Væri „martröð“ að rekja smit af íþróttamóti eða skemmtistað Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 29. júní 2020 12:11 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að til greina komi að herða aðgerðir og samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar, eftir að eitt nýtt innanlandssmit greindist í gær. Óttast er að önnur bylgja faraldursins fari af stað. Þá væri það „martröð“ að rekja smit sem upp kæmi á fjölmennu íþróttamóti eða skemmtistað. Tveir greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, einn við landamæraskimun og annar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Enn eitt innanlandssmitið bættist þannig í hóp þeirra sem greinst hafa frá því að landamæri voru formlega opnuð 15. júní. Allt önnur staða nú en fyrir viku Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að innanlandssmitið sem greindist núna síðast sé tengt þeim sem greinst hafa síðustu daga og hafa verið rakin til knattspyrnuhreyfingarinnar. Víðir segir greinilegt að enn sé kraftur í veirunni. Til greina komi að herða aðgerðir til að hefta útbreiðslu hennar á ný. „Við höfum bara verið heppin síðustu vikurnar að það hefur ekki komið upp nein samfélagsleg dreifing en við erum í annarri stöðu í dag heldur en við vorum fyrir bara viku síðan og þurfum að bregðast við samkvæmt því. Við tökum þetta mál alvarlega,“ segir Víðir. Sjáið þið fyrir ykkur að herða aftur aðgerðir? „Við erum í hörðum aðgerðum núna. Það er komið upp í 470 manns sem eru komnir í sóttkví og við erum að fara yfir stöðu aðgerða og sjá hvort sé ástæða til að breyta einhverju eða slíkt og sú vinna er í gangi núna og skýrist í dag.“ Kemur til greina að herða aftur aðgerðir? „Það kemur allt til greina í þessu. Það sýndi sig að það að taka málin föstum tökum, það sýnir sig að það er það sem virkar, og við munum ekki hika við að gera það ef það er talið þurfa til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ N1-mótið í knattspyrnu fer fram á Akureyri 1.-4. júlí.Vísir/Vilhelm Þarf að fara yfir verklag á barnamótunum Sumarið er tími íþróttamóta og æskulýðsstarfs. Haldin hafa verið fjölmenn knattspyrnumót barna undanfarnar helgar. Nú um helgina fór Orkumótið fram í Vestmannaeyjum og N1-mótið á Akureyri er fyrirhugað strax núna í vikunni. Víðir segir aðspurður að verið sé að fara ofan í saumana á fyrirkomulagi við mótin. „Við höfum fengið dálítið mikið af reynslusögum í morgun frá mótinu um helgina og það eru nokkur atriði þar sem þarf greinilega að hnykkja á varðandi skiptingu hólfa og annað slíkt sem norðanmenn þurfa að fara yfir og verða örugglega í lagi hjá þeim. Þannig að við erum að skoða hvað er til í þessum sögum sem við erum að heyra. Við eigum eftir að heyra í Vestmannaeyingum og fá þeirra sýn á þetta,“ segir Víðir. Fjölmennasti viðburðurinn 100 manns Þá kveðst Víðir hafa áhyggjur af auknu samneyti landsmanna í sumarfríinu, sem og því að veiran nái sér mögulega hratt á strik aftur og seinni bylgja faraldursins sé nú væntanlega. „Já, ég hef það. Og við höfum það öll. Það er auðvitað raunveruleg hætta á að úti séu samfélagsleg smit sem við erum ekki búin að ná utan um. Og það er augljóst að því fleiri sem koma saman, því hraðari getur útbreiðslan orðið, og líka bara það að smitrakningin og sóttkvíin verður enn þá umfangsmeiri. Við sjáum það að við erum með 470 manns í sóttkví og stærsti viðburðurinn sem það tengist er rétt um 100 manns,“ segir Víðir. „Við getum ímyndað okkur ef við værum að vinna með hólf þar sem við værum með 500 manns, sem við vissum ekkert hverjir væru. Þetta var viðráðanlegt því það var mjög auðvelt að finna hvaða fólk var á þessum viðburðum en ef þetta hefði komið upp á íþróttamóti eða skemmtistað eða einhvers staðar þar sem væru 500 manns saman sem við vissum ekkert hverjir væru, það væri martröð að ná utan um það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að til greina komi að herða aðgerðir og samkomutakmarkanir vegna kórónuveirunnar, eftir að eitt nýtt innanlandssmit greindist í gær. Óttast er að önnur bylgja faraldursins fari af stað. Þá væri það „martröð“ að rekja smit sem upp kæmi á fjölmennu íþróttamóti eða skemmtistað. Tveir greindust með veiruna síðasta sólarhringinn, einn við landamæraskimun og annar á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Enn eitt innanlandssmitið bættist þannig í hóp þeirra sem greinst hafa frá því að landamæri voru formlega opnuð 15. júní. Allt önnur staða nú en fyrir viku Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að innanlandssmitið sem greindist núna síðast sé tengt þeim sem greinst hafa síðustu daga og hafa verið rakin til knattspyrnuhreyfingarinnar. Víðir segir greinilegt að enn sé kraftur í veirunni. Til greina komi að herða aðgerðir til að hefta útbreiðslu hennar á ný. „Við höfum bara verið heppin síðustu vikurnar að það hefur ekki komið upp nein samfélagsleg dreifing en við erum í annarri stöðu í dag heldur en við vorum fyrir bara viku síðan og þurfum að bregðast við samkvæmt því. Við tökum þetta mál alvarlega,“ segir Víðir. Sjáið þið fyrir ykkur að herða aftur aðgerðir? „Við erum í hörðum aðgerðum núna. Það er komið upp í 470 manns sem eru komnir í sóttkví og við erum að fara yfir stöðu aðgerða og sjá hvort sé ástæða til að breyta einhverju eða slíkt og sú vinna er í gangi núna og skýrist í dag.“ Kemur til greina að herða aftur aðgerðir? „Það kemur allt til greina í þessu. Það sýndi sig að það að taka málin föstum tökum, það sýnir sig að það er það sem virkar, og við munum ekki hika við að gera það ef það er talið þurfa til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ N1-mótið í knattspyrnu fer fram á Akureyri 1.-4. júlí.Vísir/Vilhelm Þarf að fara yfir verklag á barnamótunum Sumarið er tími íþróttamóta og æskulýðsstarfs. Haldin hafa verið fjölmenn knattspyrnumót barna undanfarnar helgar. Nú um helgina fór Orkumótið fram í Vestmannaeyjum og N1-mótið á Akureyri er fyrirhugað strax núna í vikunni. Víðir segir aðspurður að verið sé að fara ofan í saumana á fyrirkomulagi við mótin. „Við höfum fengið dálítið mikið af reynslusögum í morgun frá mótinu um helgina og það eru nokkur atriði þar sem þarf greinilega að hnykkja á varðandi skiptingu hólfa og annað slíkt sem norðanmenn þurfa að fara yfir og verða örugglega í lagi hjá þeim. Þannig að við erum að skoða hvað er til í þessum sögum sem við erum að heyra. Við eigum eftir að heyra í Vestmannaeyingum og fá þeirra sýn á þetta,“ segir Víðir. Fjölmennasti viðburðurinn 100 manns Þá kveðst Víðir hafa áhyggjur af auknu samneyti landsmanna í sumarfríinu, sem og því að veiran nái sér mögulega hratt á strik aftur og seinni bylgja faraldursins sé nú væntanlega. „Já, ég hef það. Og við höfum það öll. Það er auðvitað raunveruleg hætta á að úti séu samfélagsleg smit sem við erum ekki búin að ná utan um. Og það er augljóst að því fleiri sem koma saman, því hraðari getur útbreiðslan orðið, og líka bara það að smitrakningin og sóttkvíin verður enn þá umfangsmeiri. Við sjáum það að við erum með 470 manns í sóttkví og stærsti viðburðurinn sem það tengist er rétt um 100 manns,“ segir Víðir. „Við getum ímyndað okkur ef við værum að vinna með hólf þar sem við værum með 500 manns, sem við vissum ekkert hverjir væru. Þetta var viðráðanlegt því það var mjög auðvelt að finna hvaða fólk var á þessum viðburðum en ef þetta hefði komið upp á íþróttamóti eða skemmtistað eða einhvers staðar þar sem væru 500 manns saman sem við vissum ekkert hverjir væru, það væri martröð að ná utan um það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira