluð Maya.Vísir/Getty Viðfang listaverksins er Marie-Thérèse Walter en þau áttu í ástarsambandi og hittust fyrst þegar Picasso var 45 ára en Walter einungis 17 ára. Picasso var að eigin sögn óhamingjusamur í hjónabandi sínu þegar Walter varð á vegi hans. Hann tók fyrst eftir henni þegar hann leit inn um gluggann á Galeries Lafayette í París árið 1927. Hann rölti í áttina til hennar og sagði: „Ég er viss um að við munum gera frábæra hluti saman. Ég heiti Picasso.“ Olivier Widmaier Picasso, dóttursonur listmálarans, segir Picasso hafa endurfæðst þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hún fyllti Picasso andagift en Walter er viðfang fjölda málverka, teikninga og höggmynda. Sum listaverkanna eru talin vera bestu verk listamannsins en ferill hans spannar átta áratugi. Þrjú af málverkunum sem Picasso gerði af Walter voru til sýnis á einkasýningu Pablos Picasso á Tate Modern-safninu í Lundúnum árið 2018. Á sýningu með verkum Pablos Picasso í Tate Modern-safninu í Lundúnum mátti sjá nokkur af þeim verkum sem fjalla um Marie-Thérèse Walter. Sýningin hét Picasso 1932 - ást, frægð, harmleikur.Vísir/Getty Picasso var giftur Olgu Khokhlovu þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hann átti þá soninn Paulo með Khokhlovu. Khokhlova var ballett-dansari frá Úkraínu en hún komst ekki að framhjáhaldinu fyrr en seint. Árið 1934 varð Walter ólétt að dóttur þeirra Picassos, Maríu de la Concepcion, en þegar Khokhlova komst að þunguninni bað hún um hjónaskilnað. Listamaðurinn Pablo Picasso á vinnustofunni sinni í París. Vísir/Getty Picasso var ekki trúr Walter frekar en Khokhlovu. Tveimur árum eftir fæðingu dóttur þeirra Walters og Picassos hélt Picasso framhjá Walter með Doru Maar sem Picasso taldi vera „vitsmunalegan jafningja“ sinn. Þegar Khoklova lést ákvað Picasso að biðja Walters en hún hafnaði bónorðinu eftir svikin. Walter framdi sjálfsvíg árið 1977. Myndlist Menning Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Teikning eftir spænska listmálarann Pablo Picasso, sem ekki hefur áður komið fyrir sjónir almennings, verður á uppboði í lok þessa mánaðar. Verkið er frá 1931 og er metið á allt að einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Verkið er kolateikning af konu og heitir Femme endormie eða Kona sofandi en listamaðurinn varðveitti það hjá sér til dauðadags. Bernard sonur hans erfði síðan verkið. Marie-Therese Walter og Pablo Picasso áttu í ástarsambandi á árunum 1927 og 1936. Tuttugu og átta ára aldursmunur var á milli þeirra en þau kynntust þegar Walter var táningur. Picasso og Walter áttu saman dótturina Maríu de la Concepción sem ætíð hefur verið kölluð Maya.Vísir/Getty Viðfang listaverksins er Marie-Thérèse Walter en þau áttu í ástarsambandi og hittust fyrst þegar Picasso var 45 ára en Walter einungis 17 ára. Picasso var að eigin sögn óhamingjusamur í hjónabandi sínu þegar Walter varð á vegi hans. Hann tók fyrst eftir henni þegar hann leit inn um gluggann á Galeries Lafayette í París árið 1927. Hann rölti í áttina til hennar og sagði: „Ég er viss um að við munum gera frábæra hluti saman. Ég heiti Picasso.“ Olivier Widmaier Picasso, dóttursonur listmálarans, segir Picasso hafa endurfæðst þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hún fyllti Picasso andagift en Walter er viðfang fjölda málverka, teikninga og höggmynda. Sum listaverkanna eru talin vera bestu verk listamannsins en ferill hans spannar átta áratugi. Þrjú af málverkunum sem Picasso gerði af Walter voru til sýnis á einkasýningu Pablos Picasso á Tate Modern-safninu í Lundúnum árið 2018. Á sýningu með verkum Pablos Picasso í Tate Modern-safninu í Lundúnum mátti sjá nokkur af þeim verkum sem fjalla um Marie-Thérèse Walter. Sýningin hét Picasso 1932 - ást, frægð, harmleikur.Vísir/Getty Picasso var giftur Olgu Khokhlovu þegar hann hóf ástarsamband með Walter. Hann átti þá soninn Paulo með Khokhlovu. Khokhlova var ballett-dansari frá Úkraínu en hún komst ekki að framhjáhaldinu fyrr en seint. Árið 1934 varð Walter ólétt að dóttur þeirra Picassos, Maríu de la Concepcion, en þegar Khokhlova komst að þunguninni bað hún um hjónaskilnað. Listamaðurinn Pablo Picasso á vinnustofunni sinni í París. Vísir/Getty Picasso var ekki trúr Walter frekar en Khokhlovu. Tveimur árum eftir fæðingu dóttur þeirra Walters og Picassos hélt Picasso framhjá Walter með Doru Maar sem Picasso taldi vera „vitsmunalegan jafningja“ sinn. Þegar Khoklova lést ákvað Picasso að biðja Walters en hún hafnaði bónorðinu eftir svikin. Walter framdi sjálfsvíg árið 1977.
Myndlist Menning Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira