Segir fólk hringja á öllum tímum sólarhrings með ásökunum um mannvonsku Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2020 11:47 Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG segist nú algerlega sannfærður um að fólk lesi bara fyrirsagnir og kynni sér ekki málin. Hann segist fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta. visir/vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG segir pólitíkusa hringja á öllum tímum sólarhrings og saka aðra um mannvonsku. Þetta kemur fram í pistli sem Kolbeinn birti á Vísi. Þar segist hann hafa verulegar áhyggjur af þeirri pólaríseringu sem einkenni íslensk stjórnmál. „Við þingmenn berum þar mikla ábyrgð, með öllu tali okkar um ofbeldi og níðingsverk, valdníðslu og einelti. Fólk hikar ekki við að úthrópa stjórnmálamenn – enda hika stjórnmálamenn ekki við að úthrópa hver annan – stíga jafnvel inn fyrir veggi heimilis þeirra og hringja öllum tímum sólarhrings til að segja þeim hve vondar manneskjur þeir eru,“ segir meðal annars í pistlinum. Mikil átök urðu um frumvarp sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir og snérist um að gera refsilaust það að vera með neysluskammta fíkniefna á sér. Málið var fellt á alþingi en þingmönnum, sem og öðrum stuðningsmönnum málsins var afar heitt í hamsi. Kolbeinn, sem sagði nei, fékk í kjölfarið skilaboð í formi þriggja plastpoka sem innihéldu hvítt duft inn um lúgu útidyra sinna. Kolbeinn segist nú sannfærður, meira en nokkru sinni fyrr að fólk lesi bara fyrirsagnir. Hann sé fylgjandi efnisatriðum frumvarpsins en ekki hvernig það var unnið. Hann fer yfir það í pistli sínum. Ljóst má vera að Kolbeini var brugðið við sendinguna í gær en í athugasemdum á Facebook viðra margir þá skoðun sína að það sé vart nokkurt tiltökumál, ekki í samanburði við það að um líf fíkla sé í húfi. „Ég efast ekki um það eina sekúndu að fullt af fólki mun afskrifa þessi skrif sem algjört væl (sennilegast eru nú þegar komin komment um væl í vondum manni við þessa grein). Ég hef nefnilega sjálfur upplifað að fólk sem ég taldi býsna skynsamt telur allt í himnalagi að troða pokum með hvítu dufti inn um bréfalúgu stjórnmálamanna – ef umræddir stjórnmálamenn eru ósammála viðkomandi í einhverjum málum. Þá er það bara gott á þá,“ segir meðal annars í pistli þingmannsins. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Við refsum (ekki) veiku fólki Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt. 30. júní 2020 11:36 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður VG segir pólitíkusa hringja á öllum tímum sólarhrings og saka aðra um mannvonsku. Þetta kemur fram í pistli sem Kolbeinn birti á Vísi. Þar segist hann hafa verulegar áhyggjur af þeirri pólaríseringu sem einkenni íslensk stjórnmál. „Við þingmenn berum þar mikla ábyrgð, með öllu tali okkar um ofbeldi og níðingsverk, valdníðslu og einelti. Fólk hikar ekki við að úthrópa stjórnmálamenn – enda hika stjórnmálamenn ekki við að úthrópa hver annan – stíga jafnvel inn fyrir veggi heimilis þeirra og hringja öllum tímum sólarhrings til að segja þeim hve vondar manneskjur þeir eru,“ segir meðal annars í pistlinum. Mikil átök urðu um frumvarp sem Halldóra Mogensen þingmaður Pírata mælti fyrir og snérist um að gera refsilaust það að vera með neysluskammta fíkniefna á sér. Málið var fellt á alþingi en þingmönnum, sem og öðrum stuðningsmönnum málsins var afar heitt í hamsi. Kolbeinn, sem sagði nei, fékk í kjölfarið skilaboð í formi þriggja plastpoka sem innihéldu hvítt duft inn um lúgu útidyra sinna. Kolbeinn segist nú sannfærður, meira en nokkru sinni fyrr að fólk lesi bara fyrirsagnir. Hann sé fylgjandi efnisatriðum frumvarpsins en ekki hvernig það var unnið. Hann fer yfir það í pistli sínum. Ljóst má vera að Kolbeini var brugðið við sendinguna í gær en í athugasemdum á Facebook viðra margir þá skoðun sína að það sé vart nokkurt tiltökumál, ekki í samanburði við það að um líf fíkla sé í húfi. „Ég efast ekki um það eina sekúndu að fullt af fólki mun afskrifa þessi skrif sem algjört væl (sennilegast eru nú þegar komin komment um væl í vondum manni við þessa grein). Ég hef nefnilega sjálfur upplifað að fólk sem ég taldi býsna skynsamt telur allt í himnalagi að troða pokum með hvítu dufti inn um bréfalúgu stjórnmálamanna – ef umræddir stjórnmálamenn eru ósammála viðkomandi í einhverjum málum. Þá er það bara gott á þá,“ segir meðal annars í pistli þingmannsins.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Við refsum (ekki) veiku fólki Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt. 30. júní 2020 11:36 Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Við refsum (ekki) veiku fólki Mikil sárindi voru á Alþingi í nótt þegar mál Halldóru Mogensen um afglæpavæðingu neysluskammta var fellt. 30. júní 2020 11:36
Afglæpavæðing umræðunnar Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. 1. júlí 2020 11:30