Bifhjólamenn mótmæltu við Vegagerðina Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2020 12:44 Bifhjólamennirnir minntust fallinna félaga. Vísir/Vilhelm Sniglar – Bifhjólasamtök lýðveldisins komu saman við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni klukkan 13 þar sem til stendur að mótmæla hættulegum vegköflum á vegum landsins og úrbóta krafist. Ákveðið var að boða til mótmælanna eftir að tveir létust þegar bifhjól og húsbíll rákust saman á Vesturlandsvegi á sunnudagskvöldið. Á mótmælunum var lesin upp yfirlýsing og í kjölfarið verður mínútuþögn.Vísir/Vilhelm Á vef Vegagerðarinnar segir að yfir 200 manns hafi sýnt samstöðu og minnst fórnarlambanna. Auk þess var yfir hundrað mótorhjólum lagt í port Vegagerðarinnar. Bifhjólafólk lagði niður hjálma sína til minningar um fallna félaga. Jokka G. Birnudóttir, gjaldkeri Sniglanna, las upp yfirlýsingu fyrir hönd bifhjólafólks þar sem krafist var úrbóta á þeim vegarköflum sem skapað hafa hættu víðs vegar um landið. Þar sagði meðal annars: „Við krefjumst breytinga, við krefjumst að öryggi fólks á vegum úti verði í forgangi, ekki bara okkar mótorhjólamanna heldur allra sem ferðast um.“ Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, greindi frá því í gær að fyrsta mat hafi bent til þess að yfirlögn á vegkaflanum, þar sem banaslysið varð og lagt var síðastliðinn fimmtudag, hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Fréttin hefur verið uppfærð. Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. 29. júní 2020 11:55 Kaflinn hálli en ella vegna mikils hita og úrhellis Vegagerðin segir að unnið hafði verið að yfirlögn á kaflanum á Vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis, þar sem banaslysið varð á sunnudaginn, á fimmtudagskvöld. Eftirlitsmaður hafði metið aðstæður að lokinni yfirlögn þannig að hætta væri á hálku og tók ákvörðun um að vara við hálku með merkingum. 29. júní 2020 13:16 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Sniglar – Bifhjólasamtök lýðveldisins komu saman við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni klukkan 13 þar sem til stendur að mótmæla hættulegum vegköflum á vegum landsins og úrbóta krafist. Ákveðið var að boða til mótmælanna eftir að tveir létust þegar bifhjól og húsbíll rákust saman á Vesturlandsvegi á sunnudagskvöldið. Á mótmælunum var lesin upp yfirlýsing og í kjölfarið verður mínútuþögn.Vísir/Vilhelm Á vef Vegagerðarinnar segir að yfir 200 manns hafi sýnt samstöðu og minnst fórnarlambanna. Auk þess var yfir hundrað mótorhjólum lagt í port Vegagerðarinnar. Bifhjólafólk lagði niður hjálma sína til minningar um fallna félaga. Jokka G. Birnudóttir, gjaldkeri Sniglanna, las upp yfirlýsingu fyrir hönd bifhjólafólks þar sem krafist var úrbóta á þeim vegarköflum sem skapað hafa hættu víðs vegar um landið. Þar sagði meðal annars: „Við krefjumst breytinga, við krefjumst að öryggi fólks á vegum úti verði í forgangi, ekki bara okkar mótorhjólamanna heldur allra sem ferðast um.“ Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, greindi frá því í gær að fyrsta mat hafi bent til þess að yfirlögn á vegkaflanum, þar sem banaslysið varð og lagt var síðastliðinn fimmtudag, hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. 29. júní 2020 11:55 Kaflinn hálli en ella vegna mikils hita og úrhellis Vegagerðin segir að unnið hafði verið að yfirlögn á kaflanum á Vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis, þar sem banaslysið varð á sunnudaginn, á fimmtudagskvöld. Eftirlitsmaður hafði metið aðstæður að lokinni yfirlögn þannig að hætta væri á hálku og tók ákvörðun um að vara við hálku með merkingum. 29. júní 2020 13:16 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. 29. júní 2020 11:55
Kaflinn hálli en ella vegna mikils hita og úrhellis Vegagerðin segir að unnið hafði verið að yfirlögn á kaflanum á Vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis, þar sem banaslysið varð á sunnudaginn, á fimmtudagskvöld. Eftirlitsmaður hafði metið aðstæður að lokinni yfirlögn þannig að hætta væri á hálku og tók ákvörðun um að vara við hálku með merkingum. 29. júní 2020 13:16