Telja dráp hægri öfgamanna á manni af afrískum uppruna ekki tengjast kynþætti Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 15:50 Fólk hefur skilið eftir blóm og bréf þar sem Johansen fannst deyjandi í síðustu viku. Vísir/EPA Danska lögreglan telur að persónulegar deilur frekar en kynþáttur hafi legið að baki drápi á karlmanni sem átti ættir að rekja til Tansaníu. Annar tveggja karlmanna sem voru handteknir vegna dauða hans er sagður stuðningsmaður hægriöfgaflokks. Dauði Phillips Mbuji Johansen, 28 ára gamals verkfræðinema af dönskum og tansanískum uppruna, hefur vakið mikla athygli í Danmörku. Lík hans fannst illa leikið við eldstæði í skógi í Borgundarhólmi þriðjudaginn 23. júní. Bræður á þrítugsaldri voru handteknir sama dag, grunaðir um manndráp. Þeir sitja í gæsluvarðhaldi til 22. júlí. Í ákæruskjali kemur fram að höfuðkúpa Johansen var brotin og að hann virðist hafa verið barinn ítrekað með trjábút. Þá var hann stunginn endurtekið, meðal annars í gegnum hálsinn. Merki voru um að hné hafi verið þrýst á háls hans, líkt og gerðist þegar lögreglumenn í Minneapolis í Bandaríkjunum urðu George Floyd að bana í síðasta mánuði. Miklar vangaveltur hafa verið um að kynþáttahatur hafi verið tilefni morðsins. Á samfélagsmiðlum hefur því verið haldið fram að annar bræðranna væri með hakakrosshúðflúr. Benthe Pedersen Lund, saksóknarinn í málinu, hefur neitað að staðfesta það. Danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að annar bræðranna hafi lýst yfir stuðningi við hægriöfgasinnaða Harðlínuflokkinn og hóp sem kallar sig „Hvít líf skipta máli“ á Facebook. „Hvít líf skipta máli“ skaut upp kollinum sem andsvar öfgamanna við mótmælum gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“. Þvertaka fyrir að kynþáttur hafi nokkuð með drápið að gera Mennirnir tveir viðurkenna að hafa barið Johansen en neita því að hafa drepið hann, að sögn New York Times. Pedersen Lund segir að rannsakað hafi verið hvort kynþáttahyggja hafi búið að baki morðinu en saksóknarar hafi ályktað að svo væri ekki. „Frá þeim mjög skýru skýringum sem við höfum fengið höfum við góða ástæðu til að telja að drápið hafi ekki verið vegna kynþáttahyggju. Við teljum að persónulegt samband hafi verið á milli þeirri grunuðu og þess sem var drepinn sem fór algerlega úrskeiðis,“ segir hún. Tobias Brandt Kræmher, sem segir AP-fréttastofunni, að hann hafi verið vinur Johansen fullyrðir að hann hafi verið í heimsókn hjá foreldrum sínum í Borgundarhólmi þegar hann fór í samkvæmi sem endaði úti í skóginum norðan við bæinn Rönne. Johansen og þeir grunuðu hafi verið vinir um langt skeið. Kynþáttur hafi ekki haft neitt með málið að gera. Brandt Kræmher hefur gengist við því að hafa rifið niður borða á aðaltorginu í Rönne sem á stóð „Engin líf skipta máli þar til svört líf skipta máli“ vegna þess að honum fannst textinn „óviðeigandi“. „Fyrir okkur hér var þetta harmleikur, ekkert meira en það,“ segir hann við AP. Danmörk Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Danska lögreglan telur að persónulegar deilur frekar en kynþáttur hafi legið að baki drápi á karlmanni sem átti ættir að rekja til Tansaníu. Annar tveggja karlmanna sem voru handteknir vegna dauða hans er sagður stuðningsmaður hægriöfgaflokks. Dauði Phillips Mbuji Johansen, 28 ára gamals verkfræðinema af dönskum og tansanískum uppruna, hefur vakið mikla athygli í Danmörku. Lík hans fannst illa leikið við eldstæði í skógi í Borgundarhólmi þriðjudaginn 23. júní. Bræður á þrítugsaldri voru handteknir sama dag, grunaðir um manndráp. Þeir sitja í gæsluvarðhaldi til 22. júlí. Í ákæruskjali kemur fram að höfuðkúpa Johansen var brotin og að hann virðist hafa verið barinn ítrekað með trjábút. Þá var hann stunginn endurtekið, meðal annars í gegnum hálsinn. Merki voru um að hné hafi verið þrýst á háls hans, líkt og gerðist þegar lögreglumenn í Minneapolis í Bandaríkjunum urðu George Floyd að bana í síðasta mánuði. Miklar vangaveltur hafa verið um að kynþáttahatur hafi verið tilefni morðsins. Á samfélagsmiðlum hefur því verið haldið fram að annar bræðranna væri með hakakrosshúðflúr. Benthe Pedersen Lund, saksóknarinn í málinu, hefur neitað að staðfesta það. Danskir fjölmiðlar hafa greint frá því að annar bræðranna hafi lýst yfir stuðningi við hægriöfgasinnaða Harðlínuflokkinn og hóp sem kallar sig „Hvít líf skipta máli“ á Facebook. „Hvít líf skipta máli“ skaut upp kollinum sem andsvar öfgamanna við mótmælum gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í Bandaríkjunum undir slagorðinu „Svört líf skipta máli“. Þvertaka fyrir að kynþáttur hafi nokkuð með drápið að gera Mennirnir tveir viðurkenna að hafa barið Johansen en neita því að hafa drepið hann, að sögn New York Times. Pedersen Lund segir að rannsakað hafi verið hvort kynþáttahyggja hafi búið að baki morðinu en saksóknarar hafi ályktað að svo væri ekki. „Frá þeim mjög skýru skýringum sem við höfum fengið höfum við góða ástæðu til að telja að drápið hafi ekki verið vegna kynþáttahyggju. Við teljum að persónulegt samband hafi verið á milli þeirri grunuðu og þess sem var drepinn sem fór algerlega úrskeiðis,“ segir hún. Tobias Brandt Kræmher, sem segir AP-fréttastofunni, að hann hafi verið vinur Johansen fullyrðir að hann hafi verið í heimsókn hjá foreldrum sínum í Borgundarhólmi þegar hann fór í samkvæmi sem endaði úti í skóginum norðan við bæinn Rönne. Johansen og þeir grunuðu hafi verið vinir um langt skeið. Kynþáttur hafi ekki haft neitt með málið að gera. Brandt Kræmher hefur gengist við því að hafa rifið niður borða á aðaltorginu í Rönne sem á stóð „Engin líf skipta máli þar til svört líf skipta máli“ vegna þess að honum fannst textinn „óviðeigandi“. „Fyrir okkur hér var þetta harmleikur, ekkert meira en það,“ segir hann við AP.
Danmörk Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira