Fjörug lestarferð Martins og félaga til Berlínar eftir að titilinn var í höfn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júní 2020 14:00 Martin og félagar á lestarstöðinni í Berlín. vísir/getty Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlin urðu Þýskalandsmeistarar eftir sigur á Riesen Ludwigsburg í gær, 74-75. Tímabilið 2019-20 var frábært hjá Martin og Alba Berlin en liðið vann tvöfalt í Þýskalandi. Í fyrra var þessu öfugt farið; liðið komst í þrjá úrslitaleiki en tapaði þeim öllum. „Þetta var virkilega sætt, sérstaklega eftir tímabilið í fyrra þar sem maður fékk silfurpening um hálsinn og þurfti að horfa á hitt liðið lyfta bikarnum,“ sagði Martin í samtali við Vísi í dag. „Það var sætt að verða bikarmeistari en þetta var okkar stærsta markmið. Það eru tólf ár síðan Alba Berlin varð síðast þýskur meistari. Þetta er enn að síast inn.“ Langri bið Alba Berlin eftir því að verða Þýskalandsmeistari lauk í gær.getty/Christof Stache Alba Berlin var í afar góðri stöðu eftir fyrri úrslitaleikinn á föstudaginn sem liðið vann með 23 stigum, 88-65. „Við vorum með gott forskot fyrir leikinn og kláruðum þetta nokkuð þægilega. Þetta var ekki fallegasti körfuboltinn en eftir nokkur ár mun enginn skoða hvernig þessi leikur var. Titilinn kom í hús og það skipti öllu máli,“ sagði Martin sem skoraði fjórtán stig í báðum úrslitaleikjunum. Íslenski landsliðsmaðurinn segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að Alba Berlin myndi missa forskotið úr fyrri leiknum niður í þeim seinni. „Við vissum að við værum með miklu betra lið og ef við myndum spila af eðlilegri getu ætti þetta að vera nokkuð þægilegt. En auðvitað var smá fiðringur fyrir leik. Við þurftum að vera á tánum og skiluðum flottu dagsverki,“ sagði Martin. Eftir leikinn í München í gær tók við fjögurra tíma lestrarferð til Berlínar. Hún var í fjörugari kantinum. „Ég vil bara biðja fólkið sem var í lestinni á sama tíma afsökunar. Það vildi kannski bara eiga rólegan sunnudagslestartúr. Það voru smá læti um borð,“ sagði Martin. Leikmenn, þjálfarar og starfsfólk Alba Berlin hittast svo í kvöld til að fagna níunda meistaratitlinum í sögu félagsins. Það var fjör á lestarstöðinni í Berlín eftir að leikmenn Alba Berlin sneru heim með bikarinn.vísir/getty Eins og áður sagði lenti Alba Berlin í 2. sæti í öllum keppnum á síðasta tímabili; í þýsku úrvalsdeildinni, bikarkeppninni og EuroCup. Martin segir að það hafi munað miklu fyrir Alba Berlin að fá Svíann Marcus Eriksson fyrir tímabilið. „Hann er þriggja stiga skytta sem við þurftum á síðasta tímabili. En það fer ekkert á milli mála að við vorum með langbesta liðið í vetur,“ sagði Martin að lokum. Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37 Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlin urðu Þýskalandsmeistarar eftir sigur á Riesen Ludwigsburg í gær, 74-75. Tímabilið 2019-20 var frábært hjá Martin og Alba Berlin en liðið vann tvöfalt í Þýskalandi. Í fyrra var þessu öfugt farið; liðið komst í þrjá úrslitaleiki en tapaði þeim öllum. „Þetta var virkilega sætt, sérstaklega eftir tímabilið í fyrra þar sem maður fékk silfurpening um hálsinn og þurfti að horfa á hitt liðið lyfta bikarnum,“ sagði Martin í samtali við Vísi í dag. „Það var sætt að verða bikarmeistari en þetta var okkar stærsta markmið. Það eru tólf ár síðan Alba Berlin varð síðast þýskur meistari. Þetta er enn að síast inn.“ Langri bið Alba Berlin eftir því að verða Þýskalandsmeistari lauk í gær.getty/Christof Stache Alba Berlin var í afar góðri stöðu eftir fyrri úrslitaleikinn á föstudaginn sem liðið vann með 23 stigum, 88-65. „Við vorum með gott forskot fyrir leikinn og kláruðum þetta nokkuð þægilega. Þetta var ekki fallegasti körfuboltinn en eftir nokkur ár mun enginn skoða hvernig þessi leikur var. Titilinn kom í hús og það skipti öllu máli,“ sagði Martin sem skoraði fjórtán stig í báðum úrslitaleikjunum. Íslenski landsliðsmaðurinn segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að Alba Berlin myndi missa forskotið úr fyrri leiknum niður í þeim seinni. „Við vissum að við værum með miklu betra lið og ef við myndum spila af eðlilegri getu ætti þetta að vera nokkuð þægilegt. En auðvitað var smá fiðringur fyrir leik. Við þurftum að vera á tánum og skiluðum flottu dagsverki,“ sagði Martin. Eftir leikinn í München í gær tók við fjögurra tíma lestrarferð til Berlínar. Hún var í fjörugari kantinum. „Ég vil bara biðja fólkið sem var í lestinni á sama tíma afsökunar. Það vildi kannski bara eiga rólegan sunnudagslestartúr. Það voru smá læti um borð,“ sagði Martin. Leikmenn, þjálfarar og starfsfólk Alba Berlin hittast svo í kvöld til að fagna níunda meistaratitlinum í sögu félagsins. Það var fjör á lestarstöðinni í Berlín eftir að leikmenn Alba Berlin sneru heim með bikarinn.vísir/getty Eins og áður sagði lenti Alba Berlin í 2. sæti í öllum keppnum á síðasta tímabili; í þýsku úrvalsdeildinni, bikarkeppninni og EuroCup. Martin segir að það hafi munað miklu fyrir Alba Berlin að fá Svíann Marcus Eriksson fyrir tímabilið. „Hann er þriggja stiga skytta sem við þurftum á síðasta tímabili. En það fer ekkert á milli mála að við vorum með langbesta liðið í vetur,“ sagði Martin að lokum.
Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37 Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
Martin þýskur meistari Martin Hermannsson og félagar hans í Alba Berlín eru þýskir meistarar í körfubolta eftir sigur á Ludwigsburg í síðari úrslitaleiknum, 75-74. 28. júní 2020 14:37
Martin og félagar í draumastöðu eftir fyrri úrslitaleikinn | Sjáðu helstu tilþrif Martins Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru komnir í góða stöðu til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í körfubolta. Þeir unnu 23 stiga sigur á Ludwigsburg í fyrri leiknum af tveimur í úrslitum þýsku deildarinnar. 26. júní 2020 20:30